Tuesday, May 31, 2005

Í vinnunni

Fyndið að vera komin hingað aftur að vinna....ekkert breyst...sem er svosem eðlilegt. Er svona að koma mér inní gírinn, setja mig inn í málin og fá verkefni. Þetta er voðalega notalegt allt saman.

Því meiri tíma sem ég eyði hérna kemst ég að því að ég hef mikla ástríðu fyrir bókaútgáfunni, þetta heillar mig mjög mikið, mismikið samt eftir sviðum, þannig að hver veit nema að í mér leynist næsti JPV? Það hlýtur að koma að því að núverandi JPV verði að taka því rólega.

Enn er ein einkunn sem ég bíð eftir..kennarinn sá arna lætur bíða eftir sér með það eins og allt annað á önninni sem var að líða. Ég sakna þess að vera ekki í skólanum því mér finnst svo gaman að vera þar. En sumarið verður væntanlega fljótt að líða. Er strax byrjuð að skipuleggja útilegur og annað spennandi...stefnan tekin á frönskunemaferð fyrstu helgina í júlí. Allir áhugasamir velkomnir með sem boðflennur.

Comments:
Er það sæti kennarinn þinn?? Er bjútíið hætt að virka sem afsökun ?? hehehe
 
hömmm, hljómar akkúrat öfugt við það sem ég myndi segja: hlakkar alltaf mest til sumarsins og fínt að vera í skóla þannig að maður þurfi ekki að vinna ;)
En allavega, komiði í heimsókn til mín á Borgarfirði Eystra - fullt af náttúruperlum og drasli hér, úúú :)
 
já, fegurðin fleytir manni ekki langt ef maður er óhæfur kennari Herborg!!!

Sóley: er það ekki svolítið langur akstur og hvernig endaðiru þarna og hvenær kemurðu í bæinn?
 
Sem betur fer erum við ekki kennarar ;) hehehhehe
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?