Friday, February 24, 2006
La Primavera ekki svo mikið primó
Jæja, var að koma heim úr ræktinni, einn kaffibolli og blogg og svo skal lært eins og mófó. Smásögupróf og fyrirlestur á mánudaginn og svo þyrfti ég að skella saman eins og einni rýni á eina aðra smásögu sem er reyndar þrælskemmtileg.
Bauð mínum heittelskaða út að borða í gærkvöldi á La Primavera í tilefni Food og Fun þar sem hægt er að borða 4 rétta fyrir hófsamlegt verð miðað við okkar litlu eyju.
Forrétturinn var svona sample diskur með tveim tegundum af hráskinku, gorgonzola, mozzarella ferskum, ólífum og einhverju fleiru sniðugu og var alveg ágætur ( ekkert kraftaverk á bak við það að raða hlutum úr pökkum á disk ).
Antipasto var svo eitt stykki af saltfisks raviolo sem var áhugavert en ekkert meira en það.
Aðalrétturinn var svo frampartastykki af einhverju lambi sem var hægeldað í 6 tíma með kartöflum og einhverri mús.
Desertinn var svo frönsk súkkulaði með einhverju sem átti að vera panna cotta en var heldur langt frá því að vera það.
Verð að segja að þetta olli miklum vonbrigðum og það eina sem fær 5 stjörnur þetta kvöld er félagsskapurinn sem var einstakur og svo rauðvínsglasið sem var drukkið með því það var mjög gott. Gorgonzolann var stórfenglegur líka en það skrifast ekki á kokkinn. Ég hef borðað betri mat á Primavera í hádeginu en þá eru þeir með þriggjaréttað fyrir hófsamlegt verð og það hefur verið mjög gott hjá þeim.
Uss puss, þessi útlenski kokkur má bara fara heim til sín!
Annað kvöld verður romantik.is en með öðrum hætti en ætla mætti, hjálpartækjakynning í kópavoginum og ætla stelpurnar að leggjast í mikla eyðslu. Þetta verður kvöld með píkuskrækjum í margföldu veldi og ég hlakka bara til!
Góða helgi
Bauð mínum heittelskaða út að borða í gærkvöldi á La Primavera í tilefni Food og Fun þar sem hægt er að borða 4 rétta fyrir hófsamlegt verð miðað við okkar litlu eyju.
Forrétturinn var svona sample diskur með tveim tegundum af hráskinku, gorgonzola, mozzarella ferskum, ólífum og einhverju fleiru sniðugu og var alveg ágætur ( ekkert kraftaverk á bak við það að raða hlutum úr pökkum á disk ).
Antipasto var svo eitt stykki af saltfisks raviolo sem var áhugavert en ekkert meira en það.
Aðalrétturinn var svo frampartastykki af einhverju lambi sem var hægeldað í 6 tíma með kartöflum og einhverri mús.
Desertinn var svo frönsk súkkulaði með einhverju sem átti að vera panna cotta en var heldur langt frá því að vera það.
Verð að segja að þetta olli miklum vonbrigðum og það eina sem fær 5 stjörnur þetta kvöld er félagsskapurinn sem var einstakur og svo rauðvínsglasið sem var drukkið með því það var mjög gott. Gorgonzolann var stórfenglegur líka en það skrifast ekki á kokkinn. Ég hef borðað betri mat á Primavera í hádeginu en þá eru þeir með þriggjaréttað fyrir hófsamlegt verð og það hefur verið mjög gott hjá þeim.
Uss puss, þessi útlenski kokkur má bara fara heim til sín!
Annað kvöld verður romantik.is en með öðrum hætti en ætla mætti, hjálpartækjakynning í kópavoginum og ætla stelpurnar að leggjast í mikla eyðslu. Þetta verður kvöld með píkuskrækjum í margföldu veldi og ég hlakka bara til!
Góða helgi
Click Here