Friday, May 13, 2005

Föstudagurinn 13, loksins

Búin að bíða eftir þessum degi í mánuð því í dag klára ég prófin.... líður eins og ég sé búin að vera endalaust í þessu rugli en sem betur fer klárast þetta í dag!!!

En fyrst þarf ég að taka eitt próf sem ég er hræðilega illa undirbúin og einfaldlega vona að það litla sem ég hef lært hafi verið nákvæmlega það rétta. Sem betur fer er þetta próf hjá honum Gérard mínum þannig að það er smá von.

Söguprófið hinsvegar var skandall, kennaratuskan tók ártalsspurningar utan námsefnis, en af einhverju helv. blaði sem hann dreifði án minnar vitneskju. Af sjö ártölum voru 3 sem ég vissi. Kemur aldrei fyrir mig að skilja eftir eitthvað sem ekki hefur verið svarað. Og til að gera málin verri, þá hafði hann ekki skrifað inná hvað hvert atriði gilti, engar prósentutölur þannig að það gæti hafa verið 5 % eða 50% for all I know! Meiri gaurinn. Svo kom hann heldur ekki í prófið þannig að við gátum ekki einu sinni spurt hann spurninga sem ég held að sé ólöglegt. Ég var svo reið eftir prófið, líka eftir allt hitt sem hann hefur boðið okkur uppá þessa önn, að ég lá hreinlega í rúminu það sem eftir lifði dags.

Mamma er að fara til NY í dag, og ætlar að koma heim með DVD handa mér, jibbý. Hinsvegar mun það bíða mín hér þangað til að ég kem heim frá París, vonandi með slatta af DVD sjálf....ætla að kaupa mér eitthvað af frönskum myndum til að eiga, finnst annað ómögulegt! Maður verður allavegana að eiga svona standard hluti eins og Amelíe og jafnvel fleira. Í kvöld er svo bara massafyllerí...og chill það sem eftir lifir helgar.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?