Sunday, May 29, 2005

Sveitin, kvebbin og bíóið

Fórum í bústað á föstudagskvöldið með Frikka, Sóley, Letitia, Gaelle og Denis og það var meiriháttar gaman. Hefði verið enn skemmtilegra ef ég hefði ekki verið með þetta helv. kvef mitt sem ég er enn að burðast með. Ég fann nefninlega ekkert bragð sem var mikil synd því það var setið og borðað í fimm klukkutíma með smá hléum inn á milli. Við elduðum fyllta sveppi, stórt salat, kartöflur, grillað lamb og svín, osta á milli og svo grillaðan banana inná milli og var fólk alveg búið á því þegar við kláruðum að borða í kringum eitt leytið. Útsýnið í sveitinni var yndislegt og allir voðalega ánægðir. Mikil fegurð í Skorradalnum, alltaf svo skemmtileg birta á vatninu og fjöllunum og svo er svo mikill gróður þar. Stoppið var samt stutt, fórum svo fljótlega eftir að við vöknuðum því Arnar var á leið í brúðkaup.

Í gær fór ég svo með Sóley og sá Monster in Law sem var bara ágæt alveg. Mér finnst þessar stelpu myndir bara alltaf ágæt afþreying þó þetta séu auðvitað engin meistaraverk. Svo fór ég bara heim til mín og beið eftir að kallinn kláraði brúðkaupið og sótti hann svo.

Í dag kveikti góða veðrið löngun til að kaupa grill...okkar grill er því miður orðið ansi ógeðfellt og engin lyst til að grilla á því lengur. Fórum og skoðuðum út um allt og endum eflaust á að kaupa broil king grill á morgun. Visa rað leysir málin!

Og á morgun byrja ég að vinna...veit ekki alveg hvort ég hlakki til....kannski smá....þetta verður allavegana mjög fínt. Vildi bara óska þess að ég hefði getað notað þessa viku meira, gert eitthvað skemmtilegt í staðinn fyrir að vera bara horhaus.

Og svo stendur Evrópa á öndinni, verður stjórnarskráin samþykkt í Frakklandi eður ei...hlakka til að sjá niðurstöðurnar úr.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?