Friday, April 01, 2005
Rómance í loftinu
Við ætlum að leggja í hann klukkan þrjú, búin að panta mat hjá Yndisauka og ég hlakka svo til. Ætla að henda mér í Ríkið og kaupa eins og eina rauðvín til að taka með okkur uppeftir.
Ritgerðin er heldur betur komin á gott flug, ég er komin með næstum 8 bls af 10 og þessar tvær sem eru eftir verða ekkert mál því ég er búin að ákveða hvaða efni verður þar. Vona bara að móðir mín verði sammála um ágæti hennar þegar að hún prófarkales fyrir mig.
Annars byrjaði ég morgunin á ansi undarlegan hátt...fór niður í JPV í morgunkaffi sem er alltaf á föstudögum og væri ekki frásögur færandi nema að á móti mér tók töframaður sem hélt fyrir okkur töfrabragðasýningu...ótrúlega öðruvísi en það er nú líka 1.apríl!
Hef verið að fylgjast með þessu af miklum áhuga. Verð að segja að mér finnst þetta heldur betur vera í hag konunnar og fjölskyldunnar, hugsið ykkur að vera með lífið á pásu í 15 ár, þú ert ekki skilinn en konan þín er búin að vera í dái og því ekki eins og þú sért giftur í strangasta skilningi, lífið er bara í biðstöðu eftir að eitthvað gerist. Og bara Bushinn að blanda sér inní þetta eins og hann hafi ekki meira að gera, ótrúlegt hvað verður að stórum málum í USA meðan önnur mál taka minna pláss sem eru mun stórvægilegri.
En annars segi ég bara góða helgi!
Ritgerðin er heldur betur komin á gott flug, ég er komin með næstum 8 bls af 10 og þessar tvær sem eru eftir verða ekkert mál því ég er búin að ákveða hvaða efni verður þar. Vona bara að móðir mín verði sammála um ágæti hennar þegar að hún prófarkales fyrir mig.
Annars byrjaði ég morgunin á ansi undarlegan hátt...fór niður í JPV í morgunkaffi sem er alltaf á föstudögum og væri ekki frásögur færandi nema að á móti mér tók töframaður sem hélt fyrir okkur töfrabragðasýningu...ótrúlega öðruvísi en það er nú líka 1.apríl!
Hef verið að fylgjast með þessu af miklum áhuga. Verð að segja að mér finnst þetta heldur betur vera í hag konunnar og fjölskyldunnar, hugsið ykkur að vera með lífið á pásu í 15 ár, þú ert ekki skilinn en konan þín er búin að vera í dái og því ekki eins og þú sért giftur í strangasta skilningi, lífið er bara í biðstöðu eftir að eitthvað gerist. Og bara Bushinn að blanda sér inní þetta eins og hann hafi ekki meira að gera, ótrúlegt hvað verður að stórum málum í USA meðan önnur mál taka minna pláss sem eru mun stórvægilegri.
En annars segi ég bara góða helgi!
Click Here