Monday, February 27, 2006

Tíhíhí

Laugardagskvöldinu var varið í góðra kvenna hópi, stelpnanna úr frönskunni. Dagskrá kvöldsins var ekki af verri taginu, við fengum til okkar góða konu sem starfar hjá Romantik.is sem hélt fyrir okkur kynningu á alls kyns nauðsynlegum varningi fyrir öll góð heimili :)

Konan góða mætti á svæðið með tvo kassa sem voru fullir af ýmiss konar dóti, sumt hafði ég nú séð áður og annað kom á óvart. Eitt var bersýnilegt, við stúlkurnar erum tengdar bleika litnum að eilífu. Megnið af varningnum kom nefninlega í bleiku sem einhvernveginn setti rómantískari blæ yfir þetta allt saman. Eitt eða á ég að segja einn fannst mér ekki svo rómó en þið getið séð það sjálf hérna . Þessi vakti upp mikinn hlátur hjá hópnum og miklar vangaveltur um göngulag kvenna daginn eftir að hafa rekist á þennan.

Það var mikið hlegið, mikið talað og mikið spurt og óhætt að segja að engin okkar hafi farið tómhent heim.

Nokkrar vel valdar og ritskoðaðar myndir verða settar inn á blogg frönskunnar, læt vita þegar það gerist!

Annað merkilegt frá helginni, rómantískir göngutúrar í Laugardalnum seint á föstudagskvöldi og svo bókamarkaður og göngutúr í Öskjuhlíðinni á laugardaginn. Lærdómurinn var tekinn með trompi í gær ásamt smá húsfreyjustörfum.

Nú er það bara alvara lífsins því á næstu tveim vikum skal eftirfarandi gerast:
- skila einni ritrýni, 3 bls um smásögu
- skila 7 bls ritgerð um ekki minna verk en Frú Bovary vinkonu mína. Pælingar um exítensíalíska þreytu eða hugsanlega hið óþreytandi "mal du siécle" sem elti rómantísmann...spennandi en kem mér ekki af stað.
- ljóðagreining á x bls fjölda ( vantar bls tal ) um ljóð eftir Baudelaire, mjög strangar reglur um uppbyggingu og pælingar og vex mér stórkostlega í augum.

Einnig skal tekið 1 próf í Bókmenntum 19 og 20 aldar og til að setja punktinn yfir i ið mitt þá er best að henda inn einu málfræðiprófi í kaupbæti.

Og hver segir að kennarar kunni ekki að samhæfa sig?

Þetta er engan veginn nógu krefjandi fyrir mig svo ég ætla að henda inn eins og 40 tímum af vinnu og skipulagsmálum tengdri Túnisferð sem er heldur betur yfirvofandi ásamt skipulagningu á árshátíð fyrir deildina.

GOTT AÐ MÉR LEIÐIST EKKI :)

Friday, February 24, 2006

Mmm...ég hlakka til!!!

Bókuðum flug í gær og förum 13. maí, fæ fimm daga í Paradís með sætustum


La Primavera ekki svo mikið primó

Jæja, var að koma heim úr ræktinni, einn kaffibolli og blogg og svo skal lært eins og mófó. Smásögupróf og fyrirlestur á mánudaginn og svo þyrfti ég að skella saman eins og einni rýni á eina aðra smásögu sem er reyndar þrælskemmtileg.

Bauð mínum heittelskaða út að borða í gærkvöldi á La Primavera í tilefni Food og Fun þar sem hægt er að borða 4 rétta fyrir hófsamlegt verð miðað við okkar litlu eyju.

Forrétturinn var svona sample diskur með tveim tegundum af hráskinku, gorgonzola, mozzarella ferskum, ólífum og einhverju fleiru sniðugu og var alveg ágætur ( ekkert kraftaverk á bak við það að raða hlutum úr pökkum á disk ).

Antipasto var svo eitt stykki af saltfisks raviolo sem var áhugavert en ekkert meira en það.

Aðalrétturinn var svo frampartastykki af einhverju lambi sem var hægeldað í 6 tíma með kartöflum og einhverri mús.

Desertinn var svo frönsk súkkulaði með einhverju sem átti að vera panna cotta en var heldur langt frá því að vera það.

Verð að segja að þetta olli miklum vonbrigðum og það eina sem fær 5 stjörnur þetta kvöld er félagsskapurinn sem var einstakur og svo rauðvínsglasið sem var drukkið með því það var mjög gott. Gorgonzolann var stórfenglegur líka en það skrifast ekki á kokkinn. Ég hef borðað betri mat á Primavera í hádeginu en þá eru þeir með þriggjaréttað fyrir hófsamlegt verð og það hefur verið mjög gott hjá þeim.

Uss puss, þessi útlenski kokkur má bara fara heim til sín!

Annað kvöld verður romantik.is en með öðrum hætti en ætla mætti, hjálpartækjakynning í kópavoginum og ætla stelpurnar að leggjast í mikla eyðslu. Þetta verður kvöld með píkuskrækjum í margföldu veldi og ég hlakka bara til!


Góða helgi

Tuesday, February 21, 2006

Ekki lasarus lengur

Jibbý, komin út aftur eftir veikindin sem er alltaf ágætt. Vigtin þokast niður á við hægt og rólega, reyni að vera þolinmóð eftir fremsta megni þó þolinmæðin hafi ekki alltaf verið mín sterkasta hlið!

Túnisferðin lítur betur út og þessi vika bjartari en sú síðasta. Ekki skemmir að ég er á leið í hjálpartækjakynningu í boði frönskudeildarinnar og romantik.is á laugardaginn og á von á miklum píkuskrækjum og skemmtilegheitum.

Saturday, February 18, 2006

Lasarus

Úff, alla vikuna gekk ég með svona flensutilfinningu í maganum, var öll skrítin í líkamanum og í gær fann ég að þetta var bara að bresta á. Lét það samt ekki aftra mér í brjálaðri tiltekt á vinnustaðnum og púlaði og hamaðist þrátt fyrir svitakóf og svimaköst. Fór svo í dinnerboð hjá vinnuveitandanum eða eins og ég hef kallað hann í mörg ár, stóra bróður mínum. Meikaði það ekki í gegnum desertinn og varð frá að hverfa áður en heimalagaði ísinn og marssósan náði á borðið...djö! Svaf svo tæpa 4 tíma í nótt og sit nú fyrir framan skjáinn í svitakófi, guð minn góður! Rennur af mér svitinn og ég á leið í Kolaportið til að safna fyrir Túnisferð sem ég veit ekki einu sinni hvort verði farin. Lífið er dásamlegt. Er með smá hita en ætla samt að mæta og sinna mínum skyldum áður en ég leggst alveg núna seinni partinn. Planið er að vera komin heim milli 13 og 14 og þá get ég tekist á við það að ég sé lasin. Sex and the City seríurnar biða mín allar hérna, keypti þær í fríhöfninni og því mun ekki vanta afþreyinguna!

Stundum er það helvíti hart að vera svona samviskusamur, vildi óska þess að ég ætti meira kæruleysi í mér.

Sunday, February 12, 2006

Örvænting á sunnudegi!

Kaffikannan ónýt, mokka kannan týnd og próflestur í undirbúningi! Hvað gera bændur þá? Jú, það er bara hellt uppá á gamla vísu sem er svo sem ekkert verra, bara tímafrekt! Kaffi komið í bollann og ég til í slaginn.

Ágætt að læra um rómantíkerana eins og Hugo í janúar depressjóninni, það á svo ágætlega við því þeir voru svo ægilega dramatískir, en það er ég líka þessa dagana!

Margt að gerast í toppstykkinu, margar pælingar í gangi varðandi Erasmus draumana og sjáum hvað setur.

P.s. vill einhver gefa mér nýja mokkakonnu, kvörn til að mala kaffibaunir og svo svona dót til að flóa mjólk? Mér er spurn!

Saturday, February 11, 2006

Ættu betur heima í ruslinu?

Óheyrilegt magn af slæmum lögum sem rötuðu í sjónvarpið síðustu vikurnar í nafni forkeppni Eurovision.

Horfði á svona upprifjun núna og það versnaði bara og versnaði og varð alveg svart þegar það var eitthvað lag með blandí poka fíling, rapp og country saman, kona í bleikum kjól að syngja ægilega væmið og svo kom töffara rappari...hvað var það eiginlega?

Saga Íslands í Eurovision er sorgleg!

það sem ég græt mest samt er að horfa á eftir peningunum sem RÚV eyddi í þetta bingó allt saman og koma beint úr mínum eigin vasa þar sem ég er tilneydd til að borga í þetta. Mín vegna hefði mátt draga einn af þessum hroðbjóðum uppúr hatti random og senda þarna út. Hefði engu breytt!

Það eina sem lífgar uppá þetta er að sjálfsögðu Til hamingju Ísland sem hefur loks graspað almennilega conceptið og Silvía Nótt fær vissulega mitt atkvæði enda ekkert verra að segja hlutina bara eins og þeir eru!

Tuesday, February 07, 2006

Heima er best

Jæja, þá er maður kominn aftur frá London.

Yndisleg ferð í alla staði og algjör stelpuferð. Mikið verslað og mikið slúðrað, drukkið soldið hvítvín og bjór inná milli, borðaður góður matur, farið í sirkus og á söngleik, vínsmökkun, londoneye og Dalí safn fyrir suma en Aquarium fyrir aðra. Lærði margt á þessari ferð en stærsta lexían var auðvitað að geta sofið án Arnars. Fyrsta nóttin var hræðileg svo ekki sé meira sagt en það vandist alveg.

Dásamlegt að geta verslað án þess að vera með samviskubit yfir því að Arnari leiddist og yndislegt að dúlla mér á markaði í marga klukkutíma. Sumt getur maður bara ekki gert með kærastanum sinum!

Breytir því ekki að það var æði að koma heim og fá knús og kúr en þess var sárt saknað í London, Herbertinn minn er bara ekki mikið fyrir að kúra með mér. Mín beið blómvöndur sem ilmaði og nýklipptur kærastinn og hef helst ekki viljað sleppa honum siðan þó að ég hafi nú neyðst til þess.

Við stúlkurnar erum samt enn að jafna okkur enda var tekið harkalega á því í þessari ferð, dagskrá frá 10.00 til 12.00 á miðnætti en þá lullaðist maður inn á hótel og lognaðist út af eftir slúðurtörn og tilheyrandi. Úff hvað það getur stundum verið þreytandi að hafa það gaman :)

Wednesday, February 01, 2006

WorldClass

Er fyrirtæki sem mun aldrei sjá krónu frá mér framar, hef aldrei átt í samskiptum og viðskiptum við eins fáránlegt viðskiptaapparat eins og þetta fyrirtæki sem byggir viðskipti sín á svikum og prettum eftir því sem ég fæ best séð.

Gerði tímabundinn samning uppá 12 mánuði og vildi losna eftir 6 en það er ekki hægt svo að ég harkaði af mér. Nema kemur í ljós að samningurinn var í raun 14 mánuðir en ekki 12 eins og talað var um. Ekki nóg með það heldur hækka þau verð á samningnum án þess að það sé talað um það þar og án þess að láta vita. Bera við sig vísitöluhækkunum. Gott og vel, en þú gerir það ekki á gildandi samningi sem er uppá ákveðið verð.

Mæli með að fólk færi viðskipti sín annað en í World Class! Er dauðfegin að vera laus við þau, því eftir hávaðarifrildi er ég laus undan þessum auka 2 mánuðum.

Bæjó, farin til London


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?