Tuesday, April 19, 2005

Þjóðarbókhlaðan drepur

alla löngun í mér. Mig langar bara til að leggjast undir borðið mitt og hverfa en það er víst ómögulegt. Er reyndar ekki viss um hvort það sé bókhlaðan sem slík eða námsefnið sem er að ganga svona hryllilega fram af mér. Það er lífsins ómögulegt að lesa þessar bækur með einhverjum raunverulegum áhuga. Þær kveikja engan neista í mér, mér finnst þær nánast allar fremur leiðinlegar og hef engan áhuga á að skoða þær neitt nánar. Einhvernveginn hélt ég að það væri auðvelt að finna nokkrar skemmtilegar bækur frá 20 öldinni en einhvernveginn virðist þeim hafa tekist að hafa 6 bækur af 7 drepleiðinlegar. Ætli ég sé ein um þessa skoðun?

Nýr páfi og í dag er ég fegin að ég er ekki kaþólsk. Afturhaldssamur, fylgismaður Hitlers sem vill ef eitthvað er færa kirkjuna aftar en hún er í dag, ef það er hægt. Ekki góður dagur fyrir Páfagarð að mínu mati en ef maður á að líta á björtu hliðarnar, hann er 78 ára gamall og því ólíklegt að hann sitji mjög lengi! (meint á besta hugsanlega máta!)

Búin að klára alveg einn áfanga sem þýðir að það eru 4 eftir sem er hið besta mál. Get ekki beðið eftir París..hlakka rosalega mikið til! Á morgun gerist ég svo foreldri í fimm nætur, bróðir hans Arnars ætlar að koma til okkar og er víst voða spenntur yfir þessu. Fyndið hvað honum finnst þetta mikið fútt, hélt að við værum hundleiðinleg!

Og bráðum kemur sumarið!!!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?