Friday, April 08, 2005
Tímabilin
Í mat hjá tengdó áðan rifjuðust upp fyrir mér ákveðin tímabil í lífi mínu:
Kaþólska tímabilið: Gekk 200 km pílagrímaleið til Santiago de Compostela, fór í messur daglega í marga mánuði og var altarisstúlka, fór í kaþólska trúfræðslu, söng í kaþólskum kór og íhugaði að skipta um trú. Hætti við vegna þess að ágreiningurinn um getnaðarvarnir, fóstureyðingar, samkynneigða og fleira gerði mig brjálaða.
Píanó tímabilið: Lærði á píanó í 7-8 ár...ekkert situr eftir nema að ég get nokkurnveginn lesið nótur.
Lambrusco og AbFab tímabilið: Ég blómstraði sem faghag, drakk lambrusco og moscato og horfði á abfab...Ingi gekk með plastgleraugu til að gera sig gáfulegri og ég átti buffalo skó
Halli og Brynjar tímabilið: Strákar sem ég hékk með ásamt Sóleyju vinkonu, Halli átti hvíta toyotu og við vorum alltaf á rúntinum í bílnum hans. Á sama tíma eignaðist ég minn fyrsta gsm, motorola slim line sem fylgdi mér í þrjú ár. Fínasti sími.
Benidorm eftirköstin: Í langan tíma umgekkst ég nánast eingöngu fólk sem hafði verið með mér á Benidorm.. fór í afmæli til óðra selfyssinga, rifjaði upp fylleríssögur og fólk hét ekki eðlilegum nöfnum heldur: Kókópöffs, Duglegur, Smiley, Orlof, Addi róni, Eddi eðla o.s.fr. Eyddi löngum stundum í rauðum ford ka sem er of lítill til að maður eigi að eyða tíma þar, og fór með fólki í klippingu á selfoss, bara til að rúnta til selfossar....hugsa oft til þessa tímabils...þvílíkt rugl. Einu sinni horfði ég líka á fallhlífarstökk, sendi sjálfri mér blóm í anda clueless til að gera strák afbrýðisaman og átti yfirhöfuð stórleik. Mér til afsökunar: Ég var 17!
Prikið tímabilið: Talaði opinskátt um mín hjartans mál við hvern þann sem á vegi mínum varð á prikinu, drakk alltof mikinn bjór, gekk í undarlegan klúbb þar sem keppnisbúningurinn var keyptur í topshop, ég og Herborg áttum eins búning. Svaf í sama rúmi og stelpa samfleytt í fimm mánuði og hún var svo uppfærð í Arnar.
og þannig gæti ég nefnt fleira eins og Wicca tímabilið...Frakklands tímabilið , útideildartímabilið.o.s.fr. Fyndið hvað lífið er í raun kaflaskipt. Allt hægt að flokka niður eftir ákveðnum þemum og það eru ákveðnar manneskjur sem einkenna þau líka, ákveðnir vinir sem spila stór hlutverk sem jafnvel eru ekki vinir manns lengur. God hvað ég er samt fegin að þessi ár eru búin eins skemmtileg og þau voru samt. Maður var alltaf að leita að einhverju.
Kaþólska tímabilið: Gekk 200 km pílagrímaleið til Santiago de Compostela, fór í messur daglega í marga mánuði og var altarisstúlka, fór í kaþólska trúfræðslu, söng í kaþólskum kór og íhugaði að skipta um trú. Hætti við vegna þess að ágreiningurinn um getnaðarvarnir, fóstureyðingar, samkynneigða og fleira gerði mig brjálaða.
Píanó tímabilið: Lærði á píanó í 7-8 ár...ekkert situr eftir nema að ég get nokkurnveginn lesið nótur.
Lambrusco og AbFab tímabilið: Ég blómstraði sem faghag, drakk lambrusco og moscato og horfði á abfab...Ingi gekk með plastgleraugu til að gera sig gáfulegri og ég átti buffalo skó
Halli og Brynjar tímabilið: Strákar sem ég hékk með ásamt Sóleyju vinkonu, Halli átti hvíta toyotu og við vorum alltaf á rúntinum í bílnum hans. Á sama tíma eignaðist ég minn fyrsta gsm, motorola slim line sem fylgdi mér í þrjú ár. Fínasti sími.
Benidorm eftirköstin: Í langan tíma umgekkst ég nánast eingöngu fólk sem hafði verið með mér á Benidorm.. fór í afmæli til óðra selfyssinga, rifjaði upp fylleríssögur og fólk hét ekki eðlilegum nöfnum heldur: Kókópöffs, Duglegur, Smiley, Orlof, Addi róni, Eddi eðla o.s.fr. Eyddi löngum stundum í rauðum ford ka sem er of lítill til að maður eigi að eyða tíma þar, og fór með fólki í klippingu á selfoss, bara til að rúnta til selfossar....hugsa oft til þessa tímabils...þvílíkt rugl. Einu sinni horfði ég líka á fallhlífarstökk, sendi sjálfri mér blóm í anda clueless til að gera strák afbrýðisaman og átti yfirhöfuð stórleik. Mér til afsökunar: Ég var 17!
Prikið tímabilið: Talaði opinskátt um mín hjartans mál við hvern þann sem á vegi mínum varð á prikinu, drakk alltof mikinn bjór, gekk í undarlegan klúbb þar sem keppnisbúningurinn var keyptur í topshop, ég og Herborg áttum eins búning. Svaf í sama rúmi og stelpa samfleytt í fimm mánuði og hún var svo uppfærð í Arnar.
og þannig gæti ég nefnt fleira eins og Wicca tímabilið...Frakklands tímabilið , útideildartímabilið.o.s.fr. Fyndið hvað lífið er í raun kaflaskipt. Allt hægt að flokka niður eftir ákveðnum þemum og það eru ákveðnar manneskjur sem einkenna þau líka, ákveðnir vinir sem spila stór hlutverk sem jafnvel eru ekki vinir manns lengur. God hvað ég er samt fegin að þessi ár eru búin eins skemmtileg og þau voru samt. Maður var alltaf að leita að einhverju.
Click Here