Saturday, May 13, 2006

Að sofa eða sofa ekki....?!?

Spurningin er þegar að klukkan er 03.28 og vekjaraklukkan stillt á 04.30 hvort það taki því að sofna. Verður maður þá ekki bara drowsy og illa sofinn og er þá ekki skárra að vera ósofinn?

Mun komast að því í dag!

Friday, May 05, 2006

Að vetri loknum...

Nú sér loks fyrir endann á þessum vetri. Verð að segja að hann hafi sennilega verið sá erfiðasti og mest stressandi í mínu lífi. Vildi að ég gæti kennt einhverjum um það öðrum en sjálfri mér en svo er ekki. Af einhverjum ástæðum ákvað ég að taka að mér alltof margt. Ekki bara að vera í fullu námi og skila af mér 81 tíma í vinnu á mánuði heldur sjá líka um nemendafélagið, hópferð til Túnis, kennslu, sjálfsrækt o.s.fr.

Þetta er því officially veturinn sem ég gerði allt! Mér finnst ekki leiðinlegt að þessi vetur er búinn. Ég mun ekki sakna þessa veturs né gráta hann í nostalgíukasti heldur þakka guði fyrir að hann komi aldrei aftur!

Á tímapunkti í vetur fannst mér eins og ég myndi líkamlega brotna í tvennt. Held að það hafi verið í mars.

Í tilefni af því að þessi vetur er búinn og af því að ég er svo glöð að hann sé búinn vill ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem þurftu að þola mig í vetur, you know who you are!

Í sumar verður svo sannarlega lítið annað gert en að njóta lífsins. Að vera í 100% starfi hljómar ofboðslega vel. Frí um helgar, aldrei samviskubit utan vinnutíma yfir því að gera eitthvað skemmtilegt, hvítvínsglas hér og þar, útivist og útilegur og jafnframt TÚNIS!

8 dagar í sæluna.

Ætla að massa upp þessi ****** málfræðiprófi, ráðast í eitt þýðingarverkefni og henda mér svo í rómance í París og tjútt í Túnis.
Ég ætla líka að setja tærnar í fótsnyrtingu og finna mér sómasamleg sundföt. Jafnvel setja sumarblæ yfir hárið líka, allt áður en ég fer til Túnis svo maður verði nú ferskur og flottur á ströndinni :)

Ætla að láta þetta blogg duga fram yfir Túnis!

Hér er litla prinsessan :)



Dóttir hans Egils, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn og afmælisgjöfin hans pabba.

Wednesday, May 03, 2006

Yes, Jóhanna Sif er fædd!

Kl 10.29 kom Jóhanna Sif Egilsdóttir* í heiminn, 14 merkur og heilsast vel eftir því sem ég fæ best skilið! Pabbi minn sem á afmæli í dag fær því litla afaprinsessu í afmælisgjöf og óhætt að segja að við erum öll í skýjunum!

Spá okkar um að þetta væri stelpa hefur því reynst rétt og ég hlakka mikið til að fara og fjárfesta í öllu bleiku, dúkkum og barbie!

Og Kristján Dagur yndislegi er orðinn stóri bróðir og hefur vaxið og dafnað mjög eftir að hann frétti af þeirri ábyrgð sem þessu fylgir. Veit að hann á eftir að passa systur sína vel og eins gott að koma vel fram við dömuna, annars er Spiderman** að mæta.


*Hún hefur ekki verið nefnd, þetta er bara óskhyggja mín.
**Hann KD er nebblega Spiderman, pabbi hans er Súperman og afi er stundum batman og stundum gímsli, fer allt aftir þvi hver spyr!

100 ára hús

Fór í leikhús í gær. Jón Atli bauð okkur að koma og sjá nýja verkið sitt, 100 ára hús, í Nauthólsvíkinni. Já, Nauthólsvíkinni. Leikritið er sett upp í gömlu bresku hermannatjaldi sem keypt var af netinu og flutt til landsins. Því er tjaldað á ströndinni og maður situr í garðstólum undir teppi með heitt kakó. Það er fyrsti hlutinn af þessari yndislegu upplifun!
Leikararnir voru alveg hreint stórkostlegir. Björn Thors fer á kostum við að leika þroskaheftan mann. Hann gerði það svo ofboðslega vel að það var sárt að horfa á hann. Hef ekki séð Björn áður í hlutverki sem hann nýtur sín svona vel í enda svo sem ekki séð mörg verk. Uppáhaldsleikarinn minn hann Ólafur Egill var stórkostlegur að vanda. Mér finnst hann alveg frábær. Laufey lék hjúkkuna og fyndið nokk, sá marga takta frá Herborgu og gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort bróðir hennar hafi nýtt sér hana að einhverju leyti sem fyrirmynd.

Húmorinn hans J.A. skein svo skýrt í gegn og ég skellti margoft uppúr. 3 gamalmenni samankomin á elliheimili í einu og sama herberginu og þegar 3 elliærir einstaklingar koma saman getur margt spennandi gerst og lífið oft verið skondið eða sorglegt, eftir því hvernig maður lítur á það.

Ég sá Brim og algjörlega elskaði það og þetta sló því ekkert eftir! Merkilegt hvað þessi drengur er próduktívur!


En já, yndisleg leikhúsferð í gær...var svo þreytt að ég ætlaði ekkki að fara út úr húsi en dreif mig bara og sá ekki eftir því.

Svo í dag fæðist frænka eða frændi og ég er nú ansi spennt enda ekki á hverjum degi sem það gerist. Ég held að það sé frænka en fljótlega uppúr hádegi kemur í ljós hvort ég hafi haft rétt fyrir mér.

Svo hjólaði ég í Hlöðuna í dag og kom hingað másandi og pásandi enda rok úti. Samt í besta lagi, það var ótrúlega gaman....var með kelly Clarkson í botni og skemmti mér konunglega.

Jæja, málfræðin bíður!

Tuesday, May 02, 2006

Í formi

Fór út að hjóla í gær. Hjólaði niður í bæ og svo meðfram sjónum heim aftur. Undanfarin tvö ár hef ég tekið hjólið mitt fram og hjólað í vinnuna og heim aftur. Það var svo erfitt að ég tók hjólið ekki aftur fram það sumar. Núna er ég búin að vera í ræktinni frá því í janúar og það var leikur einn að hjóla þennan hring. Gaman að sjá svona skýrt dæmi um það hvernig heilsunni fer fram hjá manni! Ánægð með sjálfa mig og þjálfarann!

Svo grilluðum við fisk í matinn sem var hryllilega góðður, bleikja....setti ólífuolíu á hann, kryddaði með salti, pipar og herbes de provence og setti svo sítrónu og lime sneiðar yfir og á grillið í álpappír....algjört nammi!


Og á morgun fæðist nýr einstaklingur í fjölskylduna! Gaman að vita það með svona fyrirvara, verður gaman að kynnast nýjum einstakling og verða tvöföld föðursystir og frænka!

Monday, May 01, 2006

Ó svo sumarlegt

Fórum í hjólatúr, hjóluðum niður í miðbæ og svo meðfram sjónum heim aftur. Stoppuðum á kletti og horfðum á Esjuna.

Yndislegt!

Nú er Klausturbleikja á grillinu og salat á borðinu!

Ó svo sumarlegt

Fórum í hjólatúr, hjóluðum niður í miðbæ og svo meðfram sjónum heim aftur. Stoppuðum á kletti og horfðum á Esjuna.

Yndislegt!

Nú er Klausturbleikja á grillinu og salat á borðinu!

Sumarið á næsta leiti?!

Mmmm yndislegt úti! Ætla að skella mér í smá hjólatúr á eftir í tilefni af því.

Fór og sumraði mig upp með allskyns fínum sumarfatnið sem mun væntanlega sóma sér vel í Túnis. Ferða fiðringur í mér allri og algjör skólaleti. Er búin að fresta lærdómi aftur og aftur en er þó komin með næstum 4 bls af 8 bls af þýðingum og svo eru 4 bls af svona commentaire eftir til að setja aftan við þýðinguna og mér líst bara nokkuð vel á þetta held ég. Vona að þetta verði sómasamlegt!

Fór á tónleika um daginn með Eivöru, Ragnheiði Gröndal og Sinfóníunni og það var yndislegt, þrumu söngkona hún Eivör!

En núna er það speltbrauð og svo meiri lærdómur!


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?