Tuesday, January 03, 2006
The sound of music
Arnar fékk heimabíó í jólagjöf og í því er leikin tónlist þessa dagana fremur en kvikmyndir á meðan beðið er eftir 32" lcd sjónvarpinu sem fylgdi með heimabíóinu. Nú ætla ég að fara og kaupa mér nokkra geisladiska hugsa ég...m.a. Anthony and the Johnsons.....heyrði lag með honum í útvarpinu og fannst það snilld. Annar ofarlega á listanum er Ampop...nýji diskurinn þeirra er frábær! Svo langar mig að eiga Damien Rice disk en þann mann ætla ég að sjá á tónleikum núna á föstudaginn og hlakka mikið til. Hefði samt viljað sjá hann í minna locali en höllinni en maður tekur hreinlega því sem býðst...ekki satt?
Áramótaheitin þetta árið voru engin...sakna þess soldið að hafa ekki gert nein. Áður fyrr var ný dagbók opnuð á þessum degi og byrjað á áramótaheitunum áður en almennt væl tók við um hitt og þetta...fyllti heilu bls af væli og sjálfsvorkunn hér áður fyrr...alveg glatað að lesa það í dag.
Og já...ég las ömurlega bók um daginn...sennilega með verri bókum sem ég hef lesið um ævina. það var bókin Djöflaterta sem leit skemmtilega út, í bleikri kápu sem höfðaði svo mjög til mín. Ritstjórn og prófarkalestur var greinilega ekki ofarlega í huga útgáfunnar en svo virkaði efnið engan veginn heldur, plottið hreinlega gekk ekki upp og endirinn var lousy. Vantar almennilegan íslenskan skutluskáldskap hingað, svona í anda Dís. Kannski ég ætti bara að skrifa eina svona skutlubók.....hmm?
Áramótaheitin þetta árið voru engin...sakna þess soldið að hafa ekki gert nein. Áður fyrr var ný dagbók opnuð á þessum degi og byrjað á áramótaheitunum áður en almennt væl tók við um hitt og þetta...fyllti heilu bls af væli og sjálfsvorkunn hér áður fyrr...alveg glatað að lesa það í dag.
Og já...ég las ömurlega bók um daginn...sennilega með verri bókum sem ég hef lesið um ævina. það var bókin Djöflaterta sem leit skemmtilega út, í bleikri kápu sem höfðaði svo mjög til mín. Ritstjórn og prófarkalestur var greinilega ekki ofarlega í huga útgáfunnar en svo virkaði efnið engan veginn heldur, plottið hreinlega gekk ekki upp og endirinn var lousy. Vantar almennilegan íslenskan skutluskáldskap hingað, svona í anda Dís. Kannski ég ætti bara að skrifa eina svona skutlubók.....hmm?
Comments:
<< Home
Gleðilegt ár ljúfan mín og takk fyrir afbragðsfínan nýjársfagnað :)
Ef þú myndir skrifa svona bók, eða hvaða bók sem er, er ég viss um að það væri milu meira varið í hana en flestar aðrar bókmenntir. Allavega myndi ég kaupa hana og lesa!!!
Post a Comment
Ef þú myndir skrifa svona bók, eða hvaða bók sem er, er ég viss um að það væri milu meira varið í hana en flestar aðrar bókmenntir. Allavega myndi ég kaupa hana og lesa!!!
<< Home
Click Here