Saturday, December 24, 2005

Gleðileg jólin





Elsku þið öll

Engin voru jólakortin í ár sökum annríkis á heimilinu en lofa breytingum þar á um næstu jól.

Hátíð ljóss og friðar runnin í garð eftir mikið annríki, lasleika og uppsafnaðan þreytuhaug sem fær að líða úr manni á næstu dögum. Franskar skvísur væntanlegar á klakann 27 des sem mun heldur betur lífga upp á heimilslífið og svo er kallinn að byrja í nýrri vinnu. Mörg ævintýri framundan og almenn kátína í höllinni!!!


Jólaknús!

Thursday, December 08, 2005

Ég var næstum búin að gleyma...

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og.........

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Wednesday, December 07, 2005

Thorsararnir

Ég tala sjaldan um íslenskt bókmenntalíf, nema í skjóli fjölskyldu minnar og vinnu, sennilega vegna þess að ég er mjög lituð af mínu eigin. En get þó ekki setið á mér að tjá mig um Thorsarana. Finnst ótrúlegt að ritskoðun sé komin upp á pallborðið aftur og að það sé staðreynd sem höfundar landsins þurfi að óttast í dag. Þeir geta snúið þessu eins og þeir vilja, þetta var ekkert annað en ritskoðun og alveg á hreinu að þessi kafli um þetta hjónaband hafi farið út því ósamræmið í lygum útgáfustjórans og neitun höfundar til að tjá sig um málið segir allt sem segja þarf. Að farga heilu upplagi af bók þýðir kosntað upp á einhverjar millur, en það hefur augljóslega verið vel þess virði fyrir þá. Mikið vildi ég að ég ætti eintak af útgáfunni sem var fargað eða að einhver kæmi fram með það eintak. Hinsvegar langar mig ekki í eintak af nýju útgáfunni, styð ekki ritskoðun!

Monday, December 05, 2005

Helgin sem aldrei kom

Helgin búin en ég tók svo sem ekkert eftir því að það væri helgi enda lært alla helgina. Búin að lesa mig í hel af heimspekilega þenkjandi greinum sem mættu margar hverjar fara í ruslið en aðrar eru skemmtilegar. Hrifnust er ég af Ofurmenni Nietsche sem Línu Langsokk. Greyið hann var misskilinn og lengi vel héldu Nasistarnir að þetta ofurmenni væru aríarnir en svo er ekki. Ofurmennið er hreinlega einhver sem þorir að vera sá sem hann er án þess að skilgreina sig út frá öllum öðrum, að hafa ekki þörf fyrir að fylgja öllum hinum en móta sinn eigin heim án þess að troða honum upp á aðra, engin meðvirkni í þessu ofurmenni en ég hef svo sem lengi haldið að aðeins ofurmenni væru ekki meðvirk!!!

Stressið hefur tekið sér búsetu í líkama mínum óboðið eins og venjulega. Minna þó fyrir prófin og meira fyrir það sem tekur við 12.desember á hádegi. Þá skal brunað í JPV og sinna málum af minni einstöku lægni fram að 23.desember. Það verður ekki lítið að gera get ég sagt ykkur.

Allt þetta skal þó gert heilum 8 kílóum léttari sem hlýtur að gera þetta auðveldara og kannski næst markmiðið um að hafa náð 10 kílóum fyrir jól....hver veit!

Bakaði í gær, tilraunir með bókina hennar Sollu, bakstur með spelti og engum sykri en sætt með sykurlausum ávaxtasultum...þetta var ágætt...en engin rjómaterta enda svo sem ekki við því að búast. Bakaði spelt kanelsnúða og bláberjamúffur og brauð líka.

Farin að læra meira...Framfaragoðsögnin ógurlega bíður mín.

hey já....konur eru fífl ef tekið er mark á grikkjum til forna. Greyið karlarnir þar...þeir höfðu það svo gott, eignuðust eingetin börn og lifðu hinn gríska draum án kvenna en svo komum við, spillingin og eyðilögðum þessa einingu...man we suck!!!!

Saturday, December 03, 2005

Kleópatra

Helló

Er komin með einhverja kleópötru klippingu og hef aldrei fengið jafn mikið af jákvæðri athygli á einu kvöldi, hrósunum rigndi yfir mig allt kvöldið í gær í útgáfuhófi JPV Útgáfunnar sem var með einsdæmum skemmtilegt ef einhver var að spá í það. Hitti helling af snilldar fólki sem hefur fylgt mér lengi. Ótrúlega skemmtilegt fólk sem vinnur í þessum bransa.

En sumsé, hárið er geggjað og 7 kíló farin. Keypti miða á Hættu tónleikana og er að reyna að tæla Fish til landsins á Bjarkar tónleika með meiru.

Er búin að vera í efahyggjunni í morgun. Held að það sé spennandi staðreynd í okkar veruleika en svo sannarlega hlutur sem getur leitt mann í endalausar eilífðarpælingar um allt og sennilega valda því að maður gæti ekki labbað út heiman frá sér því samkvæmt efahyggjunni gæti ég allt eins verið heili í krukku og allt annað blekking. Áhugaverð pæling ekki satt?

Friday, December 02, 2005

Áfram með smjörið!

Lúlú...eru allir í stuði? Prófatíminn hafinn og ég búin að lesa fimm greinar í fílunni en dagurinn í dag fer fyrir lítið...er nefninlega að fara að láta laga hárið mitt, klippa og lita yfir það sem ég held að séu grá hár....sýndist ég nefninlega sjá nokkur þarna í hausnum á mér. Sjáum til með það.


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?