Sunday, May 22, 2005

Belle Paris

Jæja, þá erum við komin aftur eftir frábæra ferð. Þetta var alveg hreint ótrúlega vel heppnað allt saman.

Vorum 25 saman og hópurinn náði mjög vel saman strax frá upphafi. Gérard var yndislegur leiðsögumaður, söng fyrir okkur og leiddi okkur út um allt.

Við vöknuðum alla morgna klukkan 8 og svo var lagt af stað klukkan 9 eftir franskan eðal morgunverð (croissant og pain au chocolat). Við löbbuðum svo til allt sem við fórum, stundum metró nokkrar stöðvar. Hefðum viljað vera með svona skrefmæli til að sjá hvað við löbbuðum mikið því það var ekki lítið. Við sáum því alveg rosalega mikið á stuttum tíma. Meðal þess sem við sáum var: Notre Dame kirkjan (löbbuðum upp), latínu hverfið, Sacre Cæur og Montmartre, Sigurbogann, Montparnasse, Mýrina, Eiffel turninn, Louvre, Orsay, sigling á Signu, Concorde o.s.fr.

Svo var borðað á mörgum fínum veitingastöðum, borðað picknick í mörgum fallegum görðum, labbað og labbað og svo síðasta kvöldið vorum við óvænt dregin inná sýningu og tónleika hjá Fílharmoníu lögreglunnar og einhvers sirkus og var það ótrúlega flott.

Barir voru stíft stundaðir og að ógleymdri trébrúnni þar sem við eyddum fimmtudagskvöldinu í að syngja ýmis falleg Eurovision lög og fylgjast með fréttum að heiman um gengi Selmu í forkeppninni. Ég var reyndar farin heim áður en úrslitin voru kunngjörð og var harmurinn víst slíkur að það þurfti að stoppa suma frá því að hoppa í Signu.

París er svo ótrúlega falleg borg og upplifa hana svona með leiðsögumann sem getur dregið mann allskonar leynigötur og sungið fyrir mann, það er algjör lúxus. Erum búin að ákveða nýja ferð á næsta ári, en þá ætlum við til Túnis!!!

En sumsé, mætt heim, þarf svona viku til að jafna mig eftir þetta og á eflaust eftir að segja meira frá ferðinni seinna....ætla að fara að gæða mér á ostunum og kirsuberjunum sem ég smyglaði til landsins!!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?