Saturday, April 30, 2005
Og þá kom laugardagur
Sem er samt alveg eins og allir hinir dagarnir um þessar mundir. Þykjast læra, horfa á sjónvarpið, horfa út í loftið, lesa smá o.s.fr. Vika í næsta próf, nú verður maður að hysja upp um sig!
Svo er búið að lýsa yfir brjáluðu próflokapartýi hjá mér sem er fínt að hlakka til.
Ég og Arnar keyptum nótt á Flughótelinu fyrir vildarpunktana okkar. Þá þurfum við nefninlega ekki að vakna jafn snemma þegar við förum til Parísar, klukkutíma lengri svefn skiptir öllu, sérstaklega þegar er verið að tala um að vakna klukkan 5 eða klukkan 6. Þá förum við bara til Keflavíkur eftir kvöldmat á sunnudeginum og fljúgum svo út á mánudagsmorgni!
Annars sótti ég um að komast á ráðstefnu í Prag í júní...það er reyndar mjög hæpið að ég komist inn því einungis 40 manns komast að, veit ekki hversu margir sækja um þetta. Ráðstefnan er haldin í þeim tilgangi að leyfa 40 manns frá mismunandi löndum koma og fræðast um pólitík og stjórnarfar í öðrum löndum og kynnast starfi UN og Evrópusambandins held ég. Þetta hljómar mjög interessant en ég geri mér engar vonir um að komast inn. Þau taka einungis topp nemendur og ég held að meðaleinkunnin mín sé ekki nógu góð fyrir þetta. Svo þarf maður að skrifa admission essay sem ég og gerði og fannst hún fremur hallærisleg en sendi allavegana allt hafurtaskið. Þetta lítur rosalega vel út á CV inu hjá manni ef maður kemst inn, þú færð eitthvað svona skírteini og god know what, en fyrst og fremst held ég að þetta sé sjúklega áhugavert og svo er þetta líka í PRAG! Elska þá borg, dreymir um að heimsækja hana aftur.
Jæja, þarf að fara út í Odda og tala við nokkrar góðar stúlkur um söguprófið og skipta á milli okkar spurningum sem á að svara til að undirbúa sig fyrir prófið!!!
Svo er búið að lýsa yfir brjáluðu próflokapartýi hjá mér sem er fínt að hlakka til.
Ég og Arnar keyptum nótt á Flughótelinu fyrir vildarpunktana okkar. Þá þurfum við nefninlega ekki að vakna jafn snemma þegar við förum til Parísar, klukkutíma lengri svefn skiptir öllu, sérstaklega þegar er verið að tala um að vakna klukkan 5 eða klukkan 6. Þá förum við bara til Keflavíkur eftir kvöldmat á sunnudeginum og fljúgum svo út á mánudagsmorgni!
Annars sótti ég um að komast á ráðstefnu í Prag í júní...það er reyndar mjög hæpið að ég komist inn því einungis 40 manns komast að, veit ekki hversu margir sækja um þetta. Ráðstefnan er haldin í þeim tilgangi að leyfa 40 manns frá mismunandi löndum koma og fræðast um pólitík og stjórnarfar í öðrum löndum og kynnast starfi UN og Evrópusambandins held ég. Þetta hljómar mjög interessant en ég geri mér engar vonir um að komast inn. Þau taka einungis topp nemendur og ég held að meðaleinkunnin mín sé ekki nógu góð fyrir þetta. Svo þarf maður að skrifa admission essay sem ég og gerði og fannst hún fremur hallærisleg en sendi allavegana allt hafurtaskið. Þetta lítur rosalega vel út á CV inu hjá manni ef maður kemst inn, þú færð eitthvað svona skírteini og god know what, en fyrst og fremst held ég að þetta sé sjúklega áhugavert og svo er þetta líka í PRAG! Elska þá borg, dreymir um að heimsækja hana aftur.
Jæja, þarf að fara út í Odda og tala við nokkrar góðar stúlkur um söguprófið og skipta á milli okkar spurningum sem á að svara til að undirbúa sig fyrir prófið!!!
Click Here