Wednesday, May 03, 2006

100 ára hús

Fór í leikhús í gær. Jón Atli bauð okkur að koma og sjá nýja verkið sitt, 100 ára hús, í Nauthólsvíkinni. Já, Nauthólsvíkinni. Leikritið er sett upp í gömlu bresku hermannatjaldi sem keypt var af netinu og flutt til landsins. Því er tjaldað á ströndinni og maður situr í garðstólum undir teppi með heitt kakó. Það er fyrsti hlutinn af þessari yndislegu upplifun!
Leikararnir voru alveg hreint stórkostlegir. Björn Thors fer á kostum við að leika þroskaheftan mann. Hann gerði það svo ofboðslega vel að það var sárt að horfa á hann. Hef ekki séð Björn áður í hlutverki sem hann nýtur sín svona vel í enda svo sem ekki séð mörg verk. Uppáhaldsleikarinn minn hann Ólafur Egill var stórkostlegur að vanda. Mér finnst hann alveg frábær. Laufey lék hjúkkuna og fyndið nokk, sá marga takta frá Herborgu og gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort bróðir hennar hafi nýtt sér hana að einhverju leyti sem fyrirmynd.

Húmorinn hans J.A. skein svo skýrt í gegn og ég skellti margoft uppúr. 3 gamalmenni samankomin á elliheimili í einu og sama herberginu og þegar 3 elliærir einstaklingar koma saman getur margt spennandi gerst og lífið oft verið skondið eða sorglegt, eftir því hvernig maður lítur á það.

Ég sá Brim og algjörlega elskaði það og þetta sló því ekkert eftir! Merkilegt hvað þessi drengur er próduktívur!


En já, yndisleg leikhúsferð í gær...var svo þreytt að ég ætlaði ekkki að fara út úr húsi en dreif mig bara og sá ekki eftir því.

Svo í dag fæðist frænka eða frændi og ég er nú ansi spennt enda ekki á hverjum degi sem það gerist. Ég held að það sé frænka en fljótlega uppúr hádegi kemur í ljós hvort ég hafi haft rétt fyrir mér.

Svo hjólaði ég í Hlöðuna í dag og kom hingað másandi og pásandi enda rok úti. Samt í besta lagi, það var ótrúlega gaman....var með kelly Clarkson í botni og skemmti mér konunglega.

Jæja, málfræðin bíður!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?