Monday, November 29, 2004

Helgin og fleira

Jæja, smá spennuhnútur í maganum eins og venjulega fyrir próf....ræð ekkert við þetta prófstress, það kemur alltaf. Get þó sagt með öryggi að ég sé bara nokkuð vel undirbúin fyrir þetta munnlega próf. Þó finnst mér fáránlegt að það eigi að dæma mann á tíu mínútum og kunnáttu manns á námsefni heillar annar. Fyrir fannst mér fremur grimmt að taka lokapróf sem hugsanlega gilda 80% þar sem ætlast er til þess af manni að maður leggi niður allt sem maður hefur lært á einni önn og einungis tekið mið af þessum tveimur tímum þegar skilnlingur manns á efninu er metinn. Æj, ef ég væri nú bara menntamálaráðherra, þá væru hlutirnir hugsanlega öðruvísi ;)

Helgin var fín, mikill lærdómur og notalegheit utan þess, fór í afmælismatarboð hjá Katrín Sóley þar sem kynjahlutverkunum var heldur betur snúið við og einn karlmaður sá um að elda dýrindismat ofan í okkur vinkonurnar og bera matinn á borð. Hann settist ekki einu sinni til borðs með okkur og þegar hlutverki hans lauk, lét hann sig bara hverfa og urðum við því lítið varar við hann. Upp kom sú pæling að alltaf ef karlmaður eldar er talað um það eins og hann hafi gert kraftaverk og hann uppsker mikið hrós en þegar kona framreiðir dýrindis máltíð, þá þykir það nú ekki tiltökumál! En sumsé, frábær matur og gaman að hitta stelpurnar, hittumst alltof sjaldan. Ég vildi bara að ég hefði getað farið að djamma með þeim, en ekki þurft að vera settleg sökum prófa!


Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?