Saturday, May 07, 2005

Að koma fyrstur úr prófi

Bwahahaha....sit hérna í tölvuverinu í Árnagarði, nýkomin úr prófi. Kennarinn minn var að mæta á svæðið og fékk taugaáfall þegar hún sá mig, hélt að hún hefði gert prófið svona létt. Verð að viðurkenna að þegar ég klára próf á 50 mínútum sem áætlaðar eru 3 klukkustundir í, þá fæ ég hnút í magan sjálf og byrja að draga mig í efa. En að sama skapi veit ég að ef ég byrja að fara yfir þá fer ég að gera mistökin. Það er þá sem ég fer að lagfæra rétta hluti og svona. Staðreyndin hlýtur þá að vera sú að ég hugsa að virka hraðar en aðrir? Af því svo gengur mér fínt í þessu þó að þetta sé kannski ekki auðvelt, allavegana myndi ég segja að þetta hafi ekki verið auðvelt.

Það er alltaf horft á mig eins og ég sé hálf geðveik þegar ég stend upp og labba út. Ég er svo meðvituð um aðra að ég held að það hljóti að hugsa að ég sé svona vitlaus og hafi ekki skrifað neitt inní blessað prófið...já, hressandi.

En kemur í ljós. Allavegana Málfræðin búin og þá neyðist ég víst til að leggjast yfir söguna, ekkert annað sem bíður. Út að borða samt í kvöld því tengdó á stórafmæli í dag...jei gaman!!!

Sif prófstressari

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?