Monday, April 11, 2005

Alvarleiki lífsins

Síðasta kennsluvikan og eins gott að fara að hífa upp um sig brækurnar. Í tilefni þess heimsótti ég bókhlöðuna í dag og sat þar aðeins og las um hljóðfræði og svo hann André Gide minn sem er eiginlega uppáhaldshöfundurinn af því sem ég hef verið að lesa í vetur. Hann er alveg á mörkum þess gamla og nýja í frásögn og alveg ótrúlega samkynhneigður. Bókin sem ég er að lesa heitir The Counterfitters og er sannkölluð "gay lesning" því það er annar hver maður samkynhneigður og eins og gefur að skilja var hann sjálfur samkynhneigður. Hann giftist samt náfrænku sinni en átti þó alla tíð í opinskáum samskiptum við karlmenn. Man ekki í augnablikinu hver var þekktastur af þeim, það var eitt stórt nafn sem kom við sögu í þessu öllu saman... En allavegana samlífið á hlöðunni er alltaf eins. Fólk að pískra í öllum hornum sem í raun er meira pirrandi en ef fólk myndi bara tala í venjulegri tónhæð...fólk hlaupandi um með síma sem það hvíslar í "bíddu aðeins" o.s.fr. Gotta love it!

Fór í bíó á föstudaginn á Kvikmyndahátíð, sá Maria full of Grace og hún er bara alveg rosalega góð. Fékk mér bæklinginn fyrir hátíðina og sá að það eru ótal áhugaverðar og spennandi myndir og ætla mér að fara allavegana einu sinni í viðbót á hátíðina og svo vonast ég til að sjá hinar myndirnar eftir öðrum leiðum. Finnst ótrúlegt að selja aðgang á myndirnar á 800 krónur...finnst það alltof dýrt og eini aðri möguleikinn er að kaupa 10 miða aðgang á 5000 krónur en þar er bara einn miði á hverja mynd þannig að maður getur ekki nýtt það fyrir tvo og ég held að 10 myndir séu aðeins of mikið. Vildi óska þess að það væri ódýrara að fara í bíó...ég veit að ég myndi fara oftar ef svo væri og án efa myndi niðurhal minnka til muna. Mæli með að allir kíki á þetta og velji sér eina góða mynd til að sjá.

Er búin að liggja í Felicity og verð að segja að mér finnst það bara helv. góðir þættir. Þeir eru vel leiknir og raunverulegir... ég hafði eiginlega ekkert séð af þeim þegar þeir voru í gangi hérna. Elska seríur eins og áður hefur komið fram, en þó skal tekið fram að ég lifi mig alltof mikið inní þetta, geðsveiflur alveg hægri vinstri og ófá tár sem spretta fram við minnsta áreiti. Viðkvæm sál þó það sjáist kannski ekki um of.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?