Tuesday, January 17, 2006

Mikilmennskan

Síðasta einkunnin kom í hús og var sú hæsta sem ég hef augum litið en olli miklu mikilmennskubrjálæði hjá undirritaðri. Ákvað að skynsamlegt væri að troða mér í 20 einingar þar sem allt var svo skemmtilegt og yndislegt í skólanum og ég svona svakalega klár!

Erfiðasta verkefni annarinnar er Spænska fyrir byrjendur 2. Ég lærði spænsku í MH hjá henni Túliníus vinkonu minni en verð að viðurkenna að þegar ég flutti til Frakklands lokaði ég þennan part heilans úti og einblíndi bara á frönskuna og hef því miklu týnt. Mætti í tíma og fékk námsáætlun á spænsku en lét ekki slá mig út af laginu og skrifaði eins bls ritgerð um hvað ég gerði í síðustu viku...hlakka til að fá hana rauða og útbíaða til baka!

Kennarar hafa loks skilið tilgangs náms og þó að ég sé í svona mörgum einingum lítur út fyrir að einungis tvö lokapróf verði á þessari önn, eitt 60% en hitt einungis 30%. Vill samt setja út í alheiminn kenningu mína um að þau verði vissulega þau öftustu á próftöflu, nú eða eitt fremst og eitt aftast. Þannig er karmað bara!

Kveð að sinni, ætla að fara og lesa Öskubusku á frönsku!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?