Friday, November 04, 2005

Í heimi þagnarinnar!

Hvar er hann, þessi heimur þagnarinnar? Auðvitað Þjóðarbókhlaðan, hvað annað. Dásemdin ein því minn heittelskaði kom mér á HI netið og nú get ég setið hér, þóst læra en í raun surfað um netið. Væri raunhæft ef ég kynni að sörfa um netið. Skoða bloggsíður og pirra mig á sinnuleysi vina og vinkvenna, hirðuleysi mikið ríkir á bloggsíðum landans. Þaðan fer ég á mbl.is og les slæmar fréttir um óeirðir og ljótar fuglaflensur, svo skoða ég HI póstinn minn sem tilkynning mér menningarlega fyrirlestra sem ég get ekki sótt sökum menningarlegrar minnimáttarkenndar minnar og þá er ekkert eftir nema að skoða stöðuna á bankanum sem ég reyni yfirleitt að forðast í lengsu lög sökum slæmrar samvisku í eyðslumálum. Og þar með líkur tilvist minni á netinu.

Fór tvisvar í bíó í vikunni sem er mögnuð tölfræðileg staðreynd miðað við hinar vikur ársins. Sá Assassination of Richard Nixon og ákvað að Sean Penn væri með betri leikurum og svo sá ég In her shoes og ákvað að vera skotin í Toni Collette úr Muriels Wedding. Myndirnar mjög ólíkar en báðar höfðu jákvæð áhrif á sálartetrið mitt sem þjáist þessa dagana af stressi og álagi og í svo miklum mæli að ég nenni engu! Nema kannski að horfa á One Tree Hill þar sem stærsta áhyggjuefnið er hvort Dan verði borgarstjóri og hvort hjónin nái saman á ný, nótabene eru þau gift á lokaári í High School sem samræmist ekki alveg siðum okkar hér í Vestrænu löndunum.

Æjá...svo er föstudagur, tvö partý í dag og bæði eru tímasett fyrir kl 20.00 sem er undarlegt á föstudegi en svona eru menningarvitarnir!

Comments:
Þjóðarbókhlaðan...rifjar upp gamlar minningar. Þegar við vorum saklausir unglingar í leit að griðarstað til próflestrar en vorum rekin á dyr:(
 
Já og okkur tókst að involvera Morgunblaðið í þessu og birta grein með mynd af okkur og umfjöllun um það hvernig ÞJÓÐARbókhlaðan vísaði framtíð þjóðarinnar á dyr!
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?