Sunday, November 27, 2005

Helgin, 9urnar og fleira!

Hefði ekki þurt að hafa svona miklar áhyggjur af fyrirlestrinum, fékk 9 fyrir hann :) Er frekar sátt.

Vaknaði upp við vondan draum í gærmorgun, hafði fengið 5 fyrir ritgerðina mína um hana Mélusine sem ég var ekki að sætta mig við, spurði síendurtekið kennarann hvort ekki væru um mistök að ræða og þetta ætti að vera 9a. Sjáum hvað setur því ég fæ hana til baka á morgun.

Einkannir annarinnar eru því undarlegar, það eru þrjár níur og svo ein 6,3. Svo í næstu viku fæ ég tvær einkannir í viðbót þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig þetta kemur út með 50% vinnu og nemendafélagi.

Tók hugtakið "shop till you drop" alveg í orðsins fyllstu merkingu í gær í fríðu föruneyti móður minnar. Við komum, sáum og sigruðum. Árangurinn lét ekki á sér standa, ég kom heim með tvenn pör af skóm, þrenna boli, eitt pils, tvennar buxur, fancy sokkabuxur og tvenna nýja augnskugga. Er með gullskó frátekna í skóbúð og er að láta mig dreyma um að kaupa þá líka og fullkomna skósafnið þar með fyrir jólin. Í tilefni af þessu hefur morguninn farið í að taka til í fataskápnum. Ég á föt úr fatastærð 36 og uppúr. Góðan slatta af fötum í stærð 10-12 sem var stærðin eftir Frakkland, enn meira af fötum á bilinu 14-16 sem var stærðin eftir fyrsta árið mitt í sambandi og enn meira af fötum í stærðum sem ég kæri mig ekki um að hafa eftir en finnst soldið fyndið að eiga svona mikið af fötum. Er búin að sortera í rusl, kolaportsbúnka og svo föt sem ég ætla að máta þegar ég kemst í þá stærð aftur til að sjá hvort ég fíli þau ennþá. Ég á í raun nóg af fötum til að fylla fataskápinn minn þrisvar í augnablikinu. En skórnir, það er sko það besta með skóna að þeir passa alltaf á mann ( nema reyndar 4 pör af stígvélum sem passa ekki utan um ökklan á mér í augnablikinu og bíða mín ). Þess vegna held ég að ég eigi svona mikið af skóm, því þó að fatastærðirnar hafi flökt í gegnum árin hefur skóstærðin haldið sér! Anywho....lífið er bara helv. gott. Fór í afmæli í gær, hitti vinkonurnar og spjallaði um heima og geima....töff tímar framundar með miklum lærdómi og enn meiri vinnu en svo koma líka jólin og með þeim 2 sætar franskar stúlkur sem ætla að skemmta mér milli jóla og nýárs. Og svo gamlárspartý á Klepparanum að vanda! Nóg að gerast.

Ætla að taka til meira!


btw...viljið þið ekki kaupa einhvern dýrindis varning af mér? skeini, eldhúspappír, gæðapappír, plastpoka af öllum gerðum, jólakort eða jólapappír? Svo er einnig í boði allar bækur JPV með 15% afslætti innpakkaðar og fínerí!???

Wednesday, November 23, 2005

How to go out with a bang?

Er að vinna fyrirlestur sem ég ætla að flytja á morgun um eitt af Pléiade skáldunum. En hvernig skal fyrirlestur endaður þannig að hann skilji áheyrandann eftir fullan af áhuga o.s.fr.?

Ég hef nefninlega alltaf endað fyrirlestra einhvernveginn þannig að segja fólki " Jæja, núna er ég búin" í von um að þau annað hvort spyrji spurninga eða klappi svo ég sé laus allra mála en ég uppgötvaði nýverið að það þykir ekki smart endir á fyrirlestrum. So what to do?

Thursday, November 17, 2005

Afmælisbarn dagsins!


Uppáhaldsmanneskjan mín, AHG er 25 ára í dag!!!!!

Friday, November 11, 2005


Tuesday, November 08, 2005

Ekki meira en það?

You Are 50% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!
How Weird Are You?

Friday, November 04, 2005

Í heimi þagnarinnar!

Hvar er hann, þessi heimur þagnarinnar? Auðvitað Þjóðarbókhlaðan, hvað annað. Dásemdin ein því minn heittelskaði kom mér á HI netið og nú get ég setið hér, þóst læra en í raun surfað um netið. Væri raunhæft ef ég kynni að sörfa um netið. Skoða bloggsíður og pirra mig á sinnuleysi vina og vinkvenna, hirðuleysi mikið ríkir á bloggsíðum landans. Þaðan fer ég á mbl.is og les slæmar fréttir um óeirðir og ljótar fuglaflensur, svo skoða ég HI póstinn minn sem tilkynning mér menningarlega fyrirlestra sem ég get ekki sótt sökum menningarlegrar minnimáttarkenndar minnar og þá er ekkert eftir nema að skoða stöðuna á bankanum sem ég reyni yfirleitt að forðast í lengsu lög sökum slæmrar samvisku í eyðslumálum. Og þar með líkur tilvist minni á netinu.

Fór tvisvar í bíó í vikunni sem er mögnuð tölfræðileg staðreynd miðað við hinar vikur ársins. Sá Assassination of Richard Nixon og ákvað að Sean Penn væri með betri leikurum og svo sá ég In her shoes og ákvað að vera skotin í Toni Collette úr Muriels Wedding. Myndirnar mjög ólíkar en báðar höfðu jákvæð áhrif á sálartetrið mitt sem þjáist þessa dagana af stressi og álagi og í svo miklum mæli að ég nenni engu! Nema kannski að horfa á One Tree Hill þar sem stærsta áhyggjuefnið er hvort Dan verði borgarstjóri og hvort hjónin nái saman á ný, nótabene eru þau gift á lokaári í High School sem samræmist ekki alveg siðum okkar hér í Vestrænu löndunum.

Æjá...svo er föstudagur, tvö partý í dag og bæði eru tímasett fyrir kl 20.00 sem er undarlegt á föstudegi en svona eru menningarvitarnir!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?