Saturday, April 22, 2006

Ég er letihlussa?

Það sem er óþolandi við að vera í skóla er að maður er með nístandi samviskubit allar þær stundir sem ekki er eytt í það allra nauðsynlegasta, sbr. svefn, næringu og lærdóm eða vinnu.

Á morgun segir sá lati....ég segi ekki á morgun heldur hinn....what does that make me?

Meðvirknin að drepa mig?!?

Fokk, ég er svo meðvirk!

Ætlaði að skrifa einhvern pistil um einhverjar pælingar sem vöknuðu á surfi um netheima en fattaði að ég er bara of meðvirk til að skrifa hann. Ein setning dettur inn í hausinn á mér en svo fer ég í að greina hana, verður hún misskilin, mun fólk halda að ég sé X, mun þessi verða sár og halda að ég hafi meint X og þannig hélt þetta áfram þangað til að ég eyddi þessum mother ******* pistli.

Það er stundum svo skratti erfitt að vera svona FULLKOMIN!!!!!

Friday, April 21, 2006

Afhverju sakna ég Frakklands svona mikið?


Wednesday, April 19, 2006

Einu sinni var...!




Sú var tíðin að ég var algjör lestrarhestur. Ég vann meira að segja verðlaun fyrir það hvað ég las mikið í Melaskóla. Eftir að ég byrjaði í Menntaskóla, þá hætti ég að lesa eins mikið og ég gerði og í dag les ég sama og ekki neitt. Ég gæti borið við tímaskorti, en samt finn ég mér tíma til að horfa á alla heimsins sjónvarpsþætti og nú er ég komin með algjöra minnimáttarkennd yfir því hvað ég les lítið. Samt tekst mér aldrei að koma mér almennilega á skrið aftur.

Nú skal verða breyting þar á og eftir helgina ætla ég að vera búin að lesa bókina sem ég ætla mér að þýða hluta úr.

Í dag er síðasti dagur vetrar....





Og veður konungur ætlar sér heldur betur að nýta hann því þegar ég horfi út um gluggann, þá er bara haglél!

Eins gott að þetta sé síðasta skotið því nú er kominn tími á smá sumar, ég nenni ekki meiru!!!

Tuesday, April 18, 2006

Fishounette




Fékk þessa mynd senda í gegnum MSNið áðan.... :)


Einn af mínum mörgu homma vinum. Ekki að ástæðulausu sem maður er stundum kallaður hommahækja!

Hvað ætli það sé sem geri hommahækju svona góða hommahækju? Hef oft velt þessu fyrir mér!

Monday, April 17, 2006

Afdrifarík helgi

Páskunum varið í faðmi fjölskyldunnar. Yngsti meðlimurinn að verða 3ja eins og kom oft fram og hann fór heim með farteskið fullt af nýjum orðum. Á meðal þeirra voru: kúkalabbi, pissudúkka og klikkhaus! Niðurstaðan er þessi: ég er pissudúkka, amma er kúkalabbi og afi er klikkhaus. Snáðinn er spidermann, pabbi hans er súperman og svo er mismunandi hver fær úthlutað batman og ef maður er í ónáð þá er maður ekkert nema grímsli!

Heimurinn er svo einfaldur!

Thursday, April 13, 2006

Ég á líka páskaegg naninanibúbú!

Haldiði ekki að JPV hafi unnið í leik páskaegg á línuna, og ekkert minnstu eggin heldur egg nr 7 frá Nóa sem er núna í skottinu og á leið í sveitina. Ekki að ég hafi gott af þessu enda í hardcore æfingarprógrammi núna en ætla með það í sveitina og bjóða einhverju góðu fólki uppá það með mér! Deila í stað þess að éta það allt ein! Þannig minnkar kaloríuinntakan!

Ég er að fá eitthvað menntaskólaskvís hérna heim í einkatíma í frönsku. Ætli við byrjum ekki á reglulegum sögnum sem enda á -er. Finnst það líklegast.

Ætla að kíkja á efnið og svona áður en hún kemur en langaði bara að segja Gleðilega páska!

Tuesday, April 11, 2006

Nennir maður þessu?

Held að mér finnist leiðinlegt að blogga, ætla aðeins að hugleiða þetta.

Ritgerðarefnið sem heldur mér í heljargreipum í dag er "Le bonheur est-il de ce monde" eða "Er hamingjan af þessum heimi" . Hélt þetta væri brandari þegar ég sá það en nei, alvara!

Árshátíðin flott, vel heppnuð, mikið stuð og mikið af fólki!

Ekkert annað frétta held ég! Skorradalur um páskana og almennt féleysi, afhverju vaxa peningar ekki á trjánnum? Afhverju kann ég ekki að fara með peninga?

Monday, April 03, 2006

The Uglies

Varúð, langt blogg!

Ójá, vaknaði í morgun með slæmt tilfelli af ljótunni. Vaknaði meira að segja kl 05 vegna slæmra draumfara...piff. En já, sumsé, með slæmt tilfelli af ljótunni, þurrkublettir, bólur og ómeðfærilegt hár ásamt því að öll betri fötin hengu blaut á snúrunni stuðluðu að því að mig langaði frekar að grafa mig langt undir sængina og koma ekki þaðan fyrr en ljótan hefði yfirgefið svæðið en sökum óstjórnlegrar þarfa kennara minna til að halda próf í tíma og ótíma þurfti ég að dröslast fram úr og í skólann. Einum latte, tveim cappuchinoum og skóla síðar var ég komin heim ofurþreytt en er ekki búin að fá neina kríu og er að reyna að plata Arnar til að koma í fyrra fallinu að lúlla...gengur ekki vel...bersýnilega þar sem ég er að blogga í staðinn fyrir að kúra! Piff!!!!

Btw...Búðir eru geggjaðar. Ekki bara var ég í stjörnufans alla helgina með Silvíu Nótt, Andreu Róberts og Andra Snæ heldur var besti félagsskapurinn þessi yndislegi maður sem vill ekki koma að kúra. Tilefnið var 5 ára afmælið. Undirritaður var samningur um 5 ár í viðbót ( á hverju afmæli er samið um sömu lengd ára til viðbótar við þau sem verið er að fagna ). Rómantíkin leynist í hverju horni á Búðum, borðuðum geggjaðan mat, alveg hiklaust topp tíu á Íslandi og þóttumst fara í gönguferð í hörku frosti og roki sem fer ekki svo vel saman. Fórum á trúnó með Silvíu Nótt, skáluðum í rauðvíni o.s.fr. Mæli með þessu. Var hundfúl að þurfa að fara heim í gær eldsnemma til að drösslast í lærdóminn en HÍ lætur ekki hæðast að sér!


Og í dag er 3. apríl. það þýðir að æskuvinkona mín hún Herborg Drífa er 25 ára í dag. Til hennar sendi ég jákvæða strauma á þessum degi sem kannski verður ekki besti afmælisdagurinn hennar og því höfum við ákveðið að slá honum á frest um viku! Samt sem áður, þetta er 22. afmælið hennar sem við erum vinkonur, hef þekkt hana að eilífu og finnst ég stundum þekkja hana betur en ég þekki sjálfa mig. Fylgst með henni og hún með mér og við meira eins og systur en nokkuð annað sem útskýrir afhverju þetta er stundum erfiðara en auðveldara en þannig er það með fjölskylduna manns að hún er það dýrmætasta sem maður á og því yfirgefur maður hana ekki þegar í harðbakkann slær heldur leggur á hjallann með þeim sem manni þykir vænt um....! En sumsé, ég sendi baráttukveðjur til einstökustu manneskju sem ég þekki sem kljáist ekki einungis við ellidrauginn sem knýr að dyrum! Hver annar gæti staðið af sér þennan hvirfilbyl en Herbert?

Ójá, maður verður bara væminn með ellinni!

Og að lokum, afmæliskveðjur til barnanna minna, Breki og Rikki urðu 5 ára í gær eins og við Arnar. Því miður var fjölskyldunni stíað í sundur snemma á æviskeiðinu vegna læknisfræðilegra ástæðna og því hef ég ekki einu sinni náð að kyssa þá til hamó með ammó en veit að stjúpforeldrarnir standa sig í stykkinu og örvænti því ekki!

Og alveg að endalokum, Einar Theódór segir að við séum ógeðsleg, við vorum alltaf að kyssast meðan hann var hérna og að hans sögn sögðum við mikið "baby baby" og þar fram eftir götunum. Ójá, gelgjan getur víst skollið á við 6 ára markið! Vil samt benda á að ég minnist þessi ekki að hafa sagt baby baby nokkru sinni við Arnar á þessum 5 árum!

Og allra allra síðast, eins og sést er ég í svefngalsa og ætla uppí rúm!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?