Friday, April 22, 2005
Sumir ættu ekki að fá að kenna
Eins og ákveðinn kennari sem kennir mér sögukúrs. Hann er óskipulagðasti maður sem ég hef kynnst og það er því miður farið að bitna á náminu mínu. Persónulega er mér sama hvað hann gerir í sínum frítíma en þegar þetta er komið á þetta stig, þá gríp ég til aðgerða!
Er í kúrs þar sem átti að vera verkefni sem myndi gilda 25 - 30% af lokaeinkunn. Þetta verkefni átti að berast nemendum eftir páskafrí, en reglulega í gegnum önnina hefur þetta verið rætt. Verkefnið hefur ekki enn skilað sér þrátt fyrir fögur fyrirheit og nú er náttúrulega komið upplestrarfrí, en það er bannað með lögum í Háskólanum að leggja fyrir verkefni í upplestrarfríi. Augljóst að hægt er að stoppa verkefnið, en það kostar það að maður taki 100% próf en ég er mjög óáhugasöm um slíkt, kann ágætlega við hitt kerfið. Þetta er hið versta mál og lítið hægt að gera nema bara að vera fjúkandi og kvarta til skorarformanns, sem hefur víst lítil áhrif því umræddur kennari starfar frítt fyrir háskólann eftir ákveðnu samningsákvæði. Kvartað hefur verið undan honum á hverju ári en það skilar engu.
Urrrr!!!
Í dag er ég á valdi minnisins, minninga sem kvikna ósjálfrátt, t.d. við að finna ákveðna lykt eða borða ákveðinn hlut eða heyra ákveðið lag. Minningar skal ekki neyða fram því þá er hætt við að skáldað verði í þær eyður sem myndast við þetta. Minningar eru þrískiptar: þær sem við höfum frá frásögnum annara, sbr sögufrásagnir, ósjálfráðar minningar og svo sjálfráðar minningar. Hægt er að segja að minningarnar og minnið hafi spilað stórt hlutverk hjá mér á þessari önn enda að skoða þær í bókmenntunum. Þetta eru áhugaverðar pælingar og ég hef skipt um skoðun varðandi það að allt sem ég hef lesið á þessari önn sé vonlaust, það voru helst tvær bækur sem voru ólæsilegar, aðrar voru sæmilegar og tvær til þrjár voru virkilega góðar! Áhugaverðasti karakter annarinnar er án efa Robbe-Grillet, sadisti og ekki feiminn að tala um það og hafði eftirfarandi að segja um seinni heimstyrjöldina, Hitler og Nazista:
"When one loves order, one classifies. And when one has classified, one sticks labels on. What could be more natural?"
"When one wants to order everything in a mans life, one must also take care to order his death"
Mamma hans las fyrstu bókina hans og sagði: "vel skrifuð bók, en ég vildi óska þess að sonur minn hefði ekki skrifað hana" og ég skil hana vel því bækur hans voru uppfullar af ofbeldi og sadisma!
En sumsé, ég hef lært eitthvað þessa önnina og er bara nokk ánægð með kúrsana sem ég hef tekið. Nú er hugsanlegt að ég taki yfir Nemendafélag frönskudeildarinnar á næsta ári og ég er bara spennt fyrir því! Svo lítur félagsstarf alltaf vel út á ferilskránni og ég hef aldrei gert neitt slíkt!
Helgin mætt á svæðið og enn erum ég og Arnar í foreldraleik en erum alveg búin á því. Þetta krefst mikillar orku sem ég hef ekki í próflestri en sem betur fer brátt búið!
Óska ykkur góðrar helgar og til þeirra sem við á: Gangi ykkur vel í lestrinum!
Er í kúrs þar sem átti að vera verkefni sem myndi gilda 25 - 30% af lokaeinkunn. Þetta verkefni átti að berast nemendum eftir páskafrí, en reglulega í gegnum önnina hefur þetta verið rætt. Verkefnið hefur ekki enn skilað sér þrátt fyrir fögur fyrirheit og nú er náttúrulega komið upplestrarfrí, en það er bannað með lögum í Háskólanum að leggja fyrir verkefni í upplestrarfríi. Augljóst að hægt er að stoppa verkefnið, en það kostar það að maður taki 100% próf en ég er mjög óáhugasöm um slíkt, kann ágætlega við hitt kerfið. Þetta er hið versta mál og lítið hægt að gera nema bara að vera fjúkandi og kvarta til skorarformanns, sem hefur víst lítil áhrif því umræddur kennari starfar frítt fyrir háskólann eftir ákveðnu samningsákvæði. Kvartað hefur verið undan honum á hverju ári en það skilar engu.
Urrrr!!!
Í dag er ég á valdi minnisins, minninga sem kvikna ósjálfrátt, t.d. við að finna ákveðna lykt eða borða ákveðinn hlut eða heyra ákveðið lag. Minningar skal ekki neyða fram því þá er hætt við að skáldað verði í þær eyður sem myndast við þetta. Minningar eru þrískiptar: þær sem við höfum frá frásögnum annara, sbr sögufrásagnir, ósjálfráðar minningar og svo sjálfráðar minningar. Hægt er að segja að minningarnar og minnið hafi spilað stórt hlutverk hjá mér á þessari önn enda að skoða þær í bókmenntunum. Þetta eru áhugaverðar pælingar og ég hef skipt um skoðun varðandi það að allt sem ég hef lesið á þessari önn sé vonlaust, það voru helst tvær bækur sem voru ólæsilegar, aðrar voru sæmilegar og tvær til þrjár voru virkilega góðar! Áhugaverðasti karakter annarinnar er án efa Robbe-Grillet, sadisti og ekki feiminn að tala um það og hafði eftirfarandi að segja um seinni heimstyrjöldina, Hitler og Nazista:
"When one loves order, one classifies. And when one has classified, one sticks labels on. What could be more natural?"
"When one wants to order everything in a mans life, one must also take care to order his death"
Mamma hans las fyrstu bókina hans og sagði: "vel skrifuð bók, en ég vildi óska þess að sonur minn hefði ekki skrifað hana" og ég skil hana vel því bækur hans voru uppfullar af ofbeldi og sadisma!
En sumsé, ég hef lært eitthvað þessa önnina og er bara nokk ánægð með kúrsana sem ég hef tekið. Nú er hugsanlegt að ég taki yfir Nemendafélag frönskudeildarinnar á næsta ári og ég er bara spennt fyrir því! Svo lítur félagsstarf alltaf vel út á ferilskránni og ég hef aldrei gert neitt slíkt!
Helgin mætt á svæðið og enn erum ég og Arnar í foreldraleik en erum alveg búin á því. Þetta krefst mikillar orku sem ég hef ekki í próflestri en sem betur fer brátt búið!
Óska ykkur góðrar helgar og til þeirra sem við á: Gangi ykkur vel í lestrinum!
Click Here