Saturday, April 30, 2005

Sko, vissi það


What is your inner-hair color?

Brunette

You are intelligent and beautful. You are Nature! Down to earth and caring, you are good at giving advice.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


Og þá kom laugardagur

Sem er samt alveg eins og allir hinir dagarnir um þessar mundir. Þykjast læra, horfa á sjónvarpið, horfa út í loftið, lesa smá o.s.fr. Vika í næsta próf, nú verður maður að hysja upp um sig!

Svo er búið að lýsa yfir brjáluðu próflokapartýi hjá mér sem er fínt að hlakka til.

Ég og Arnar keyptum nótt á Flughótelinu fyrir vildarpunktana okkar. Þá þurfum við nefninlega ekki að vakna jafn snemma þegar við förum til Parísar, klukkutíma lengri svefn skiptir öllu, sérstaklega þegar er verið að tala um að vakna klukkan 5 eða klukkan 6. Þá förum við bara til Keflavíkur eftir kvöldmat á sunnudeginum og fljúgum svo út á mánudagsmorgni!

Annars sótti ég um að komast á ráðstefnu í Prag í júní...það er reyndar mjög hæpið að ég komist inn því einungis 40 manns komast að, veit ekki hversu margir sækja um þetta. Ráðstefnan er haldin í þeim tilgangi að leyfa 40 manns frá mismunandi löndum koma og fræðast um pólitík og stjórnarfar í öðrum löndum og kynnast starfi UN og Evrópusambandins held ég. Þetta hljómar mjög interessant en ég geri mér engar vonir um að komast inn. Þau taka einungis topp nemendur og ég held að meðaleinkunnin mín sé ekki nógu góð fyrir þetta. Svo þarf maður að skrifa admission essay sem ég og gerði og fannst hún fremur hallærisleg en sendi allavegana allt hafurtaskið. Þetta lítur rosalega vel út á CV inu hjá manni ef maður kemst inn, þú færð eitthvað svona skírteini og god know what, en fyrst og fremst held ég að þetta sé sjúklega áhugavert og svo er þetta líka í PRAG! Elska þá borg, dreymir um að heimsækja hana aftur.

Jæja, þarf að fara út í Odda og tala við nokkrar góðar stúlkur um söguprófið og skipta á milli okkar spurningum sem á að svara til að undirbúa sig fyrir prófið!!!

Thursday, April 28, 2005

Hann á afmæli í dag!!

Hann Kristján Dagur uppáhalds og sætasti á afmæli í dag, 2 ára. Ýmislegt breyst síðan að hann fæddist, er t.d. með mynd af okkur úr skírninni hans og þar er ég ljóshærð. Ég hef nefninlega reglulega skipt um háraliti, svona eftir hughrifum og öðru og tók langt ljóshært tímabil. Það var ágætt þó að ég fíli mig betur dökkhærða ólíkt föður mínum sem er með Pamelu Anderson syndrom!

Afhverju býr fólk til skólabækur sem eru ekki myndskreyttar? Það er án efa það versta sem ég lendi í, að lesa bækur sem eru bara textar svart á hvítu....ég fyllist svo mikilli neikvæðni! Barnið í mér vill alltaf fá útskýringarmyndir til að lífga upp á þetta allt saman!

Annars vil ég nýta þetta tækifæri, í ljósi hinta sem Æskuvinkonan droppaði á heimasíðu sinni til sinns heittelskaða um hringa og annað fínerí..... til að minna hana á samninginn sem var gerður á sínum tíma og stendur sem fastast hvað mig varðar, bannað að gifta sig á undan hvor annarri, verður að gerast á sama tíma!!!! Þannig að hún verður að byrja á því að eiga við Arnar um þessi mál áður en eitthvað verður gert! Enn fremur set ég það hér í votta viðvist að hún lofaði að stelpan hennar yrði skírð eftir mér!!! Eitt stórt loforð bættist í hópinn, Denis lofaði að tattúrera nafnið mitt á sig ef ég finndi handa honum lífsförunaut svo að ef það eru einhverjir fallegir karlmenn á lausu sem lesa þetta blogg sem vilja kynnast ungum Fransmanni, sjarmerandi mjög, þá er best að hafa bara samband beint!

Og síðast en ekki síst, ef það hefur farið framhjá einhverjum: Ég er í próflestri og í augnablikinu er allt skemmtilegra en bækurnar mínar!

Tuesday, April 26, 2005

Úr fræðimönnunum í söguna

Hef í bili yfirgefið franska rithöfunda og fræðimenn til að setjast yfir sögu Frakklands frá 1870 - 1945. Sé eftir því að hafa ekki lagt meiri ástundun á sögu í menntaskóla þar sem hún er í reynd mjög skemmtileg! Hef því einstaklega gaman af því að fræðast um þessa kalla alla saman og líberalistana í Frakklandi þar sem hverja byltinguna rak af fætur annarri og sífellt skiptist á konungsveldi og lýðræði að ógleymdum stóru styrjöldunum tveimur og öllu sem því fylgdi!

Er orðin barnlaus að nýju sem er ákaflega ljúft þó að hann sé yndislegur og það hafi verið mjög gaman að hafa hann. Tengdó kom færandi hendi frá Ítalíu, hnullungs parmesanost, balsamico og ólífuolíu eins og gerist best ásamt einhverju gúmmulaðs paté og DUMLE karamellum til að narta í við lesturinn.

Kæruleysið allráðandi í dag, búin að horfa á nýja 24 þáttinn, nýjasta Survivor þáttinn og hálfa Fighting Temptations. Þess á milli las ég um "Semaine sanglante" og marga góða menn, þeirra á meðal Napóleon 3ji.

Núna er ég í fríi frá sögunni til að skoða uppruna frönskunnar og vildi að ég gæti sagt að svona tungumálastúdía heilli mig, en það getur ekki allt verið skemmtilegt!!!!


París, belle París, ég lifi fyrir þig þessa dagana, hlakka svo til....!

Sunday, April 24, 2005

Mágurinn farinn í næturpössun

Já, hljómar undarlega en undanfarna daga hef ég passað mág minn. Mamma hans Arnars tók nefninlega uppá því seint og um síðir að fara að bæta við fjölskylduna.

Hann er óttarlegt krútt og er eins og flest börn, brjálaður í nammi. Man eftir sketchi hjá Seinfeld sem fjallar einmitt um þetta, hvernig börn tengja allt við nammi og eru sífellt að plotta og hugsa um nammi. Hálfhlægilegt alveg, hann vissi í gær að hann fengi nammi um kvöldið og allan daginn var hann að spyrja hvenær kæmi kvöld, hvað klukkan væri og hvenær við myndum eiginlega borða kvöldmat o.s.fr. Ég kímdi í laumi og hugaði til þess þegar ég var krakki...ég rændi nefninlega gámafylli af nýjum varningi frá Byko. Þá voru þeir nýopnaðir í hverfinu og lóðin alltaf opin. Ég sá þennan gám og hélt að þeir ætluðu að henda þessu öllu og sá strax hagnaðinn af þessu (í nammi talað) og safnaði saman krökkum hverfisins. Saman keyrðum við á barnavögnum góssið frá Byko og inni portið sem var bak við þar sem ég bjó. Þar opnaði ég svo mína eigin byggingavöruverslun. Hvað foreldrar okkar voru að hugsa veit ég ekki alveg, en væntanlega mest lítið þar sem enginn gerði athugasemdir við þennan fína varning sem við vorum að selja. Pabbi var þannig fyrsti viðskiptavinurinn og keypti nýjan sturtuhaus sem hann setti upp og prýddi heimilið þangað til að við fluttum þaðan. Fyrir þetta borgaði hann 100 krónur og við hlupum beint út í sjoppu (lokuðum búðinni á meðan) og keyptum nammi fyrir! Þetta var góð verslun og við seldum mikið eða þar til að einhverjir fautar í laumi nætur lögðu hana í rúst og við hvort sem er komin með leið á henni, lokuðum sjoppunni! Síðar meir hef ég rekist á fólk úr hverfinu sem hefur af mér ýmsar sögur að segja, þar með taldar baðherbergi sem eru flísalögð með þjófvarningnum!

Byko, þetta er formleg afsökunarbeiðni til ykkar, ég vissi ekki betur!

Saturday, April 23, 2005

Franskir fræðimenn?????

Voru þeir allir samkynhneigðir sadistar sem giftust náfjölskyldumeðlimum? Það er svo sannarlega farið að líta þannig út!!!

Friday, April 22, 2005

Sumir ættu ekki að fá að kenna

Eins og ákveðinn kennari sem kennir mér sögukúrs. Hann er óskipulagðasti maður sem ég hef kynnst og það er því miður farið að bitna á náminu mínu. Persónulega er mér sama hvað hann gerir í sínum frítíma en þegar þetta er komið á þetta stig, þá gríp ég til aðgerða!

Er í kúrs þar sem átti að vera verkefni sem myndi gilda 25 - 30% af lokaeinkunn. Þetta verkefni átti að berast nemendum eftir páskafrí, en reglulega í gegnum önnina hefur þetta verið rætt. Verkefnið hefur ekki enn skilað sér þrátt fyrir fögur fyrirheit og nú er náttúrulega komið upplestrarfrí, en það er bannað með lögum í Háskólanum að leggja fyrir verkefni í upplestrarfríi. Augljóst að hægt er að stoppa verkefnið, en það kostar það að maður taki 100% próf en ég er mjög óáhugasöm um slíkt, kann ágætlega við hitt kerfið. Þetta er hið versta mál og lítið hægt að gera nema bara að vera fjúkandi og kvarta til skorarformanns, sem hefur víst lítil áhrif því umræddur kennari starfar frítt fyrir háskólann eftir ákveðnu samningsákvæði. Kvartað hefur verið undan honum á hverju ári en það skilar engu.

Urrrr!!!

Í dag er ég á valdi minnisins, minninga sem kvikna ósjálfrátt, t.d. við að finna ákveðna lykt eða borða ákveðinn hlut eða heyra ákveðið lag. Minningar skal ekki neyða fram því þá er hætt við að skáldað verði í þær eyður sem myndast við þetta. Minningar eru þrískiptar: þær sem við höfum frá frásögnum annara, sbr sögufrásagnir, ósjálfráðar minningar og svo sjálfráðar minningar. Hægt er að segja að minningarnar og minnið hafi spilað stórt hlutverk hjá mér á þessari önn enda að skoða þær í bókmenntunum. Þetta eru áhugaverðar pælingar og ég hef skipt um skoðun varðandi það að allt sem ég hef lesið á þessari önn sé vonlaust, það voru helst tvær bækur sem voru ólæsilegar, aðrar voru sæmilegar og tvær til þrjár voru virkilega góðar! Áhugaverðasti karakter annarinnar er án efa Robbe-Grillet, sadisti og ekki feiminn að tala um það og hafði eftirfarandi að segja um seinni heimstyrjöldina, Hitler og Nazista:

"When one loves order, one classifies. And when one has classified, one sticks labels on. What could be more natural?"

"When one wants to order everything in a mans life, one must also take care to order his death"

Mamma hans las fyrstu bókina hans og sagði: "vel skrifuð bók, en ég vildi óska þess að sonur minn hefði ekki skrifað hana" og ég skil hana vel því bækur hans voru uppfullar af ofbeldi og sadisma!


En sumsé, ég hef lært eitthvað þessa önnina og er bara nokk ánægð með kúrsana sem ég hef tekið. Nú er hugsanlegt að ég taki yfir Nemendafélag frönskudeildarinnar á næsta ári og ég er bara spennt fyrir því! Svo lítur félagsstarf alltaf vel út á ferilskránni og ég hef aldrei gert neitt slíkt!

Helgin mætt á svæðið og enn erum ég og Arnar í foreldraleik en erum alveg búin á því. Þetta krefst mikillar orku sem ég hef ekki í próflestri en sem betur fer brátt búið!

Óska ykkur góðrar helgar og til þeirra sem við á: Gangi ykkur vel í lestrinum!

Thursday, April 21, 2005

Gleðilegt sumar

Já, þá á sumarið að vera komið, þó að það líti ekki út fyrir það þegar maður lítur út um gluggann. Ákvað samt að skella mér í pils svona í tilefni af þessu öllu saman og sjá hvort að rætist ekki úr þessu. Við ætlum að fara í skrúðgöngu í Garðabænum með bróður hans Arnars, svona þar sem hann er úr Garðabænum.

Sartre hafði engin áhrif á mig, ég virðist ónæm fyrir raunverulegri exístensíalískri krísu...mín smávægilegu vandamál hafa meiri áhrif á mig en þessi blessaða bók hans og ég næ engum tengslum við aðalhetjuna. Hræðilegt að lesa leiðinlegar bækur, þó að þetta sé vissulega eitt af stórverkunum, þá virkar það bara ekki þannig fyrir mig!

En farin í skrúðgöngu að gefa Einari candiflos!

Wednesday, April 20, 2005

Fordómar

Eftir því sem lengra líður geri ég mér betur og betur grein fyrir því að ég er fordómafull og hallast jafnvel að því að við séum það öll á einn eða annan máta. Hinsvegar kem ég mér sífellt opinberlega í vandræði með fordómum mínum og mínum stóra kjafti.

Sem dæmi má nefna það að ég þoli ekki þjóðverja. Það er engin sérstök ástæða, þeir bara fara í taugarnar á mér. Um leið og ég heyri þá tala, sérstaklega ef það er enska með þýskum hreim, þá fer um mig hrollur og ég kann samstundis illa við manneskjuna. Þetta álit mitt batnaði ekki meðan ég vann í Upplýsingamiðstöðinni. Nú gæti fólk spurt, en þekkirðu einhverja þjóðverja, og þá sérstaklega nógu vel til að dæma þá svona rosalega? Augljóslega er svarið nei, hvernig á ég að geta kynnst einhverjum þjóðverja nógu vel þegar að hann fer svona rosalega í taugarnar á mér? Ómögulegt!

Annað dæmi er fólk utan af landi og þá sérstaklega fólk frá Vestmannaeyjum. Ingi á frændfólk frá Vestmannaeyjum sem ég hitti á gelgjunni og það hafði varanleg áhrif á mig þannig að Eyjafólkið á ekki uppá pallborð hjá mér. Fólk utan af landi á alveg upp á pallborð hjá mér, en ég er alltaf með fyrirmótaðar hugmyndir um það og þegar það segir eitthvað sem passar ekki inní heimsmynd mína er ég fljót að segja (ýmist upphátt eða í hausnum á mér) "týpískt fólk úti á landi" (Drífa, ef þú lest þetta, ég elska þig mest og þú ert best og þetta á ekki við þig!!!) Þetta fólk er samt besta fólk, en ég fer ekki af því að það er ekki eins og ég, ekki að það sé verra, ég bara flokka það niður! Ég yfirleitt heillast af þessu fólki, finnst það hafa betra siðgæði en ég, betra vinnusiðferði og meiri heilindi! Og hananú!

Nýjasta nýtt eru Svíar. Nú hef ég dæmt þá alla pervertíska líberalista sem hafa enga stjórn á sér né hugmynd um hvað sé viðeigandi á hverjum tíma. Hópur svía í partýi varð þessu valdandi, þau voru öll á sveppum og ég sé svía í nýju ljósi!

Nú eru eflaust margir orðnir pirraðir á fordómum mínum. Ég biðst forláts á þeim. Ég skammast mín samt ekki fyrir þá því að ég fer ekki af því að allir séu haldnir einhverjum fordómum. Því ætla ég að koma fram í ljósið með þá, viðurkenna þá og hætta að vera feimin með þetta. Ég er nefninlega tvisvar á einni viku búin að lenda í því að vera að tjá mig eins og mér einni er lagið með hávaða og handapoti um fordóma mína og svo hef ég roðnað alveg niður í rassgat fyrir dónaskapinn í sjálfri mér en hér með er það búið! Lái mér hver sem vill!

Og1

Mætt í hlöðuna. Vildi að ég gæti sagt að ég væri rosa fersk en það væri hrein lygi!

Hinsvegar hvet ég alla til að skoða nýju þjónustuna hjá OgVodafone, Og1. Ég og Arnar vorum að skipta yfir í þetta og spörum strax 2000 kall á mánuði, að undanskildnum öllum frímínútunum sem við eigum...sbr 500 mínútúr í heimasíma og úr heimasíma og svo tvö númer í útlöndum sem við hringjum ókeypis í og Arnar valdi pabba sinn í Bandaríkjunum og ég valdi Philippe í Frakklandi. Í tilefni af því hringdi ég í hann í gær og talaði við hann í hálftíma í símann sem var alveg frábært því það er svo langt síðan ég talaði við hann svona í eigin persónu. Komst að því afhverju skólinn er seldur og ástæðan er ósætti milli eigandanna sem leiddi til meiriháttar vesens o.s.fr. En eigi skal örvænta því þeir eru að hugsa um að gera þetta uppá nýtt, nema ekki í Cannes.

Jæja, Duras greyið bíður, ætla að drífa í að klára hana svo ég geti skellt mér í Sartre....Proust og Sarraute á morgun og svo hitti ég stelpurnar í svona umræðutíma á föstudaginn. Vonandi gefur það mikið af sér.

Annars eru allir velkomnir að kíkja í kaffi í kvöld og um helgina, við verðum bara heima með bróður hans Arnars!

Tuesday, April 19, 2005

Þjóðarbókhlaðan drepur

alla löngun í mér. Mig langar bara til að leggjast undir borðið mitt og hverfa en það er víst ómögulegt. Er reyndar ekki viss um hvort það sé bókhlaðan sem slík eða námsefnið sem er að ganga svona hryllilega fram af mér. Það er lífsins ómögulegt að lesa þessar bækur með einhverjum raunverulegum áhuga. Þær kveikja engan neista í mér, mér finnst þær nánast allar fremur leiðinlegar og hef engan áhuga á að skoða þær neitt nánar. Einhvernveginn hélt ég að það væri auðvelt að finna nokkrar skemmtilegar bækur frá 20 öldinni en einhvernveginn virðist þeim hafa tekist að hafa 6 bækur af 7 drepleiðinlegar. Ætli ég sé ein um þessa skoðun?

Nýr páfi og í dag er ég fegin að ég er ekki kaþólsk. Afturhaldssamur, fylgismaður Hitlers sem vill ef eitthvað er færa kirkjuna aftar en hún er í dag, ef það er hægt. Ekki góður dagur fyrir Páfagarð að mínu mati en ef maður á að líta á björtu hliðarnar, hann er 78 ára gamall og því ólíklegt að hann sitji mjög lengi! (meint á besta hugsanlega máta!)

Búin að klára alveg einn áfanga sem þýðir að það eru 4 eftir sem er hið besta mál. Get ekki beðið eftir París..hlakka rosalega mikið til! Á morgun gerist ég svo foreldri í fimm nætur, bróðir hans Arnars ætlar að koma til okkar og er víst voða spenntur yfir þessu. Fyndið hvað honum finnst þetta mikið fútt, hélt að við værum hundleiðinleg!

Og bráðum kemur sumarið!!!

Monday, April 18, 2005

Les Rita Mitsouko

Er að halda fyrirlestur í dag um þessa frábæru 80s hljómsveit Frakklands sem fór sigurför um Bandaríkin og Japan líka. Meðlimir hennar eru tveir, báðir vel undarlegir. Söngkonan heitir Catherine Ringer en hún yfirgaf foreldra sína 13 ára til að búa með elskhuganum sínum, vann sem strippdansari, lék í klámmyndum og ýmislegt annað áður en hún fór í þessa hljómsveit. Söngvarinn Fred Chichin átti glæsilegan punk feril áður en hann tók saman við Catherine en foreldrar hans voru ítalskir kommúnistar og hann því fæddur slíkur... tónlistin þeirra er líka frábær og mæli ég með að fólk hlusti á brot úr lögum á amazon eða eitthvað því þetta er algjör snilld!


Búin að sjá Hotel Rwanda, hún er mjög góð, erfið en góð og mæli með henni. Enn eru tvær myndir sem mig langar mikið að sjá, Downfoll (um Hitler) og Trailer Town en ég óttast að trailer town sé ekki sýnd aftur... Það er bara svo dýrt að fara á myndirnar, 800 kall per stykkið finnst mér rán, hefði mátt hafa einhvern námsmannadíl á hátíðinni eða e-ð slíkt!

Og svo uppgötvaði ég það að við verðum í París þegar að undankeppnin og aðalkeppnin í Eurovisjion verður þannig að við verðum að finna einhvern stað til að horfa á, má ekki missa af þessu.... ;) Hef áhyggjur samt að þetta sé hvergi sýnt þannig í París því að Frakkar eru engir sérstakir áhugamenn um Euro...sjáum til.

Prófstressið er aðeins byrjað í mér, rumskaði í morgun og fór strax að hugleiða villur sem ég gæti hafa gert í Hljóðfræðiprófinu á fimmtudaginn var...hljóðritaði orðið plaisir margoft í huganum, taldi atkvæði og annað hressandi! Er á fullu að lesa fyrir bókmenntafræðiprófið líka enda veitir ekki af, er að frumlesa margt þar og það þykir sjaldan boða gott!

Thursday, April 14, 2005

Sumir hafa það betra en aðrir

Þetta er vægast sagt ótrúlegt!


Eiga það að vera boðleg rök að það sé ekki hægt að krefjast þess af fólki að það fari í launalaust leyfi þegar það er erlendis í heilan vetur í þeim tilgangi að elta eiginmann sinn í nám? Hafið þið heyrt aðra eins vitleysu? Og svo þarf borgin að splæsa í kampavínsbörur af því að Ingibjörg Sólrún á afmæli???? Hvað er þetta eiginlega?

Gæti stundum alveg misst vitið við að lesa svona hluti, held að skapsins míns vegna væri stundum betra að ég fylgdist ekki með fréttunum!

Café au lait

Rakst á minningarbrot hjá Önnu um Café au lait. Café au lait mun ávallt lifa í minningu minni sem besta og skemmtilegasta kaffihúsið fyrr og síðar. Ég var niðurbrotin á sál og hjarta þegar að ákveðið var að loka því. Hver man ekki eftir ristuðu langlokunni sem maður borðaði með Dijon sinnepi? Eða endalausu fríu áfyllingunum af kaffi, stundum drakk ég 10 kaffibolla yfir daginn og kom út alveg stjörf. Það var eiginlega öruggt að ef maður fór þangað þá hitti maður einhvern sem maður þekkir. Oftast sat Ólöf þar og spáði í speki Cosmo eða spilaði Kana við hin ýmsu fórnarlömb. Það máttu aldrei vera þrír við sama borð án þess að Ólöf kippti upp spilastokknum og spurði með eftirvæntingu í röddinni "eigum við að spila kana". Á þessum tíma gat ég ekki gert upp við mig hvaða tegund af sígarettum ég reykti, reykti það sem sá sem við hliðina á mér reykti (mjög sjálfstæð manneskja) og því reykti ég ýmist grænan Moore (sem verður þó alltaf mesti viðbjóðurinn) eða Viceroy sem Ólöf reykti á þeim tíma. Mér fannst ég mesti töffari í heimi og ótrúlega fullorðin en eins og Anna benti á, þá hefur starfsfólkinu eflaust fundist það vera að vinna á leikskóla því að við vorum enn í grunnskóla þegar að þetta allt var. En það var rembst við að vera fullorðinn, jafnvel reynt að mæta snemma á föstudagskvöldum í von um að manni yrði gleymt og maður gæti setið fram að miðnætti eða jafnvel lengur, það virkaði bara fyrir suma, en ég held nú reyndar að sú manneskja hafi átt vingott við starfsmann einn. Þjónustufólkið sem eflaust hefur ekki þolað okkur urðu í mínum huga icon...María var eins og mamman, Bjarni eins og pirrandi stóribróðir o.s.fr. Meiri vitleysan. Eitt sem ég get tengt við öll tímabilin eftir 14 ára. Á hverju og einastsa þeirra fannst mér ég vera orðin fullorðin en um leið og ég labba út úr því hef ég áttað mig á því hvað ég var mikið barn....ætli það haldi áfram?

2 hljóðfræðipróf í dag, sem hlýtur að teljast ótrúlega spennandi en jafnframt síðasti skóladagurinn. Svo er afmæli í kvöld, Gaelle verður 23 ára... :) Veit ekki hvað ég geri þegar allir frakkarnir mínir fara heim, ég á eftir að sakna þeirra mikið...Denis kemur reyndar aftur í haust og vonandi Letitia líka....!

Tuesday, April 12, 2005

Málfræðingurinn Sif

Já, það kom sjálfri mér á óvart en ég er að ná ótrúlega góðum tökum á málfræðinni...er mjög spennt yfir þessu öllu saman þar sem það hefur alltaf verið minn veikasti punktur í tungumálum. Fékk 9,2 á málfræðiprófi sem er fjandi gott þannig að ég er bara mjög hress. Hélt áfram lesningu minni á Gide og er frekar svekkt út í ímyndina sem hann hefur á konum. Hingað til hafa konurnar sem hann skrifar um í þessari bók verið ýmist konur sem halda framhjá, kaldlyndar tæfur eða grenjandi aumingjar. Ekki furða að maðurinn var samkynhneigður ef þetta er álit hans á konum. Sagan minnir mig ótrúlega mikið á The Importance of being Earnest eftir Wilde sem kom samt fyrst út 1895 sem er löngu á undan þessari...hvað um það.

Svo er kominn út nýr MSN messenger og hann er æði, hægt að senda allskonar sniðugt og skemmtilegt þannig að allir að updata hann hjá sér.

Nýja serían af 24 er ótrúlega spennandi...svo miklu betra en síðasta season. Ætla ekki að láta neitt uppi hér samt þar sem ég er á undan því sem er verið að sýna hérna heima en sem betur fer er vælandi dóttir hans horfin úr myndinni. Eitt verður samt að minnast á að verstu svikararnir í þessum þáttum eru alltaf konur, gegnumgangandi í seríunum að það er einhver stór svikari sem enginn veit af, í fyrstu var það konan sem endaði á að drepa eiginkonu Jack, í annarri var það eiginkona forsetans og í þriðju var það einhver kona líka ef ég man rétt og svo núna er svikarinn líka kona...úff...ég er farin að hljóma ískyggilega mikið eins og femínisti, farin að veita þessu mikla eftirtekt. Verð að skoða það eitthvað nánar.

Monday, April 11, 2005

Alvarleiki lífsins

Síðasta kennsluvikan og eins gott að fara að hífa upp um sig brækurnar. Í tilefni þess heimsótti ég bókhlöðuna í dag og sat þar aðeins og las um hljóðfræði og svo hann André Gide minn sem er eiginlega uppáhaldshöfundurinn af því sem ég hef verið að lesa í vetur. Hann er alveg á mörkum þess gamla og nýja í frásögn og alveg ótrúlega samkynhneigður. Bókin sem ég er að lesa heitir The Counterfitters og er sannkölluð "gay lesning" því það er annar hver maður samkynhneigður og eins og gefur að skilja var hann sjálfur samkynhneigður. Hann giftist samt náfrænku sinni en átti þó alla tíð í opinskáum samskiptum við karlmenn. Man ekki í augnablikinu hver var þekktastur af þeim, það var eitt stórt nafn sem kom við sögu í þessu öllu saman... En allavegana samlífið á hlöðunni er alltaf eins. Fólk að pískra í öllum hornum sem í raun er meira pirrandi en ef fólk myndi bara tala í venjulegri tónhæð...fólk hlaupandi um með síma sem það hvíslar í "bíddu aðeins" o.s.fr. Gotta love it!

Fór í bíó á föstudaginn á Kvikmyndahátíð, sá Maria full of Grace og hún er bara alveg rosalega góð. Fékk mér bæklinginn fyrir hátíðina og sá að það eru ótal áhugaverðar og spennandi myndir og ætla mér að fara allavegana einu sinni í viðbót á hátíðina og svo vonast ég til að sjá hinar myndirnar eftir öðrum leiðum. Finnst ótrúlegt að selja aðgang á myndirnar á 800 krónur...finnst það alltof dýrt og eini aðri möguleikinn er að kaupa 10 miða aðgang á 5000 krónur en þar er bara einn miði á hverja mynd þannig að maður getur ekki nýtt það fyrir tvo og ég held að 10 myndir séu aðeins of mikið. Vildi óska þess að það væri ódýrara að fara í bíó...ég veit að ég myndi fara oftar ef svo væri og án efa myndi niðurhal minnka til muna. Mæli með að allir kíki á þetta og velji sér eina góða mynd til að sjá.

Er búin að liggja í Felicity og verð að segja að mér finnst það bara helv. góðir þættir. Þeir eru vel leiknir og raunverulegir... ég hafði eiginlega ekkert séð af þeim þegar þeir voru í gangi hérna. Elska seríur eins og áður hefur komið fram, en þó skal tekið fram að ég lifi mig alltof mikið inní þetta, geðsveiflur alveg hægri vinstri og ófá tár sem spretta fram við minnsta áreiti. Viðkvæm sál þó það sjáist kannski ekki um of.

Friday, April 08, 2005

Tímabilin

Í mat hjá tengdó áðan rifjuðust upp fyrir mér ákveðin tímabil í lífi mínu:

Kaþólska tímabilið: Gekk 200 km pílagrímaleið til Santiago de Compostela, fór í messur daglega í marga mánuði og var altarisstúlka, fór í kaþólska trúfræðslu, söng í kaþólskum kór og íhugaði að skipta um trú. Hætti við vegna þess að ágreiningurinn um getnaðarvarnir, fóstureyðingar, samkynneigða og fleira gerði mig brjálaða.
Píanó tímabilið: Lærði á píanó í 7-8 ár...ekkert situr eftir nema að ég get nokkurnveginn lesið nótur.
Lambrusco og AbFab tímabilið: Ég blómstraði sem faghag, drakk lambrusco og moscato og horfði á abfab...Ingi gekk með plastgleraugu til að gera sig gáfulegri og ég átti buffalo skó
Halli og Brynjar tímabilið: Strákar sem ég hékk með ásamt Sóleyju vinkonu, Halli átti hvíta toyotu og við vorum alltaf á rúntinum í bílnum hans. Á sama tíma eignaðist ég minn fyrsta gsm, motorola slim line sem fylgdi mér í þrjú ár. Fínasti sími.
Benidorm eftirköstin: Í langan tíma umgekkst ég nánast eingöngu fólk sem hafði verið með mér á Benidorm.. fór í afmæli til óðra selfyssinga, rifjaði upp fylleríssögur og fólk hét ekki eðlilegum nöfnum heldur: Kókópöffs, Duglegur, Smiley, Orlof, Addi róni, Eddi eðla o.s.fr. Eyddi löngum stundum í rauðum ford ka sem er of lítill til að maður eigi að eyða tíma þar, og fór með fólki í klippingu á selfoss, bara til að rúnta til selfossar....hugsa oft til þessa tímabils...þvílíkt rugl. Einu sinni horfði ég líka á fallhlífarstökk, sendi sjálfri mér blóm í anda clueless til að gera strák afbrýðisaman og átti yfirhöfuð stórleik. Mér til afsökunar: Ég var 17!
Prikið tímabilið: Talaði opinskátt um mín hjartans mál við hvern þann sem á vegi mínum varð á prikinu, drakk alltof mikinn bjór, gekk í undarlegan klúbb þar sem keppnisbúningurinn var keyptur í topshop, ég og Herborg áttum eins búning. Svaf í sama rúmi og stelpa samfleytt í fimm mánuði og hún var svo uppfærð í Arnar.

og þannig gæti ég nefnt fleira eins og Wicca tímabilið...Frakklands tímabilið , útideildartímabilið.o.s.fr. Fyndið hvað lífið er í raun kaflaskipt. Allt hægt að flokka niður eftir ákveðnum þemum og það eru ákveðnar manneskjur sem einkenna þau líka, ákveðnir vinir sem spila stór hlutverk sem jafnvel eru ekki vinir manns lengur. God hvað ég er samt fegin að þessi ár eru búin eins skemmtileg og þau voru samt. Maður var alltaf að leita að einhverju.

Virkar þetta núna?

Búið að vera eitthvað meiriháttar rugl á blogger....skil ekkert í þessu...vonandi er þetta komið í lag núna....annars er föstudagur og kvikmyndahátíðin er að byrja. Spá í að fara í bíó í kvöld, fullt af myndum sem mig langar til að sjá....allavegana A hole in my Heart, Mala education, Maria full of Grace og hugsanlega Motorcyclediaries.

Tuesday, April 05, 2005

Ritgerður hefur lokið störfum

Já, það er satt, ég er búin með blessaða ritgerðina...sem betur fer, orðin hálfsturluð af þessu. Skellti mér í eitt málfræðipróf svona til að hressa mig við og verð bara að segja að ég er andlaus eftir daginn. Þriðjudagar byrja nefninlega alltaf á frekar þungum tímum...svo kom þetta próf og svo er ég búin að vera að fínpússa ritgerðina. Er orðin nokkuð ánægð með þetta og er að vona að kennarinn sé að ná mér. En nú er lítið eftir nema að byrja að stressa sig fyrir prófin. Við eigum bara þessa viku og næstu eftir í kennslu og svo byrjar fjörið. Að auki verðum við að leika barnfóstrur því tengdó er á leið til Ítalíu þannig að það verður hressandi.

Er í miklum pælingum um tilveruna þessa dagana og framtíðina. Er bókmenntafræðin málið eða ekki, hvað á ég að gera við menntunina mína, hvað með framhaldsnám....og hvernig eignast ég meiri peninga...er skítblönk með meiru....og bráðum kemur að Parísarferðinni. Á ég að fara til Frakklands í Erasmus....og hvað ætti þá Arnar að vera að gera á meðan o.s.fr. Lífið er eitt stórt spurningarmerki.

Æjá...og svo kom veturinn bara aftur. Misskildi þetta eitthvað og hélt að það væri komið vor, en hefði svo sem mátt vita betur...það kemur alltaf eitt svona kuldakast í viðbót þegar að maður heldur að þetta sé loksins búið... love this country!!!

Sunday, April 03, 2005

Rossopomodoro

Fórum út að borða í gær með vinum. Ákváðum að skella okkur á Rossopomodoro á laugaveginum því við höfum aldrei farið þangað. Það reyndist slæm ákvörðun. Í fyrsta lagi eru ótrúleg læti á staðnum, maður þarf að hafa sig allan við til að heyra það sem manneskjan á móti manni er að segja. Í öðru lagi er skipulagið á staðnum ömurlegt. Aðalréttirnir hjá Arnari og Frikka komu og okkur Sóley sagt að við þyrftum að bíða eftir pizzunum okkar. Svo liðu næstum 15 mínútur og strákarnir voru búnir að borða þegar að pizzurnar okkar komu á borðið. Hélt að þetta væri brandari. Svo tók það klukkutíma að fá eftirréttina. Fyrst var komið með ís á heitum disk fyrir Sóley þannig að ísinn var þegar hálfbráðnaður þegar hann kom á borðið. Þá var komið með annan ísskammt fyrir mig en ég hafði pantað köku. Svo kláraði Sóley ísinn sinn og gott betur og 15 mínútur liðu þangað til að kakan mín skilaði sér. Með henni var annar ísskamtur en við pöntuðum hann ekki og svo var komið tvisvar sinnum í viðbót með einhverja eftirrétti sem áttu ekki að fara á okkar borð. Svo var reikningnum hent í okkur en enginn kom að sækja greiðsluna...þannig að við þurftum að standa upp og fara með hann til þeirra. Eini ljósi punkturinn var að við fengum kokteila og bjór á borðið eftir matinn....Frikki spurði hvort hún ætti eitthvað gott romm og hún sagði, romm hmm....við eigum SMIRNOFF !!!????? Þá ákvað Frikki að fá sér bjórinn frekar.

Svo fórum við á Svarta kaffi og drukkum meiri bjór og svo í partý og drukkum meiri bjór og svo meira rauðvín og svo meiri bjór og enduðum á því að verða bara andskoti full og fórum bara heim í leigara.

Borga fyrir þetta í dag þar sem Ritgerður hefur farið í verkfall. Á eftir að skrifa eina og hálfa bls en heilinn tómur. Skil ekki hvað gerðist. Þannig að dagurinn hefur farið í annarskonar sukk, leggjerí, pizzuát og Friends gláp...allt mjög notalegt. Sendi ritgerðina til mömmu í þeirri von um að hún geti komið með einhverja nýja ferska innsýn á málið fyrir mig....MAMMA HJÁLP!!!

Og svo á Herborg sumsé afmæli eins og sést...en á engan síma þannig að ég kann ekki að hringja í hana til að óska henni til hamingju. Svona er þetta....hún allavegana sér að ég hugsaði til hennar næst þegar hún kemur á netið...

og já...helgin er búin að vera yndisleg í alla staði...draumur í dós....hótelið var frábært, maturinn þeim mun betri, félagsskapurinn bestur. Svo fór yndislegi maðurinn minn með mig í gær í smáralindina, gaf mér afmælisköku og fór með mig og keypti föt og eyrnalokka....mmmmm....yndi!!!!

Til hamingju með afmælið Herborg

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Herborg, hún á afmæli í dag.

24 afmælisárið er fínt ár, njóttu!

Friday, April 01, 2005

Rómance í loftinu

Við ætlum að leggja í hann klukkan þrjú, búin að panta mat hjá Yndisauka og ég hlakka svo til. Ætla að henda mér í Ríkið og kaupa eins og eina rauðvín til að taka með okkur uppeftir.

Ritgerðin er heldur betur komin á gott flug, ég er komin með næstum 8 bls af 10 og þessar tvær sem eru eftir verða ekkert mál því ég er búin að ákveða hvaða efni verður þar. Vona bara að móðir mín verði sammála um ágæti hennar þegar að hún prófarkales fyrir mig.

Annars byrjaði ég morgunin á ansi undarlegan hátt...fór niður í JPV í morgunkaffi sem er alltaf á föstudögum og væri ekki frásögur færandi nema að á móti mér tók töframaður sem hélt fyrir okkur töfrabragðasýningu...ótrúlega öðruvísi en það er nú líka 1.apríl!

Hef verið að fylgjast með þessu af miklum áhuga. Verð að segja að mér finnst þetta heldur betur vera í hag konunnar og fjölskyldunnar, hugsið ykkur að vera með lífið á pásu í 15 ár, þú ert ekki skilinn en konan þín er búin að vera í dái og því ekki eins og þú sért giftur í strangasta skilningi, lífið er bara í biðstöðu eftir að eitthvað gerist. Og bara Bushinn að blanda sér inní þetta eins og hann hafi ekki meira að gera, ótrúlegt hvað verður að stórum málum í USA meðan önnur mál taka minna pláss sem eru mun stórvægilegri.

En annars segi ég bara góða helgi!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?