Monday, February 27, 2006

Tíhíhí

Laugardagskvöldinu var varið í góðra kvenna hópi, stelpnanna úr frönskunni. Dagskrá kvöldsins var ekki af verri taginu, við fengum til okkar góða konu sem starfar hjá Romantik.is sem hélt fyrir okkur kynningu á alls kyns nauðsynlegum varningi fyrir öll góð heimili :)

Konan góða mætti á svæðið með tvo kassa sem voru fullir af ýmiss konar dóti, sumt hafði ég nú séð áður og annað kom á óvart. Eitt var bersýnilegt, við stúlkurnar erum tengdar bleika litnum að eilífu. Megnið af varningnum kom nefninlega í bleiku sem einhvernveginn setti rómantískari blæ yfir þetta allt saman. Eitt eða á ég að segja einn fannst mér ekki svo rómó en þið getið séð það sjálf hérna . Þessi vakti upp mikinn hlátur hjá hópnum og miklar vangaveltur um göngulag kvenna daginn eftir að hafa rekist á þennan.

Það var mikið hlegið, mikið talað og mikið spurt og óhætt að segja að engin okkar hafi farið tómhent heim.

Nokkrar vel valdar og ritskoðaðar myndir verða settar inn á blogg frönskunnar, læt vita þegar það gerist!

Annað merkilegt frá helginni, rómantískir göngutúrar í Laugardalnum seint á föstudagskvöldi og svo bókamarkaður og göngutúr í Öskjuhlíðinni á laugardaginn. Lærdómurinn var tekinn með trompi í gær ásamt smá húsfreyjustörfum.

Nú er það bara alvara lífsins því á næstu tveim vikum skal eftirfarandi gerast:
- skila einni ritrýni, 3 bls um smásögu
- skila 7 bls ritgerð um ekki minna verk en Frú Bovary vinkonu mína. Pælingar um exítensíalíska þreytu eða hugsanlega hið óþreytandi "mal du siécle" sem elti rómantísmann...spennandi en kem mér ekki af stað.
- ljóðagreining á x bls fjölda ( vantar bls tal ) um ljóð eftir Baudelaire, mjög strangar reglur um uppbyggingu og pælingar og vex mér stórkostlega í augum.

Einnig skal tekið 1 próf í Bókmenntum 19 og 20 aldar og til að setja punktinn yfir i ið mitt þá er best að henda inn einu málfræðiprófi í kaupbæti.

Og hver segir að kennarar kunni ekki að samhæfa sig?

Þetta er engan veginn nógu krefjandi fyrir mig svo ég ætla að henda inn eins og 40 tímum af vinnu og skipulagsmálum tengdri Túnisferð sem er heldur betur yfirvofandi ásamt skipulagningu á árshátíð fyrir deildina.

GOTT AÐ MÉR LEIÐIST EKKI :)

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?