Wednesday, December 07, 2005

Thorsararnir

Ég tala sjaldan um íslenskt bókmenntalíf, nema í skjóli fjölskyldu minnar og vinnu, sennilega vegna þess að ég er mjög lituð af mínu eigin. En get þó ekki setið á mér að tjá mig um Thorsarana. Finnst ótrúlegt að ritskoðun sé komin upp á pallborðið aftur og að það sé staðreynd sem höfundar landsins þurfi að óttast í dag. Þeir geta snúið þessu eins og þeir vilja, þetta var ekkert annað en ritskoðun og alveg á hreinu að þessi kafli um þetta hjónaband hafi farið út því ósamræmið í lygum útgáfustjórans og neitun höfundar til að tjá sig um málið segir allt sem segja þarf. Að farga heilu upplagi af bók þýðir kosntað upp á einhverjar millur, en það hefur augljóslega verið vel þess virði fyrir þá. Mikið vildi ég að ég ætti eintak af útgáfunni sem var fargað eða að einhver kæmi fram með það eintak. Hinsvegar langar mig ekki í eintak af nýju útgáfunni, styð ekki ritskoðun!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?