Monday, June 19, 2006

Sveitasælan







Eftir yndislegt föstudagskvöld í góðra vina hópi ákváðum við að skella okkur út í sveit með Frikka, Sóley og Tímon. Hittum þau á Skógum, fengum okkur smá göngutúr og svo grillaði Frikki handa okkur. Svo var keyrt í Sólheimahjáleigu en þar gistum við í bændagistingu (Jóna Sólveig frönskupía er uppalin þar). Svo fórum við í splunkunýju sundlaugina í Vík, keyrðum upp á Reynisdranga og loks grilluðum við kvöldmat á bænum. Yndislegur dagur og geggjað veður.

En það besta beið enn því í gær keyrðum við svo inn í Þakgil og eyddum deginum þar í sól og yndi. Við komum töluvert áður en brúðkaupið hófst, grilluðum okkur og keyrðum þarna um, löbbuðum og hentum okkur svo í sturtu hjá þeim. Svo hófst brúðkaupsgleðin, yndislegt brúðkaup, ofurrómantískt, hellirinn skreyttur með kertum og brúðhjónin stórglæsileg. Það var allt svo afslappað og notalegt... alveg yndislegt bara!

Segi bara TIL HAMINGJU ELSKU BRÚÐHJÓN!!

Comments:
Takk :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?