Saturday, May 14, 2005
Með hjartslátt í hausnum
Í gær kenndi ég Denis að drekka eins og íslenskur víkingur. Sem fól það í sér að ég varð svo drukkin að ég man ekki eftir öðru eins. Hress var ég þó fram eftir öllu og skemmti mér kostulega. Áfengisbirgðir heimilsins rýrnuðu töluvert, hálf pastisflaska, þrjár kippur af bjór og þrjár rauðvín hurfu ofan í mig og minn heittelskaða. Denis gat ekki talað þegar hann fór og ég lét hann hafa pening í leigubíl...múhahahaha, en hann var samt ótrúlega duglegur. Í æsingnum hringdum við í Philippe, Denis sá myndir af honum og var ekki vonsvikinn... Fish er þá að keyra núna fyrir kvikmyndahátíðina og var nýbúin að ljúka við að keyra Destinis Child sem eru þarna til að syngja í einhverri fermingarveislu hjá einhverjum ríkum gaur...ég er frekar abbó. Hér var mikill múgur og tveir svartir ruslapokar fullir af sönnunargögnum. Held að fólk hafi skemmt sér konunlega, sýndist það allavegana. Mikið hlegið og mikið fjör hér.En úff....í dag er fjörið búið og það býr trommari í hausnum á mér og fíll í maganum á mér og saman rembast þeir við að gera líf mitt ómögulegt. Í þessu ástandi verð ég að fara út og kaupa mér einhver föt svo ég verði ekki eins og ég veit ekki hvað í París.
Ætla að fara og halda áfram að vera þunn...bið ykkur vel að lifa...
og já, prófið gekk bara þokkalega, held að ég fái ekki neitt hræðilega einkunn
Ætla að fara og halda áfram að vera þunn...bið ykkur vel að lifa...
og já, prófið gekk bara þokkalega, held að ég fái ekki neitt hræðilega einkunn
Click Here