Sunday, May 08, 2005
Mamma mia
Fórum með tengdó í gær að borða á Ítalíu. Fengum frábæran mat og tengdó var ánægð með pakkana þannig að þetta var bara vel heppnað held ég. Hún fékk Damien Rice geisladisk, sumarlyktina frá CK og martini glös, sem eru ótrúlega töff þó ég segi sjálf frá. Er mikið að hugleiða að byrja að drekka martini núna, bara til að drekka úr smart glösum. Eða búa til flotta litríka kokteila og skella í glösin? Spurning hvað gert verður.
En anyways, eitt lærði ég þó í gærkvöldi, ekki fara með börn á veitingahús, önnur en McDonalds. Bróðir hans Arnars var alveg á útopnu og ég er ekki viss um að aðrir gestir veitingahússins hafi kunnað að meta skemmtiatriðin sem voru í hans boði.
En merkilegt hvað Ítalía er búin að vera til lengi, það var pakkað allan tímann í gærkvöldi sem við vorum þarna og vorum samt mætt kl 6. Maturinn var jafn góður og alltaf, fékk mér Calzone sem klikkar aldrei!
Ég nennekki að læra. Er enn og aftur farin að lesa söguna. Hissa á hversu mikið situr eftir frá þessari yfirferð minni í síðustu viku. Saga er samt mjög skemmtileg og ég get státað af því að vita meira um sögu Frakklands en Íslands enda draumurinn verið lengi vel að búa í Frakklandi fremur en á Íslandi....ekki segja Arnari, einn daginn hendi ég öllu búinu í gám, og Arnari meðtöldum og flyt okkur þangað. Hann sefur svo fast að hann myndi örugglega ekkki ranka við sér fyrr en það væri orðið of seint.
Og svo er kannski komið sumar núna, kannski hugsanlega snjóar ekki meira og hitastigið hækkar? Ég er allavegana farin að láta mig dreyma um útilegur útum víðan völl, ætla sko ekki að láta sumarið fara til spillis. Boða hér með til útilegu 1 helgina í júlí, jafnvel inní húsafell? Palli, hvar er eldstæðið okkar?
Parísarfundur í kvöld....var ég búin að segja ykkur hvað ég ætla að kaupa mikið af skóm í Frakklandi? Held skótískusýningu þegar ég kem heim.
En anyways, eitt lærði ég þó í gærkvöldi, ekki fara með börn á veitingahús, önnur en McDonalds. Bróðir hans Arnars var alveg á útopnu og ég er ekki viss um að aðrir gestir veitingahússins hafi kunnað að meta skemmtiatriðin sem voru í hans boði.
En merkilegt hvað Ítalía er búin að vera til lengi, það var pakkað allan tímann í gærkvöldi sem við vorum þarna og vorum samt mætt kl 6. Maturinn var jafn góður og alltaf, fékk mér Calzone sem klikkar aldrei!
Ég nennekki að læra. Er enn og aftur farin að lesa söguna. Hissa á hversu mikið situr eftir frá þessari yfirferð minni í síðustu viku. Saga er samt mjög skemmtileg og ég get státað af því að vita meira um sögu Frakklands en Íslands enda draumurinn verið lengi vel að búa í Frakklandi fremur en á Íslandi....ekki segja Arnari, einn daginn hendi ég öllu búinu í gám, og Arnari meðtöldum og flyt okkur þangað. Hann sefur svo fast að hann myndi örugglega ekkki ranka við sér fyrr en það væri orðið of seint.
Og svo er kannski komið sumar núna, kannski hugsanlega snjóar ekki meira og hitastigið hækkar? Ég er allavegana farin að láta mig dreyma um útilegur útum víðan völl, ætla sko ekki að láta sumarið fara til spillis. Boða hér með til útilegu 1 helgina í júlí, jafnvel inní húsafell? Palli, hvar er eldstæðið okkar?
Parísarfundur í kvöld....var ég búin að segja ykkur hvað ég ætla að kaupa mikið af skóm í Frakklandi? Held skótískusýningu þegar ég kem heim.
Comments:
<< Home
jii minn...jámm mín fór líka út að borða í gær og borðaði Calzone ;) má ég síðan stela skónum af þér ??
Post a Comment
<< Home
Click Here