Tuesday, May 31, 2005

Í vinnunni

Fyndið að vera komin hingað aftur að vinna....ekkert breyst...sem er svosem eðlilegt. Er svona að koma mér inní gírinn, setja mig inn í málin og fá verkefni. Þetta er voðalega notalegt allt saman.

Því meiri tíma sem ég eyði hérna kemst ég að því að ég hef mikla ástríðu fyrir bókaútgáfunni, þetta heillar mig mjög mikið, mismikið samt eftir sviðum, þannig að hver veit nema að í mér leynist næsti JPV? Það hlýtur að koma að því að núverandi JPV verði að taka því rólega.

Enn er ein einkunn sem ég bíð eftir..kennarinn sá arna lætur bíða eftir sér með það eins og allt annað á önninni sem var að líða. Ég sakna þess að vera ekki í skólanum því mér finnst svo gaman að vera þar. En sumarið verður væntanlega fljótt að líða. Er strax byrjuð að skipuleggja útilegur og annað spennandi...stefnan tekin á frönskunemaferð fyrstu helgina í júlí. Allir áhugasamir velkomnir með sem boðflennur.

Sunday, May 29, 2005

Sveitin, kvebbin og bíóið

Fórum í bústað á föstudagskvöldið með Frikka, Sóley, Letitia, Gaelle og Denis og það var meiriháttar gaman. Hefði verið enn skemmtilegra ef ég hefði ekki verið með þetta helv. kvef mitt sem ég er enn að burðast með. Ég fann nefninlega ekkert bragð sem var mikil synd því það var setið og borðað í fimm klukkutíma með smá hléum inn á milli. Við elduðum fyllta sveppi, stórt salat, kartöflur, grillað lamb og svín, osta á milli og svo grillaðan banana inná milli og var fólk alveg búið á því þegar við kláruðum að borða í kringum eitt leytið. Útsýnið í sveitinni var yndislegt og allir voðalega ánægðir. Mikil fegurð í Skorradalnum, alltaf svo skemmtileg birta á vatninu og fjöllunum og svo er svo mikill gróður þar. Stoppið var samt stutt, fórum svo fljótlega eftir að við vöknuðum því Arnar var á leið í brúðkaup.

Í gær fór ég svo með Sóley og sá Monster in Law sem var bara ágæt alveg. Mér finnst þessar stelpu myndir bara alltaf ágæt afþreying þó þetta séu auðvitað engin meistaraverk. Svo fór ég bara heim til mín og beið eftir að kallinn kláraði brúðkaupið og sótti hann svo.

Í dag kveikti góða veðrið löngun til að kaupa grill...okkar grill er því miður orðið ansi ógeðfellt og engin lyst til að grilla á því lengur. Fórum og skoðuðum út um allt og endum eflaust á að kaupa broil king grill á morgun. Visa rað leysir málin!

Og á morgun byrja ég að vinna...veit ekki alveg hvort ég hlakki til....kannski smá....þetta verður allavegana mjög fínt. Vildi bara óska þess að ég hefði getað notað þessa viku meira, gert eitthvað skemmtilegt í staðinn fyrir að vera bara horhaus.

Og svo stendur Evrópa á öndinni, verður stjórnarskráin samþykkt í Frakklandi eður ei...hlakka til að sjá niðurstöðurnar úr.

Thursday, May 26, 2005

Pottþétt hermannaveikin!

Jæja, held að þetta sé örugglega hermannaveikin þannig að fólk þarf ekki að óttast smit.

Hef legið í rúminu í dag og glápt á Dawsons Creek sem mamma keypti handa mér í USA. Hef þess á milli drukkið vatn blandað með einhverjum ofur lyfum sem mamma fær hjá nuddaranum sínum og nálastungukonunni....hlýtur að lækna mig.

Á morgun ætlum við í Skorradalinn með þrjá frakka og tvo íslendinga, grilla góðan mat, drekka rauðvín og spjalla. Vona að bragðkirtlarnir verði vaknaðir af dvalanum þá svo ég fái notið matarins. Frakkarnir mínir fara heim eftir helgi og verður þeirra sárt saknað. Það verður undarlegt að tala ekki frönsku á hverjum degi í þrjá heila mánuði. Denis kemur aftur í byrjun september og þá ætti ég að geta tekið gleði mína á ný.

Ég byrja í vinnunni á mánudaginn, hlakka bara til, verður sérstaklega gaman að fá aftur tvo launaseðla útborgaða í staðinn fyrir einn, ekki veitir af til að borga visakvísa fyrir París! Svo dreymir mig um að bjóða Arnari til NY í afmælisgjöf þannig að verð að halda þétt á spöðunum til að ná því.

Wednesday, May 25, 2005

Í vafa

Í dag er ég í vafa um það hvort ég sé með fuglaflensuna eða hermannaveiki....en annað hvort hlýtur það að vera!


Drífa og Árni eiga nýtt barn, hana Urði Ósk Árnadóttur sem fæddist 16.maí!!! Hlakka til að sjá hana þó að ég fari ekki fyrr en mér er batnað...vill ekki smita hana. Og þó hún heiti Urður Ósk mun ég sennilega kalla hana Sif í huganum ;)

Og ég fékk 8,5 í málfræðinni þannig að ein einkunn eftir. Hingað til eru þetta þá ein 9, tvær 8 og svo ein 8,5. Ekki slæmt.

Tuesday, May 24, 2005

Heima er best?

Þá er ég almennilega lent hérna og verð að segja að ég væri alveg til í að fara út aftur. Fyrst að jafna mig á þessari hálsbólgu sem ég er með og svo bara pakka niður aftur, búin að þvo öll fötin og svona. Eins gaman og það er að vera á Íslandi, þá finnst mér eiginlega skemmtilegra að vera annarsstaðar, allavegana hluta úr ári. Menningarmunurinn er svo mikill og mér líður svo vel í frönsku umhverfi, smellpassa alveg inní það!

Gleymdi að minnast á hótelin okkar. Vorum nefninlega á tveimur hótelum, guidinn vildi absolut sýna okkur eitt hótel þarna en þar var bara laust tvær síðustu næturnar þannig að við skiptum í miðri ferð.

Fyrra hótelið leit vel út séð frá götunni. Hóteleigandinn var hinsvegar fúl kona sem hafði ekkert viðskiptasens. Herbergið okkar var á fimmtu hæð, sem er sumsé 6 hæð í íslenskum hæðum talið og engin lyfta...bara þröngir brattir stigar. Herbergið var svo pínkulítið en það var þó alltílagi. Það var klósettið sem var hræðilegt. Lyktin þar inni var ógeðsleg, svona myglufúkkalykt. Arnar fór fyrstur á klósettið og komst að því að þegar maður sturtaði, þá sprautaðist vatn út úr pípunum og út um allt. Einstaklega huggulegt. Skemmtilegasta átti samt eftir að koma í ljós daginn eftir þegar ég fór í sturtu. Klefinn var pínkulítill og með eldgömlu ógeðslegu sturtuhengi sem passaði svo ekki utan um þetta sturtuhorn olg því sprautaðist vatn út um allt. Sökum smæðar klefans var sturtuhengið sífellt að gefa manni ógeðslegt blautt kalt knús sem var algjörlega að óumbeðnu. Það var því hið mesta mál að snúa sér þannig að maður gæti haldið henginu frá sér en um leið haldið á sturtuhausnum því frakkar kunna ekki að hengja þá upp. Ummmmm....! Síðasta kvöldið fengum við svo heimsókn, tvær silfurskottur sem höfðu það notalegt í rakanum og svona.

Gleðin yfir að skipta um hótel var skammvinn. Fórum á eitthvað svona spes hópa hótel. Vissulega var umhverfið smekklegt en konan hélt rúmlega tuttugu mínútna fyrirlestur með reglum um hvað mætti ekki gera: Ekki tísta eftir 22, ekki koma heim mínútu yfir 01, ekki drekka áfengi inná herberginu, ekki gera þetta, ekki gera hitt o.s.fr. Síðar kom í ljós afhverju allar þessar reglur voru, við hækkuðum meðalaldurinn á hótelinu um ca 15 ár, þetta voru allt skólahópar. Sturtan þarna var glæsileg og ég eyddi miklum tíma þar en gallinn var að það var ekkert klósett inni, þau voru sameiginleg frammi á gangi...stórvandamál fyrir næturpissarann Sif....fyrstu nóttina vaknaði ég og þurfti að pissa...alveg í spreng. En þá þurfti ég að byrja á að klæða mig í myrkinu...sem er vandasamt og svo fann ég ekki herbergislykilinn og því þurfti ég að eyða tíma í að finna leið til að halda hurðinni opinni. Svo loks þegar ég var komin aftur upp í rúm var hasarinn búinn að vera slíkur að ég var glaðvöknuð og tók langan tíma að sofna aftur....úff!!!

Sumsé, eitthvað var af hóteldrama en það skemmdi ekki fyrir manni....dvölin var svo frábær

Sunday, May 22, 2005

Belle Paris

Jæja, þá erum við komin aftur eftir frábæra ferð. Þetta var alveg hreint ótrúlega vel heppnað allt saman.

Vorum 25 saman og hópurinn náði mjög vel saman strax frá upphafi. Gérard var yndislegur leiðsögumaður, söng fyrir okkur og leiddi okkur út um allt.

Við vöknuðum alla morgna klukkan 8 og svo var lagt af stað klukkan 9 eftir franskan eðal morgunverð (croissant og pain au chocolat). Við löbbuðum svo til allt sem við fórum, stundum metró nokkrar stöðvar. Hefðum viljað vera með svona skrefmæli til að sjá hvað við löbbuðum mikið því það var ekki lítið. Við sáum því alveg rosalega mikið á stuttum tíma. Meðal þess sem við sáum var: Notre Dame kirkjan (löbbuðum upp), latínu hverfið, Sacre Cæur og Montmartre, Sigurbogann, Montparnasse, Mýrina, Eiffel turninn, Louvre, Orsay, sigling á Signu, Concorde o.s.fr.

Svo var borðað á mörgum fínum veitingastöðum, borðað picknick í mörgum fallegum görðum, labbað og labbað og svo síðasta kvöldið vorum við óvænt dregin inná sýningu og tónleika hjá Fílharmoníu lögreglunnar og einhvers sirkus og var það ótrúlega flott.

Barir voru stíft stundaðir og að ógleymdri trébrúnni þar sem við eyddum fimmtudagskvöldinu í að syngja ýmis falleg Eurovision lög og fylgjast með fréttum að heiman um gengi Selmu í forkeppninni. Ég var reyndar farin heim áður en úrslitin voru kunngjörð og var harmurinn víst slíkur að það þurfti að stoppa suma frá því að hoppa í Signu.

París er svo ótrúlega falleg borg og upplifa hana svona með leiðsögumann sem getur dregið mann allskonar leynigötur og sungið fyrir mann, það er algjör lúxus. Erum búin að ákveða nýja ferð á næsta ári, en þá ætlum við til Túnis!!!

En sumsé, mætt heim, þarf svona viku til að jafna mig eftir þetta og á eflaust eftir að segja meira frá ferðinni seinna....ætla að fara að gæða mér á ostunum og kirsuberjunum sem ég smyglaði til landsins!!

Saturday, May 14, 2005

Með hjartslátt í hausnum

Í gær kenndi ég Denis að drekka eins og íslenskur víkingur. Sem fól það í sér að ég varð svo drukkin að ég man ekki eftir öðru eins. Hress var ég þó fram eftir öllu og skemmti mér kostulega. Áfengisbirgðir heimilsins rýrnuðu töluvert, hálf pastisflaska, þrjár kippur af bjór og þrjár rauðvín hurfu ofan í mig og minn heittelskaða. Denis gat ekki talað þegar hann fór og ég lét hann hafa pening í leigubíl...múhahahaha, en hann var samt ótrúlega duglegur. Í æsingnum hringdum við í Philippe, Denis sá myndir af honum og var ekki vonsvikinn... Fish er þá að keyra núna fyrir kvikmyndahátíðina og var nýbúin að ljúka við að keyra Destinis Child sem eru þarna til að syngja í einhverri fermingarveislu hjá einhverjum ríkum gaur...ég er frekar abbó. Hér var mikill múgur og tveir svartir ruslapokar fullir af sönnunargögnum. Held að fólk hafi skemmt sér konunlega, sýndist það allavegana. Mikið hlegið og mikið fjör hér.En úff....í dag er fjörið búið og það býr trommari í hausnum á mér og fíll í maganum á mér og saman rembast þeir við að gera líf mitt ómögulegt. Í þessu ástandi verð ég að fara út og kaupa mér einhver föt svo ég verði ekki eins og ég veit ekki hvað í París.

Ætla að fara og halda áfram að vera þunn...bið ykkur vel að lifa...

og já, prófið gekk bara þokkalega, held að ég fái ekki neitt hræðilega einkunn

Friday, May 13, 2005

watch out!

I am 32% Asshole/Bitch.
Part Time Asshole/Bitch.
I may think I am an asshole or a bitch, but the truth is I am a good person at heart. Yeah sure, I can have a mean streak in me, but most of the people I meet like me.
Take the
Asshole/Bitch Test
@ FualiDotCom

Föstudagurinn 13, loksins

Búin að bíða eftir þessum degi í mánuð því í dag klára ég prófin.... líður eins og ég sé búin að vera endalaust í þessu rugli en sem betur fer klárast þetta í dag!!!

En fyrst þarf ég að taka eitt próf sem ég er hræðilega illa undirbúin og einfaldlega vona að það litla sem ég hef lært hafi verið nákvæmlega það rétta. Sem betur fer er þetta próf hjá honum Gérard mínum þannig að það er smá von.

Söguprófið hinsvegar var skandall, kennaratuskan tók ártalsspurningar utan námsefnis, en af einhverju helv. blaði sem hann dreifði án minnar vitneskju. Af sjö ártölum voru 3 sem ég vissi. Kemur aldrei fyrir mig að skilja eftir eitthvað sem ekki hefur verið svarað. Og til að gera málin verri, þá hafði hann ekki skrifað inná hvað hvert atriði gilti, engar prósentutölur þannig að það gæti hafa verið 5 % eða 50% for all I know! Meiri gaurinn. Svo kom hann heldur ekki í prófið þannig að við gátum ekki einu sinni spurt hann spurninga sem ég held að sé ólöglegt. Ég var svo reið eftir prófið, líka eftir allt hitt sem hann hefur boðið okkur uppá þessa önn, að ég lá hreinlega í rúminu það sem eftir lifði dags.

Mamma er að fara til NY í dag, og ætlar að koma heim með DVD handa mér, jibbý. Hinsvegar mun það bíða mín hér þangað til að ég kem heim frá París, vonandi með slatta af DVD sjálf....ætla að kaupa mér eitthvað af frönskum myndum til að eiga, finnst annað ómögulegt! Maður verður allavegana að eiga svona standard hluti eins og Amelíe og jafnvel fleira. Í kvöld er svo bara massafyllerí...og chill það sem eftir lifir helgar.

Tuesday, May 10, 2005

Nennessekki!

Eins skemmtilegt og það er að vera í skóla, þá er jafn leiðinlegt að taka próf. Sérstaklega þegar að um er að ræða mánaðartímabil.

Eftir eru saga og málsaga. Í dag þarf ég að læra utanbókar eins mikið og ég get. Margt er nú þegar komið inn í heilann á mér en þó er enn margt sem bíður eftir að finna sinn stað þar. Sáuð þið þáttinn um minnið á RÚV. Datt inní hann fyrir tilviljun og horfði á hluta af honum. Maður sem lagði á minnið 5 spilastokka, í hvaða röð spilin væru og var svo spurður útí öll spilin og hvar þau væru o.s.fr. og hann gat gert það ekkert mál. Hann er bara búinn að þjálfa heilann í sér til að gera þetta og ef ég hefði vitað af honum þá hefði ég eflaust ráðið hann í starf við að æfa mig fyrir prófin. Án efa ekkert mál fyrir þennan mann að læra undir próf.

Úti í París ætlum við að hitta Franska nemendur sem eru að læra íslensku í Sorbonne. Ákveðið var að halda sameiginlegan aperó þar sem þau koma með eitthvað franskt en við komum með eitthvað íslenskt. Og hvað, eini íslenski drykkurinn sem er áfengur sem við getum tekið með okkur er auðvitað brennivín. En svona til að jafna það út,þá verður maður eiginlega að taka hákarl, því það er ódrekkandi annars. Og hvaða álit er þá þetta grey fólk sem lærir íslensku komið með af landinu? Við reynum þá kannski að milda sjokkið og koma með reyktan lax? Aldrei að vita. Á meðan koma þau með rauðvín, hugsanlega franska osta eða skinkur og brauðið góða, baguette. Og í hnotskurn verður menningarmunurinn ljós: Frakkar eru fágað fólk með gamla rótsetna menningu á meðan við erum suddar sem drekkum rótsterkt vín og borðum illa lyktandi mat með. Æjá, ég skiptist gjarnan á milli þess að elska uppruna minn og fyrirlíta hann. Einhvern veginn finnst mér auðveldara að útskýra íslenska menningu þegar maður getur sett hana í tengsl við Íslenska ofsafengna náttúru því við íslendingar erum jú eins og náttúran okkar...skapstór, með mikla karaktera, getum verið jafn köld og við erum heit. En þegar ég þarf að útskýra þetta í París, í Sorbonne háskólanum finnst mér eins og ég missi tökin á þessu....æjá....!

Annars dreymir mig oft og reglulega núna að ég sé komin aftur til Cannes. Arnar er með mér og við erum að flytja þangað og ég er að hitta alla vini mína....Philippe, Richard og Kiki kötturinn minn eru í móttökunefndinni og allir gefa mér stórt knús og kossa á báðar kinnar. Ég held að það fari að verða tímabært að fara þangað aftur. Síðast þegar ég fór stoppaði ég í næstum viku og gisti hjá Stef. Hún fórnaði viðskiptunum (mella) og leyfði mér og Arnari að sofa í rúminu hennar, sem er jú skrifstofan hennar ef við horfum á þetta raunsætt. Sem mér fannst mjög hlýtt. Setja á stefnuskrána að fara til Cannes...en fyrst, verð ég eiginlega að fara að læra!

S

Sunday, May 08, 2005

Mamma mia

Fórum með tengdó í gær að borða á Ítalíu. Fengum frábæran mat og tengdó var ánægð með pakkana þannig að þetta var bara vel heppnað held ég. Hún fékk Damien Rice geisladisk, sumarlyktina frá CK og martini glös, sem eru ótrúlega töff þó ég segi sjálf frá. Er mikið að hugleiða að byrja að drekka martini núna, bara til að drekka úr smart glösum. Eða búa til flotta litríka kokteila og skella í glösin? Spurning hvað gert verður.

En anyways, eitt lærði ég þó í gærkvöldi, ekki fara með börn á veitingahús, önnur en McDonalds. Bróðir hans Arnars var alveg á útopnu og ég er ekki viss um að aðrir gestir veitingahússins hafi kunnað að meta skemmtiatriðin sem voru í hans boði.

En merkilegt hvað Ítalía er búin að vera til lengi, það var pakkað allan tímann í gærkvöldi sem við vorum þarna og vorum samt mætt kl 6. Maturinn var jafn góður og alltaf, fékk mér Calzone sem klikkar aldrei!

Ég nennekki að læra. Er enn og aftur farin að lesa söguna. Hissa á hversu mikið situr eftir frá þessari yfirferð minni í síðustu viku. Saga er samt mjög skemmtileg og ég get státað af því að vita meira um sögu Frakklands en Íslands enda draumurinn verið lengi vel að búa í Frakklandi fremur en á Íslandi....ekki segja Arnari, einn daginn hendi ég öllu búinu í gám, og Arnari meðtöldum og flyt okkur þangað. Hann sefur svo fast að hann myndi örugglega ekkki ranka við sér fyrr en það væri orðið of seint.

Og svo er kannski komið sumar núna, kannski hugsanlega snjóar ekki meira og hitastigið hækkar? Ég er allavegana farin að láta mig dreyma um útilegur útum víðan völl, ætla sko ekki að láta sumarið fara til spillis. Boða hér með til útilegu 1 helgina í júlí, jafnvel inní húsafell? Palli, hvar er eldstæðið okkar?

Parísarfundur í kvöld....var ég búin að segja ykkur hvað ég ætla að kaupa mikið af skóm í Frakklandi? Held skótískusýningu þegar ég kem heim.

Saturday, May 07, 2005

Að koma fyrstur úr prófi

Bwahahaha....sit hérna í tölvuverinu í Árnagarði, nýkomin úr prófi. Kennarinn minn var að mæta á svæðið og fékk taugaáfall þegar hún sá mig, hélt að hún hefði gert prófið svona létt. Verð að viðurkenna að þegar ég klára próf á 50 mínútum sem áætlaðar eru 3 klukkustundir í, þá fæ ég hnút í magan sjálf og byrja að draga mig í efa. En að sama skapi veit ég að ef ég byrja að fara yfir þá fer ég að gera mistökin. Það er þá sem ég fer að lagfæra rétta hluti og svona. Staðreyndin hlýtur þá að vera sú að ég hugsa að virka hraðar en aðrir? Af því svo gengur mér fínt í þessu þó að þetta sé kannski ekki auðvelt, allavegana myndi ég segja að þetta hafi ekki verið auðvelt.

Það er alltaf horft á mig eins og ég sé hálf geðveik þegar ég stend upp og labba út. Ég er svo meðvituð um aðra að ég held að það hljóti að hugsa að ég sé svona vitlaus og hafi ekki skrifað neitt inní blessað prófið...já, hressandi.

En kemur í ljós. Allavegana Málfræðin búin og þá neyðist ég víst til að leggjast yfir söguna, ekkert annað sem bíður. Út að borða samt í kvöld því tengdó á stórafmæli í dag...jei gaman!!!

Sif prófstressari

Friday, May 06, 2005

Þetta vissu allir








Your Birthdate: October 7

Born on the 7th day of month gives you a tendency to be something of a perfectionist and makes you more individualistic in many ways.

Your mind is good at deep mental analysis and complicated reasoning.

You are very psychic and sensitive, and you should usually follow your hunches.



You may not take orders too well, so you may want to work alone or in a situation where you can be the boss.

This birthday gives a tendency to be somewhat self-centered and a little stubborn.



What Does Your Birth Date Mean?

Hvern hefði grunað?





You Are 65% Normal

(Really Normal)









Otherwise known as the normal amount of normal

You're like most people most of the time

But you've got those quirks that make you endearing

You're unique, yes... but not frighteningly so!



How Normal Are You?

Blaðið

Já, blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og ég verð að segja að mér finnst það á engan hátt merkilegt. Las yfir þetta og það bætir engu nýju við og ég sé ekki hvernig það á að ná nokkurri markaðsstöðu með þetta? Verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta verður.

Thursday, May 05, 2005

Búin í dag

Jámm, heilinn orðinn vel steiktur eftir að hafa verið troðfylltur af ýmsum skemmtilegum málfræðistaðreyndum.

Annars á ég besta mann í heimi. Á meðan ég lærði í dag var hann að ryksuga, skúra og skipta um á rúminu og svo eldaði hann kvöldmat handa mér....engin smá þjónusta! Þegar það allt var búið færði hann mér bjór...snillingurinn! Þess má geta að þetta gerði hann allt án þess að fara á fætur því hann er ennþá í sloppnum...."such a happy housewife!"

Komin með sannkallað ógeð á hlöðunni, var heima hjá mömmu og pabba að læra í dag því þau eru í bústaðnum. Ætla að vera þar líka á morgun, ágætt alveg.

Annars er bara kominn lítill spennuhnútur í magann, yfir prófum, próflokadjammi og síðast en ekki síst París... :)Algjör draumur en hugurinn reikar líka þeim mun meira frá bókunum. Það er erfiðara að lesa undir próf í maí en í desember...það er á hreinu!

Kveð í bili.

Monday, May 02, 2005

Glad I am not an Asian male!!!


Who are you in America?

Asian

You study yourselfs to death and have huge expectations for your children. You males have small masculine regions.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.


Dugnaðurinn í einni!

Játs, ég er sko búin að vera geggjað dugleg, sitja við stífan lestur í Hlöðunni í allan dag, svo var Bónus tekið með trompi, keypt í matinn fyrir vikuna og svo farið eins og stormsveipur um íbúðina.

En já, þetta með vinkonu mína, þetta er ein af úglensku vinkonum mínum ef fólk hefur verið að spyrja sig og þrátt fyrir allt sem fólk hefur haldið, þá er það einmitt ekki Herborg sem er svo hamingjusöm með Daða sínum að ég held að hún sé ekkert að fara út úr skápnum. Ég er bara rosalega hamingjusöm fyrir hönd vinkonu minnar sem núna á möguleika á að finna alvöru ást og hugsanlega skilja sjálfa sig betur!

En að öðru máli, ég hélt ekki að það væri til illt fólk, fólk sem væri illt alveg inn að beini en þeirri kenningu hefur verið kollvarpað og nú veit ég allavegana um eina slíka manneskju. Sama hvernig það er hugsað, engin von um að í henni reynist góðmennskukorn. Mikil vonbrigði fyrir mannkynið!!!

En núna ætla ég að fara að borða matinn hjá kærastanum mínum og horfa á splunkunýjan family guy þátt sem var sýndur í gær í USA!

Sunday, May 01, 2005

Loksins

Ætla ekki að hafa um þetta mörg orð, en þið vitið að mér hefur lengi fundist mig vanta að þekkja lesbíu. Af því hefur loks orðið, ein vinkona komin út úr skápnum mér til mikillar gleði! Gerist á besta tíma þar sem ég hef verið að horfa á L Word og tel mig því hafa unnið ágætis heimildavinnu!!!

Ég verð að vera duglegri að læra, þetta kæruleysi er alveg hætt að ganga. En ætla fyrst að fara í barnaafmæli!!!

Annars segi ég ekki neitt merkilegt, ætla að fara og kaupa afmælisgjöf!!!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?