Tuesday, May 10, 2005

Nennessekki!

Eins skemmtilegt og það er að vera í skóla, þá er jafn leiðinlegt að taka próf. Sérstaklega þegar að um er að ræða mánaðartímabil.

Eftir eru saga og málsaga. Í dag þarf ég að læra utanbókar eins mikið og ég get. Margt er nú þegar komið inn í heilann á mér en þó er enn margt sem bíður eftir að finna sinn stað þar. Sáuð þið þáttinn um minnið á RÚV. Datt inní hann fyrir tilviljun og horfði á hluta af honum. Maður sem lagði á minnið 5 spilastokka, í hvaða röð spilin væru og var svo spurður útí öll spilin og hvar þau væru o.s.fr. og hann gat gert það ekkert mál. Hann er bara búinn að þjálfa heilann í sér til að gera þetta og ef ég hefði vitað af honum þá hefði ég eflaust ráðið hann í starf við að æfa mig fyrir prófin. Án efa ekkert mál fyrir þennan mann að læra undir próf.

Úti í París ætlum við að hitta Franska nemendur sem eru að læra íslensku í Sorbonne. Ákveðið var að halda sameiginlegan aperó þar sem þau koma með eitthvað franskt en við komum með eitthvað íslenskt. Og hvað, eini íslenski drykkurinn sem er áfengur sem við getum tekið með okkur er auðvitað brennivín. En svona til að jafna það út,þá verður maður eiginlega að taka hákarl, því það er ódrekkandi annars. Og hvaða álit er þá þetta grey fólk sem lærir íslensku komið með af landinu? Við reynum þá kannski að milda sjokkið og koma með reyktan lax? Aldrei að vita. Á meðan koma þau með rauðvín, hugsanlega franska osta eða skinkur og brauðið góða, baguette. Og í hnotskurn verður menningarmunurinn ljós: Frakkar eru fágað fólk með gamla rótsetna menningu á meðan við erum suddar sem drekkum rótsterkt vín og borðum illa lyktandi mat með. Æjá, ég skiptist gjarnan á milli þess að elska uppruna minn og fyrirlíta hann. Einhvern veginn finnst mér auðveldara að útskýra íslenska menningu þegar maður getur sett hana í tengsl við Íslenska ofsafengna náttúru því við íslendingar erum jú eins og náttúran okkar...skapstór, með mikla karaktera, getum verið jafn köld og við erum heit. En þegar ég þarf að útskýra þetta í París, í Sorbonne háskólanum finnst mér eins og ég missi tökin á þessu....æjá....!

Annars dreymir mig oft og reglulega núna að ég sé komin aftur til Cannes. Arnar er með mér og við erum að flytja þangað og ég er að hitta alla vini mína....Philippe, Richard og Kiki kötturinn minn eru í móttökunefndinni og allir gefa mér stórt knús og kossa á báðar kinnar. Ég held að það fari að verða tímabært að fara þangað aftur. Síðast þegar ég fór stoppaði ég í næstum viku og gisti hjá Stef. Hún fórnaði viðskiptunum (mella) og leyfði mér og Arnari að sofa í rúminu hennar, sem er jú skrifstofan hennar ef við horfum á þetta raunsætt. Sem mér fannst mjög hlýtt. Setja á stefnuskrána að fara til Cannes...en fyrst, verð ég eiginlega að fara að læra!

S

Comments:
Hahahha, ég kannast vel við það að vera stundum með nett ógeð á Íslandi og geta svo alveg misst mig af æsingi við að útskýra furðulegt eðli okkar Íslendinga fyrir útlendingum...soneretta bara!!!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?