Tuesday, February 07, 2006

Heima er best

Jæja, þá er maður kominn aftur frá London.

Yndisleg ferð í alla staði og algjör stelpuferð. Mikið verslað og mikið slúðrað, drukkið soldið hvítvín og bjór inná milli, borðaður góður matur, farið í sirkus og á söngleik, vínsmökkun, londoneye og Dalí safn fyrir suma en Aquarium fyrir aðra. Lærði margt á þessari ferð en stærsta lexían var auðvitað að geta sofið án Arnars. Fyrsta nóttin var hræðileg svo ekki sé meira sagt en það vandist alveg.

Dásamlegt að geta verslað án þess að vera með samviskubit yfir því að Arnari leiddist og yndislegt að dúlla mér á markaði í marga klukkutíma. Sumt getur maður bara ekki gert með kærastanum sinum!

Breytir því ekki að það var æði að koma heim og fá knús og kúr en þess var sárt saknað í London, Herbertinn minn er bara ekki mikið fyrir að kúra með mér. Mín beið blómvöndur sem ilmaði og nýklipptur kærastinn og hef helst ekki viljað sleppa honum siðan þó að ég hafi nú neyðst til þess.

Við stúlkurnar erum samt enn að jafna okkur enda var tekið harkalega á því í þessari ferð, dagskrá frá 10.00 til 12.00 á miðnætti en þá lullaðist maður inn á hótel og lognaðist út af eftir slúðurtörn og tilheyrandi. Úff hvað það getur stundum verið þreytandi að hafa það gaman :)

Comments:
velkomin heim ljúfan mín :)
 
Ohhh er strax farin að sakna ykkar... hugga mig yfir skyri og osti.
 
Silli minn, ekki gleyma því að ég er búin að heita á ykkur með NY!

Annars bara æðislega gaman að vera með þér úti, þú ert yndisleg!

S
 
Takk fyrir hrósið....þetta kemur nú samt úr hörðustu átt!!!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?