Tuesday, June 27, 2006

Mér finnst rigningin góð...

Ójá, það má ýmislegt gera í rigningu. Mér hafði hinsvegar aldrei komið til hugar að skokka, gera armbeygjur, froska, hnébeygjur, hopp, skopp og svo magaæfingar í rigningu á blautu malbiki.

Ég var ekkert smá stolt þegar að æfingunni lauk og ég hafði gert það sem mér var sagt að gera, stundum náði ég ekki að gera það jafn oft og aðrir en ég kláraði málið þó ég væri svoleiðis rennandi blaut í gegn og hægt að vinda öll fötin mín. En vá hvað ég var líka búin þegar við komum heim. Úff

Svo var yours truly bara í blaðaviðtali áðan, spjalla við ferðablað moggans um ferðina til Túnis og svona. Já, maður er frægur!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?