Tuesday, January 31, 2006

Vangaveltur?

las póst á blogginu hjá Betu Rokk um þann ágæta mann Geir Ólafs. Hef takmarkaða skoðun á þessum manni, finnst hann jafn hallærislegur og öðrum finnst en held að það sé ekkert persónulegt.

Beta Rokk dregur hann hinsvegar algjörlega niður í svaðið, talandi um alkahólisma konunar hans og hvernig hún lemur hann o.s.fr. í "Opnu bréfi til Geirs Ólafs" á síðu með yfir 200 lesendur á dag.

Hvað finnst ykkur um þetta? Mér ofbauð svo að ég hálf vorkenndi ræflinum sem ég held reyndar að gangi ekki alveg heill til skógar sem gæti útskýrt svo margt...! Maður verður að stíga varlega í nærveru sálar að mínu mati og ekki gera svona hluti á opinberum vettvangi enda ekki um málefnalegar umræður að ræða. Æjá...og þannig fékk Geir Ólafs mig til að þykja oggupínku vænt um hann því ég vorkenndi honum...átti ekki von á því.

Getið lesið pistilinn hér:

Lífið leikur annars við mig þessa dagana, komin í einkaþjálfun hjá yndislegum þjálfara sem hugsar svakalega vel um mig og svo er Arnar svo happý þessa dagana út af nýju vinnunni sinni að það smitar út frá sér á mig og okkur bæði. ´

Fórum út að borða á sushi staðinn fyrir ofan Iðu á laugardaginn og fengum geggjað gott sushi og svo fórum við á Austur Indía félagið á sunnudaginn...mmm nammi gott :)

Annað kvöld verð ég svo komin á góðan bar með góðum vinkonum í æðislegri borg. Segi ykkur það samt að það verður eflaust jafn gott að koma heim eins og það er að fara út. Sem er frábært!

Kveð í bili, farin í húsmæðraorlof!!!

ps. Greys anatomy er nýja uppáhaldið mitt, brosi, hlæ og grenja til skiptis yfir þessu...maður er svo simple

Friday, January 27, 2006

Blendnar tilfinningar!

Amm, er að fara til London á miðvikudaginn með stelpunum. Hlakka mikið til en er líka pínku leið! Er nefninlega að fara í fyrsta skipti frá kallinum mínum....síðast þegar við eyddum ekki nótt saman, var fyrir 4 árum og ég man ekkert eftir því, síðan þá hef ég bara alltaf haft hann hjá mér á nóttunni sem ég kann lang best við!

Ný lífsreynsla!

Verðum samt massa stuð úti! Stærsti sirkus í heimi, Neal Street og skórnir, Guys and dolls söngleikur, H&M og fötin, vínsmökkun og London Eye! Svo verður jafnvel kíkt í hvítvínsglas ;)

Thursday, January 26, 2006

Hola chicos

Fór til einkaþjálfarans áðan, líst ótrúlega vel á þetta, nú verður þetta sko massað! Múhaha!

Var með vel heppnað partý um síðustu helgi niðri í Alliance á vegum frönskunnar. Minnti mig á það hvað það er frábært að tilheyra lítilli deild, það er svo mikil nánd, kennararnir að skemmta sér með okkur og allir að fíla sig og þekkja alla með nafni sem er stórkostlegt! Mæli með þessu.

Malaga, Sevilla eða Valencia eftir áramót að læra spænsku? Hvernig væri það nú?

Tuesday, January 17, 2006

Og áfram heldur það!!!

Ef einhver þorir…..

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Og ein frá gamlárskvöldi!


Ójá...gleymdi...







Datt í hug að það gæti verið gaman fyrir ykkur að sjá þessa skemmtilegu mynd :) Hún er tekin í grímupartý frönskudeildarinnar, þegar sófinn brotnaði og löggurnar komu tvisvar! Geri aðrir betur!

Fleiri myndir úr partýinu er hægt að skoða á www.franska-gallia.blogspot.com

Mikilmennskan

Síðasta einkunnin kom í hús og var sú hæsta sem ég hef augum litið en olli miklu mikilmennskubrjálæði hjá undirritaðri. Ákvað að skynsamlegt væri að troða mér í 20 einingar þar sem allt var svo skemmtilegt og yndislegt í skólanum og ég svona svakalega klár!

Erfiðasta verkefni annarinnar er Spænska fyrir byrjendur 2. Ég lærði spænsku í MH hjá henni Túliníus vinkonu minni en verð að viðurkenna að þegar ég flutti til Frakklands lokaði ég þennan part heilans úti og einblíndi bara á frönskuna og hef því miklu týnt. Mætti í tíma og fékk námsáætlun á spænsku en lét ekki slá mig út af laginu og skrifaði eins bls ritgerð um hvað ég gerði í síðustu viku...hlakka til að fá hana rauða og útbíaða til baka!

Kennarar hafa loks skilið tilgangs náms og þó að ég sé í svona mörgum einingum lítur út fyrir að einungis tvö lokapróf verði á þessari önn, eitt 60% en hitt einungis 30%. Vill samt setja út í alheiminn kenningu mína um að þau verði vissulega þau öftustu á próftöflu, nú eða eitt fremst og eitt aftast. Þannig er karmað bara!

Kveð að sinni, ætla að fara og lesa Öskubusku á frönsku!

Saturday, January 14, 2006

Mindcamp

Fór á generalprufu í gær í Hafnarfjarðarleikhúsinu.... góður húmor, flott uppsetning en tormelt...ég er enn að melta textann sem var snilldarlega skrifaður og sem betur fer fær maður hann með sér þegar maður fer heim....svo maður getur notið hans almennilega!

Wednesday, January 04, 2006

My best friends wedding


Nei...enginn að fara að gifta sig...bara að spá í myndinni sem mér finnst æði.

Sofnaði út frá henni um daginn og svo datt hún þá inn á valmyndina fyrir myndina með tilheyrandi tónlist....síðan þá sönglar í hausnum á mér

"wishing and thinking and hoping and praying, planning and dreaming...Show him that you care just for him, do the things that he likes to do, wear your hair just for him, cause you won't get him, thinking and a praying wishing and a hoping....

Ekki leiðinlegt lag að vera með á heilanum því þó að textinn sé ekki alveg málið þá er lagið sjálft svo mikið happy happy joy joy!

Byrjaði á bók eftir Balzac í gær. Hún byrjar á umfjöllun um dramað í bókinni og segir svo " ef þú lesandi góður, heldur á þessari bók í þinni HVÍTU hendi" og fannst það soldið skondið. Racismi er alls staðar!!!


London 1-5 feb.....verður svaka stuð...bara við stelpurnar.....újé!

Tuesday, January 03, 2006

The sound of music

Arnar fékk heimabíó í jólagjöf og í því er leikin tónlist þessa dagana fremur en kvikmyndir á meðan beðið er eftir 32" lcd sjónvarpinu sem fylgdi með heimabíóinu. Nú ætla ég að fara og kaupa mér nokkra geisladiska hugsa ég...m.a. Anthony and the Johnsons.....heyrði lag með honum í útvarpinu og fannst það snilld. Annar ofarlega á listanum er Ampop...nýji diskurinn þeirra er frábær! Svo langar mig að eiga Damien Rice disk en þann mann ætla ég að sjá á tónleikum núna á föstudaginn og hlakka mikið til. Hefði samt viljað sjá hann í minna locali en höllinni en maður tekur hreinlega því sem býðst...ekki satt?


Áramótaheitin þetta árið voru engin...sakna þess soldið að hafa ekki gert nein. Áður fyrr var ný dagbók opnuð á þessum degi og byrjað á áramótaheitunum áður en almennt væl tók við um hitt og þetta...fyllti heilu bls af væli og sjálfsvorkunn hér áður fyrr...alveg glatað að lesa það í dag.


Og já...ég las ömurlega bók um daginn...sennilega með verri bókum sem ég hef lesið um ævina. það var bókin Djöflaterta sem leit skemmtilega út, í bleikri kápu sem höfðaði svo mjög til mín. Ritstjórn og prófarkalestur var greinilega ekki ofarlega í huga útgáfunnar en svo virkaði efnið engan veginn heldur, plottið hreinlega gekk ekki upp og endirinn var lousy. Vantar almennilegan íslenskan skutluskáldskap hingað, svona í anda Dís. Kannski ég ætti bara að skrifa eina svona skutlubók.....hmm?

Monday, January 02, 2006

2006

Árið 2005 kvatt með glæsibrag. Við borðuðum 6 heima á Kleppsveginum, heitreykt gæs og foie gras í forrétt, fyllt lambalæri með öllu tilheyrandi í aðal og heimagert Tiramísú í eftirrétt. Svo var horft á þetta ömurlega áramótaskaup, held að það hafi aldrei verið verra...ég eiginlega skammaðist mín fyrir það og svo voru það flugeldarnir. Frakkarnir horfðu dáleiddir á upplýstan himininn og svo var skálað með kampavíni þegar nýja árið gekk í garð. Svo streymdi inn allt skemmtilegasta fólkið og það var mikið hlegið, alveg fram undir morgun. Heimsótti rúmið mitt um 7 leytið og fór varla þaðan allan daginn.

2005 var gott ár. Við fórum tvisvar til útlanda, bæði skiptin til Parísar, ferðuðumst innanlands og 25. aldursárið hófst með glæsibrag. Nýjir sigrar voru unnir í skólamálum, ég hækkaði meðaleinkun mína og Arnar, hann sló í gegn í Öldung meðfram vinnunni og eru 10 einingar í höfn, stúdentinn í sjónmáli og er ekki frá því að tengdó sé farin að baka í huganum fyrir veisluna sem á að halda. Hann landaði draumastarfinu sínu og ég tók að mér mikla vinnu meðfram skóla. Nóg að gera. Er bara mjög sátt með þetta ár.

Hef góða tilfinningu fyrir þessu ári, planaðar eru þrjár utanlandsferðir og Afríka verður meira að segja heimsótt. Ekki glatað það. London í febrúar með bestustunni og árshátíðarför er í vændum skilst mér í apríl. Nammi namm. Meðal annarra hluta eru nýjir sigrar og stefnur í skólamálum, áframhaldandi ganga í átt að stúdent fyrir A og umsókn fyrir Erasmums. Ákveðið hefur samt verið að láta eina önn duga og fara út eftir áramótin en vinna þeim mun meira fram að þeim tíma. Draumurinn er að klára skóladæmið í janúar og vonandi eiga þá jafnvel smá aur í afgang til að leggjast í smá flakk....aldrei að vita hvað verður.

En allavegana...gleðilegt ár kæra fólk!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?