Tuesday, June 06, 2006
Komin heim ´úr eyðimörkinni
Er ekki kominn tími á smá öppdeit?
Við erum sumsé komin aftur heim (fyrir viku síðan) og höfum legið í flensku og hóstaköstum síðan. (Arnar pakkaði bronkítis ofan í töskuna á leiðinni heim alveg óumbeðinn).
París var yndisleg, við fórum til Versala sem mér fannst mögnuð upplifun, svo heimsóttum við Louvre, röltum borgina þvera og endilanga, pikknikk í Lúxemborgargarði, mýrin, bjórinn o.s.fr. Við gistum í góðu yfirlæti hjá henni Gaelle vinkonu okkar þar til hópurinn kom en þá færðum við okkur yfir á hótel.
Túnis var yndisleg, hitabylgjan skall á um leið og Gallíu félagar lentu og við eyddum því viku í 40 stiga hita og oft meira (mælt í skugga skal tekið fram). Margt sem kom á óvart, t.d. hversu vestrænt þetta er alltsaman en samt með svona arabískum blæ.
Fyndnasta mómentið var án efa í miðri Sahara eyðimörkinni á úlfaldabaki og Guðni sat fyrir framan mig og blaðraði í farsímann sinn til Íslands. Já, í Túnis er alls staðar símasamband.
Við fórum sumsé eyðimerkurferð, í siglingu, gönguferð dauðans, hjólaferði dauðans, kynntumst guide dauðans, gistum á hóteli dauðans, með mati dauðans og fleira í þeim dúr. En þetta var mikil ævintýraferð og hópurinn er frábær og svo skemmtilegur að ég vil endilega halda áfram að ferðast með þeim.
H&M var tekin í bakaríið ósofin eftir flugið frá Túnis til P. Fyrst fór ég meðan strákarnir drukku í sig kraft og svo fór ég með þá eftir tvær rauðvínsflöskur og hjálpaði þeim að versla á sig. Öflug kona sjáiði til!
Heimkoman var góð, svona í 12 tíma, sérstaklega gott að sofa í rúminu sínu og borða íslenska pizzu og svona en svo tóku veikindin bara við og hafa hrjáð okkur síðan en það stendur allt til bóta og helgin er spennandi. Skemmtilegt planað fyrir hvern dag helgarinnar. Hlakka mikið ti á föstudaginn en þá er myndakvöld Túnisfara og það verður gaman að hitta alla aftur!
Nú er bara vinna í sumar, ef þið vitið um einhverja smá aukavinnu sem ég gæti unnið í sumar, helgar og á kvöldin, bara svona til að grípa í sem ég gæti fengið greidda án þess að ríkisvaldið komist að því, þá væri það vel þegið, því nú upphefst söfnunin fyrir Barcelona og ekki veitir af, leigan er svo dýr!
Svo er ykkur öllum boðið í mat til mín, hringið bara og fáið tímasetningu!
Við erum sumsé komin aftur heim (fyrir viku síðan) og höfum legið í flensku og hóstaköstum síðan. (Arnar pakkaði bronkítis ofan í töskuna á leiðinni heim alveg óumbeðinn).
París var yndisleg, við fórum til Versala sem mér fannst mögnuð upplifun, svo heimsóttum við Louvre, röltum borgina þvera og endilanga, pikknikk í Lúxemborgargarði, mýrin, bjórinn o.s.fr. Við gistum í góðu yfirlæti hjá henni Gaelle vinkonu okkar þar til hópurinn kom en þá færðum við okkur yfir á hótel.
Túnis var yndisleg, hitabylgjan skall á um leið og Gallíu félagar lentu og við eyddum því viku í 40 stiga hita og oft meira (mælt í skugga skal tekið fram). Margt sem kom á óvart, t.d. hversu vestrænt þetta er alltsaman en samt með svona arabískum blæ.
Fyndnasta mómentið var án efa í miðri Sahara eyðimörkinni á úlfaldabaki og Guðni sat fyrir framan mig og blaðraði í farsímann sinn til Íslands. Já, í Túnis er alls staðar símasamband.
Við fórum sumsé eyðimerkurferð, í siglingu, gönguferð dauðans, hjólaferði dauðans, kynntumst guide dauðans, gistum á hóteli dauðans, með mati dauðans og fleira í þeim dúr. En þetta var mikil ævintýraferð og hópurinn er frábær og svo skemmtilegur að ég vil endilega halda áfram að ferðast með þeim.
H&M var tekin í bakaríið ósofin eftir flugið frá Túnis til P. Fyrst fór ég meðan strákarnir drukku í sig kraft og svo fór ég með þá eftir tvær rauðvínsflöskur og hjálpaði þeim að versla á sig. Öflug kona sjáiði til!
Heimkoman var góð, svona í 12 tíma, sérstaklega gott að sofa í rúminu sínu og borða íslenska pizzu og svona en svo tóku veikindin bara við og hafa hrjáð okkur síðan en það stendur allt til bóta og helgin er spennandi. Skemmtilegt planað fyrir hvern dag helgarinnar. Hlakka mikið ti á föstudaginn en þá er myndakvöld Túnisfara og það verður gaman að hitta alla aftur!
Nú er bara vinna í sumar, ef þið vitið um einhverja smá aukavinnu sem ég gæti unnið í sumar, helgar og á kvöldin, bara svona til að grípa í sem ég gæti fengið greidda án þess að ríkisvaldið komist að því, þá væri það vel þegið, því nú upphefst söfnunin fyrir Barcelona og ekki veitir af, leigan er svo dýr!
Svo er ykkur öllum boðið í mat til mín, hringið bara og fáið tímasetningu!
Click Here