Tuesday, May 02, 2006
Í formi
Fór út að hjóla í gær. Hjólaði niður í bæ og svo meðfram sjónum heim aftur. Undanfarin tvö ár hef ég tekið hjólið mitt fram og hjólað í vinnuna og heim aftur. Það var svo erfitt að ég tók hjólið ekki aftur fram það sumar. Núna er ég búin að vera í ræktinni frá því í janúar og það var leikur einn að hjóla þennan hring. Gaman að sjá svona skýrt dæmi um það hvernig heilsunni fer fram hjá manni! Ánægð með sjálfa mig og þjálfarann!
Svo grilluðum við fisk í matinn sem var hryllilega góðður, bleikja....setti ólífuolíu á hann, kryddaði með salti, pipar og herbes de provence og setti svo sítrónu og lime sneiðar yfir og á grillið í álpappír....algjört nammi!
Og á morgun fæðist nýr einstaklingur í fjölskylduna! Gaman að vita það með svona fyrirvara, verður gaman að kynnast nýjum einstakling og verða tvöföld föðursystir og frænka!
Svo grilluðum við fisk í matinn sem var hryllilega góðður, bleikja....setti ólífuolíu á hann, kryddaði með salti, pipar og herbes de provence og setti svo sítrónu og lime sneiðar yfir og á grillið í álpappír....algjört nammi!
Og á morgun fæðist nýr einstaklingur í fjölskylduna! Gaman að vita það með svona fyrirvara, verður gaman að kynnast nýjum einstakling og verða tvöföld föðursystir og frænka!
Click Here