Thursday, May 05, 2005

Búin í dag

Jámm, heilinn orðinn vel steiktur eftir að hafa verið troðfylltur af ýmsum skemmtilegum málfræðistaðreyndum.

Annars á ég besta mann í heimi. Á meðan ég lærði í dag var hann að ryksuga, skúra og skipta um á rúminu og svo eldaði hann kvöldmat handa mér....engin smá þjónusta! Þegar það allt var búið færði hann mér bjór...snillingurinn! Þess má geta að þetta gerði hann allt án þess að fara á fætur því hann er ennþá í sloppnum...."such a happy housewife!"

Komin með sannkallað ógeð á hlöðunni, var heima hjá mömmu og pabba að læra í dag því þau eru í bústaðnum. Ætla að vera þar líka á morgun, ágætt alveg.

Annars er bara kominn lítill spennuhnútur í magann, yfir prófum, próflokadjammi og síðast en ekki síst París... :)Algjör draumur en hugurinn reikar líka þeim mun meira frá bókunum. Það er erfiðara að lesa undir próf í maí en í desember...það er á hreinu!

Kveð í bili.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?