Tuesday, April 05, 2005

Ritgerður hefur lokið störfum

Já, það er satt, ég er búin með blessaða ritgerðina...sem betur fer, orðin hálfsturluð af þessu. Skellti mér í eitt málfræðipróf svona til að hressa mig við og verð bara að segja að ég er andlaus eftir daginn. Þriðjudagar byrja nefninlega alltaf á frekar þungum tímum...svo kom þetta próf og svo er ég búin að vera að fínpússa ritgerðina. Er orðin nokkuð ánægð með þetta og er að vona að kennarinn sé að ná mér. En nú er lítið eftir nema að byrja að stressa sig fyrir prófin. Við eigum bara þessa viku og næstu eftir í kennslu og svo byrjar fjörið. Að auki verðum við að leika barnfóstrur því tengdó er á leið til Ítalíu þannig að það verður hressandi.

Er í miklum pælingum um tilveruna þessa dagana og framtíðina. Er bókmenntafræðin málið eða ekki, hvað á ég að gera við menntunina mína, hvað með framhaldsnám....og hvernig eignast ég meiri peninga...er skítblönk með meiru....og bráðum kemur að Parísarferðinni. Á ég að fara til Frakklands í Erasmus....og hvað ætti þá Arnar að vera að gera á meðan o.s.fr. Lífið er eitt stórt spurningarmerki.

Æjá...og svo kom veturinn bara aftur. Misskildi þetta eitthvað og hélt að það væri komið vor, en hefði svo sem mátt vita betur...það kemur alltaf eitt svona kuldakast í viðbót þegar að maður heldur að þetta sé loksins búið... love this country!!!

Comments:
öm, ég hallast að því að það sé einhver misskilningur þarna uppi - eða kannski frekar eitthvað ömurlegt aprílgabb.
En til hamingju með að vera búin með ritgerðina, skil vel léttinum sem fylgir því að klára svona dót :)
 
Elskan mín, ég kannast sko við þessar framtíðarpælingar. ég fæ oft paníkköst yfir þessu, en ég hef samt eiginlega bara komist að þvi að það sé bara best að taka tingene som de kommer og svo sjá hvað gerist. Þá bara verður allt í lagi...held ég.
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?