Thursday, June 29, 2006

Áfram víkingar

Já, við ætlum samt í útilegu og stefnum á að taka þetta veður í nefið, ekki spurning. Verð í Fossatúni um helgina hjá Steinari Berg, allir velkomnir sem vilja koma.

Wednesday, June 28, 2006

Úti um útileguna?

Þó það sé sól úti í augnablikinu hef ég lagst í þunglyndiskrampa yfir íslensku veðurfari. Ástæðuna má sjá hér eða hér eða hér

Eins og gefur að skilja er verið að taka til íhugunar fyrirhugaða útilegu frönskudeildarinnar, við erum alltaf til í ævintýri en hvenær verður það of mikið af því góða? Það er spurningin!

Tuesday, June 27, 2006

Mér finnst rigningin góð...

Ójá, það má ýmislegt gera í rigningu. Mér hafði hinsvegar aldrei komið til hugar að skokka, gera armbeygjur, froska, hnébeygjur, hopp, skopp og svo magaæfingar í rigningu á blautu malbiki.

Ég var ekkert smá stolt þegar að æfingunni lauk og ég hafði gert það sem mér var sagt að gera, stundum náði ég ekki að gera það jafn oft og aðrir en ég kláraði málið þó ég væri svoleiðis rennandi blaut í gegn og hægt að vinda öll fötin mín. En vá hvað ég var líka búin þegar við komum heim. Úff

Svo var yours truly bara í blaðaviðtali áðan, spjalla við ferðablað moggans um ferðina til Túnis og svona. Já, maður er frægur!

Wednesday, June 21, 2006

Ótrúlegur dugnaður


Í gær byrjuðum við Arnar á 12 vikna námskeiði hjá BOOTCAMP og það var ekkert smá erfitt en mjög gaman. Hef á tilfinningunni að maður eigi eftir að svitna eitthvað í sumar.

Líkaminn er svolítið aumur núna, harðsperrur og huggulegheit þannig að í hádeginu skellti ég mér í sólinni í sund á Seltjarnarnesi, sú laug er algjör snilld, vá hvað hún er flott. Sturturnar svo góðar, næstum því of góðar eins og Frikki sagði um helgina. Mæli með henni. Finnst ég svo healthy núna með harðsperrur allsstaðar, meira að segja í maganum... ;)

Tuesday, June 20, 2006

#$%#&//%&

Hafið þið reynt að tala við %$#&""#$% skattinn??? Ég hallast að því að þetta séu eintómir pappakassar. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig það er hægt að senda mann síma á milli vegna þess að enginn veit neitt og þeir vita ekki einu sinni hver veit hvort einhver viti. Og svo er þessu PAPPAKÖSSUM borgað laun eins og það sé fullkomlega eðlilegt.

Mér er hreinlega spurn hvað þetta fólk gerir allan helv liðlangann daginn?

(Varð bara að blása smá út, þetta er örugglega vænsta fólk)

Monday, June 19, 2006

Loksins!

Loksins kom að því!

Til hamingju með bleika daginn :)



Sveitasælan







Eftir yndislegt föstudagskvöld í góðra vina hópi ákváðum við að skella okkur út í sveit með Frikka, Sóley og Tímon. Hittum þau á Skógum, fengum okkur smá göngutúr og svo grillaði Frikki handa okkur. Svo var keyrt í Sólheimahjáleigu en þar gistum við í bændagistingu (Jóna Sólveig frönskupía er uppalin þar). Svo fórum við í splunkunýju sundlaugina í Vík, keyrðum upp á Reynisdranga og loks grilluðum við kvöldmat á bænum. Yndislegur dagur og geggjað veður.

En það besta beið enn því í gær keyrðum við svo inn í Þakgil og eyddum deginum þar í sól og yndi. Við komum töluvert áður en brúðkaupið hófst, grilluðum okkur og keyrðum þarna um, löbbuðum og hentum okkur svo í sturtu hjá þeim. Svo hófst brúðkaupsgleðin, yndislegt brúðkaup, ofurrómantískt, hellirinn skreyttur með kertum og brúðhjónin stórglæsileg. Það var allt svo afslappað og notalegt... alveg yndislegt bara!

Segi bara TIL HAMINGJU ELSKU BRÚÐHJÓN!!

Saturday, June 17, 2006

Enduruppgötvun

Í vetur hafði ég aldrei tíma til að gera neitt. T.d. hafði ég aldrei tíma fyrir vini mína. Það er yndislegt að þó það rigni, þá er samt sumar og ég get gefið mér tíma fyrir vini mína.

Bauð skemmtilegu fólki í kvöldmat, gaf því lasagne og súkkulaði fondue í desert og svo tókum við félagarnir í spil eins og Sóley orðaði það svo skemmtilega fyrir löngu síðan. Arnari var algjörlega rústað í Partý og co og hann heldur að spilinu hafi verið riggað... en hann er bara svona lélegur... ;)

Á morgun verður svo haldið úr bænum í góðra vina hópi. Jóna Sólveig sæta ætlar að hýsa okkur í eina nótt og við ætlum að skella okkur í brúðkaup í helli...trúi því varla en það er loks komið að því, þau eru að fara að gifta sig elsku Drífa og Árni, það yndislega fólk! Hlakka til að sjá þau ganga í hnapphelduna, finnst ég alltaf eiga soldið í því sambandi...!

Wednesday, June 14, 2006

Hvað er málið?

Lét mér detta í hug að fara í smá útilegu um næstu helgi, svona í tilefni þess að ég er að fara í bryllup á Vík á sunnudaginn. En að sjálfsögðu, sjálfsögðu er veðurspáin þannig að það verður vafalítið ekki líft í tjaldi. Þar með er úti um útileguna.

Það liggur köttur hérna á borðinu hjá mér, ansi heimilislegt en hann hefur það svo svakalega notalegt að mig langar bara að hringa mig utan um hann og leggja mig með honum....hvernig ætli það sé séð á vinnustað?

Tuesday, June 13, 2006

Blekkingarleikur

Þrátt fyrir sólina hérna úti er samt skítakuldi. Skalf á beinunum alla leiðina í vinnuna á reiðfáknum mínum!

Hvað eigum við að gera í sumar? Viljið þið koma í útilegu?

Vorhreingerningin

Ákvað að taka aðeins til í linka listanum mínum hérna til hægri, snyrta þetta aðeins og taka út blogg sem eru óvirk og setja inn önnur sem eru virk og svo bætti ég líka inn litlu englunum sem ég þekki.

Ef mig vantar einhverja skemmtilega linka megið þið láta vita.

Monday, June 12, 2006

Nokkrar myndir






Eins og áður kom fram var haldið myndakvöld Túnisfara og langaði bara til að sýna þeim sem hingað reka inn nefið örfáar myndir þaðan, bara svona til að sýna ykkur andrúmsloftið þar!!!

Fallega sumarveðrið

Já, þegar það er svona ljótt og leiðinlegt veður úti, þá þrái ég ekkert heitar en að vera undir sæng í sófanum mínum að horfa á imbann og jafnvel með kertaljós svona til að gera enn meira rómó. Styttist í að klukkan verði 17.00 og að ég geti gert nákvæmlega þetta.

Hvað á ég eiginlega að hafa í kvöldmatinn, þoli ekki þetta...!

Þreyttari á mánudegi en föstudegi!

Það kemur ekki oft fyrir að ég sé þreyttari á mánudegi en föstudegi en það kemur þó oftast fyrir á sumrin. Þessi helgi var tekin á stífu prógrammi en var jafnframt alveg ótrúlega skemmtileg.

Föstudagskvöldið var í faðmi Túnisfara, myndakvöld og svona smá reunion. Allir svo ánægðir og glaðir með ferðina og ekki skemmdi fyrir að ég fékk pakka frá förunum sem þakklætisvott fyrir skipulagninguna, alvöru Champagne og alles. Það var nú kannski drukkið helst til mikið, svona miðað við að dagskrá næsta dags átti að hefjast kl 10.30 og standa allan daginn.

Já mikið rétt, hún Drífa sæta er að fara að gifta sig um næstu helgi og við gæsuðum hana á laugardaginn. Ótrúlega sem mér finnst gaman að gera þá stúlku glaða, hún var eitt bros allan daginn og það var yndislegt. Við sendum hana í listflug, lunch, lúxus fótsnyrtingu, smá sprett í Kvennahlaupinu og áritun á bringuna hjá Snorra Idol, útileikjamót einhleypra og ógiftra kvenna í Öskjuhlíðinni, singstar partý og svo út að borða á Ítalíu. Héldum henni vel hífaðri allan daginn en aldrei þannig að henni liði illa. Ég skildi við hana svo í innfluttningspartý hjá Frikka og Sóley með eplasnafsflösku og stórt bros á vör og fór heim í háttinn, enda búinn að berjast við þynnkudjöfulinn allan daginn og á leiðinni að verða guðmóðir daginn eftir :)

Litla prinsessan var svo sumsé skírð í gær. Ég er guðmóðir hennar og ofsalega stolt af því hlutverki. Svo segir presturinn "hvað á barnið að heita" og eftir að foreldrarnir sættust á það hvort þeirra ætti að segja nafnið kom í ljós að litla daman heitir GUÐRÚN KLARA EGILSDÓTTIR og mamma stóð við hliðina á mér og bara táraðist alveg rosalega yfir því að vera búin að eignast nöfnu og ég klökknaði eiginlega líka en reyndi nú samt að halda andlitinu. Finnst þetta ofboðslega fallegt og yndislegt og passar vel saman Guðrún Klara en Klara er tekið úr fjölskyldu Þórhildar. Kristján Dagur verður samt örugglega svolítinn tíma að melta nafnið. Pabbi hans spurði hann hvað presturinn hefði sagt að systir hans héti og þá sagði hann "Solla Stirða". En restina af deginum skiptist hann á milli þess að segja að hún héti SIF og svo kúkalabbi. Ég kýs að setja það ekki í neitt samhengi. Hann er nú búinn að dreifa því víða að hún heiti Sif, það er tíðrætt á leikskólanum MÚHAHAHA. En sumsé, hún á nafn og svona líka fallegt nafn.

Góð helgi en vá hvað ég var lúin í gær, West Wing sunnudagur og notalegheit.

Friday, June 09, 2006

Í dag...

... er ég þakklát fyrir að Arnar er ekki fótboltafrík :)

Tuesday, June 06, 2006

Komin heim ´úr eyðimörkinni

Er ekki kominn tími á smá öppdeit?

Við erum sumsé komin aftur heim (fyrir viku síðan) og höfum legið í flensku og hóstaköstum síðan. (Arnar pakkaði bronkítis ofan í töskuna á leiðinni heim alveg óumbeðinn).

París var yndisleg, við fórum til Versala sem mér fannst mögnuð upplifun, svo heimsóttum við Louvre, röltum borgina þvera og endilanga, pikknikk í Lúxemborgargarði, mýrin, bjórinn o.s.fr. Við gistum í góðu yfirlæti hjá henni Gaelle vinkonu okkar þar til hópurinn kom en þá færðum við okkur yfir á hótel.

Túnis var yndisleg, hitabylgjan skall á um leið og Gallíu félagar lentu og við eyddum því viku í 40 stiga hita og oft meira (mælt í skugga skal tekið fram). Margt sem kom á óvart, t.d. hversu vestrænt þetta er alltsaman en samt með svona arabískum blæ.

Fyndnasta mómentið var án efa í miðri Sahara eyðimörkinni á úlfaldabaki og Guðni sat fyrir framan mig og blaðraði í farsímann sinn til Íslands. Já, í Túnis er alls staðar símasamband.

Við fórum sumsé eyðimerkurferð, í siglingu, gönguferð dauðans, hjólaferði dauðans, kynntumst guide dauðans, gistum á hóteli dauðans, með mati dauðans og fleira í þeim dúr. En þetta var mikil ævintýraferð og hópurinn er frábær og svo skemmtilegur að ég vil endilega halda áfram að ferðast með þeim.

H&M var tekin í bakaríið ósofin eftir flugið frá Túnis til P. Fyrst fór ég meðan strákarnir drukku í sig kraft og svo fór ég með þá eftir tvær rauðvínsflöskur og hjálpaði þeim að versla á sig. Öflug kona sjáiði til!

Heimkoman var góð, svona í 12 tíma, sérstaklega gott að sofa í rúminu sínu og borða íslenska pizzu og svona en svo tóku veikindin bara við og hafa hrjáð okkur síðan en það stendur allt til bóta og helgin er spennandi. Skemmtilegt planað fyrir hvern dag helgarinnar. Hlakka mikið ti á föstudaginn en þá er myndakvöld Túnisfara og það verður gaman að hitta alla aftur!

Nú er bara vinna í sumar, ef þið vitið um einhverja smá aukavinnu sem ég gæti unnið í sumar, helgar og á kvöldin, bara svona til að grípa í sem ég gæti fengið greidda án þess að ríkisvaldið komist að því, þá væri það vel þegið, því nú upphefst söfnunin fyrir Barcelona og ekki veitir af, leigan er svo dýr!

Svo er ykkur öllum boðið í mat til mín, hringið bara og fáið tímasetningu!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?