Sunday, April 24, 2005
Mágurinn farinn í næturpössun
Já, hljómar undarlega en undanfarna daga hef ég passað mág minn. Mamma hans Arnars tók nefninlega uppá því seint og um síðir að fara að bæta við fjölskylduna.
Hann er óttarlegt krútt og er eins og flest börn, brjálaður í nammi. Man eftir sketchi hjá Seinfeld sem fjallar einmitt um þetta, hvernig börn tengja allt við nammi og eru sífellt að plotta og hugsa um nammi. Hálfhlægilegt alveg, hann vissi í gær að hann fengi nammi um kvöldið og allan daginn var hann að spyrja hvenær kæmi kvöld, hvað klukkan væri og hvenær við myndum eiginlega borða kvöldmat o.s.fr. Ég kímdi í laumi og hugaði til þess þegar ég var krakki...ég rændi nefninlega gámafylli af nýjum varningi frá Byko. Þá voru þeir nýopnaðir í hverfinu og lóðin alltaf opin. Ég sá þennan gám og hélt að þeir ætluðu að henda þessu öllu og sá strax hagnaðinn af þessu (í nammi talað) og safnaði saman krökkum hverfisins. Saman keyrðum við á barnavögnum góssið frá Byko og inni portið sem var bak við þar sem ég bjó. Þar opnaði ég svo mína eigin byggingavöruverslun. Hvað foreldrar okkar voru að hugsa veit ég ekki alveg, en væntanlega mest lítið þar sem enginn gerði athugasemdir við þennan fína varning sem við vorum að selja. Pabbi var þannig fyrsti viðskiptavinurinn og keypti nýjan sturtuhaus sem hann setti upp og prýddi heimilið þangað til að við fluttum þaðan. Fyrir þetta borgaði hann 100 krónur og við hlupum beint út í sjoppu (lokuðum búðinni á meðan) og keyptum nammi fyrir! Þetta var góð verslun og við seldum mikið eða þar til að einhverjir fautar í laumi nætur lögðu hana í rúst og við hvort sem er komin með leið á henni, lokuðum sjoppunni! Síðar meir hef ég rekist á fólk úr hverfinu sem hefur af mér ýmsar sögur að segja, þar með taldar baðherbergi sem eru flísalögð með þjófvarningnum!
Byko, þetta er formleg afsökunarbeiðni til ykkar, ég vissi ekki betur!
Hann er óttarlegt krútt og er eins og flest börn, brjálaður í nammi. Man eftir sketchi hjá Seinfeld sem fjallar einmitt um þetta, hvernig börn tengja allt við nammi og eru sífellt að plotta og hugsa um nammi. Hálfhlægilegt alveg, hann vissi í gær að hann fengi nammi um kvöldið og allan daginn var hann að spyrja hvenær kæmi kvöld, hvað klukkan væri og hvenær við myndum eiginlega borða kvöldmat o.s.fr. Ég kímdi í laumi og hugaði til þess þegar ég var krakki...ég rændi nefninlega gámafylli af nýjum varningi frá Byko. Þá voru þeir nýopnaðir í hverfinu og lóðin alltaf opin. Ég sá þennan gám og hélt að þeir ætluðu að henda þessu öllu og sá strax hagnaðinn af þessu (í nammi talað) og safnaði saman krökkum hverfisins. Saman keyrðum við á barnavögnum góssið frá Byko og inni portið sem var bak við þar sem ég bjó. Þar opnaði ég svo mína eigin byggingavöruverslun. Hvað foreldrar okkar voru að hugsa veit ég ekki alveg, en væntanlega mest lítið þar sem enginn gerði athugasemdir við þennan fína varning sem við vorum að selja. Pabbi var þannig fyrsti viðskiptavinurinn og keypti nýjan sturtuhaus sem hann setti upp og prýddi heimilið þangað til að við fluttum þaðan. Fyrir þetta borgaði hann 100 krónur og við hlupum beint út í sjoppu (lokuðum búðinni á meðan) og keyptum nammi fyrir! Þetta var góð verslun og við seldum mikið eða þar til að einhverjir fautar í laumi nætur lögðu hana í rúst og við hvort sem er komin með leið á henni, lokuðum sjoppunni! Síðar meir hef ég rekist á fólk úr hverfinu sem hefur af mér ýmsar sögur að segja, þar með taldar baðherbergi sem eru flísalögð með þjófvarningnum!
Byko, þetta er formleg afsökunarbeiðni til ykkar, ég vissi ekki betur!
Click Here