Thursday, May 26, 2005

Pottþétt hermannaveikin!

Jæja, held að þetta sé örugglega hermannaveikin þannig að fólk þarf ekki að óttast smit.

Hef legið í rúminu í dag og glápt á Dawsons Creek sem mamma keypti handa mér í USA. Hef þess á milli drukkið vatn blandað með einhverjum ofur lyfum sem mamma fær hjá nuddaranum sínum og nálastungukonunni....hlýtur að lækna mig.

Á morgun ætlum við í Skorradalinn með þrjá frakka og tvo íslendinga, grilla góðan mat, drekka rauðvín og spjalla. Vona að bragðkirtlarnir verði vaknaðir af dvalanum þá svo ég fái notið matarins. Frakkarnir mínir fara heim eftir helgi og verður þeirra sárt saknað. Það verður undarlegt að tala ekki frönsku á hverjum degi í þrjá heila mánuði. Denis kemur aftur í byrjun september og þá ætti ég að geta tekið gleði mína á ný.

Ég byrja í vinnunni á mánudaginn, hlakka bara til, verður sérstaklega gaman að fá aftur tvo launaseðla útborgaða í staðinn fyrir einn, ekki veitir af til að borga visakvísa fyrir París! Svo dreymir mig um að bjóða Arnari til NY í afmælisgjöf þannig að verð að halda þétt á spöðunum til að ná því.

Comments:
ji minn eini...bara hermannaveiki ekki gott....NY er algveg staðurinn:)verðurðu í bókunum í sumar?? ég verð ekki í bókunum hehehehe
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?