Thursday, April 14, 2005

Café au lait

Rakst á minningarbrot hjá Önnu um Café au lait. Café au lait mun ávallt lifa í minningu minni sem besta og skemmtilegasta kaffihúsið fyrr og síðar. Ég var niðurbrotin á sál og hjarta þegar að ákveðið var að loka því. Hver man ekki eftir ristuðu langlokunni sem maður borðaði með Dijon sinnepi? Eða endalausu fríu áfyllingunum af kaffi, stundum drakk ég 10 kaffibolla yfir daginn og kom út alveg stjörf. Það var eiginlega öruggt að ef maður fór þangað þá hitti maður einhvern sem maður þekkir. Oftast sat Ólöf þar og spáði í speki Cosmo eða spilaði Kana við hin ýmsu fórnarlömb. Það máttu aldrei vera þrír við sama borð án þess að Ólöf kippti upp spilastokknum og spurði með eftirvæntingu í röddinni "eigum við að spila kana". Á þessum tíma gat ég ekki gert upp við mig hvaða tegund af sígarettum ég reykti, reykti það sem sá sem við hliðina á mér reykti (mjög sjálfstæð manneskja) og því reykti ég ýmist grænan Moore (sem verður þó alltaf mesti viðbjóðurinn) eða Viceroy sem Ólöf reykti á þeim tíma. Mér fannst ég mesti töffari í heimi og ótrúlega fullorðin en eins og Anna benti á, þá hefur starfsfólkinu eflaust fundist það vera að vinna á leikskóla því að við vorum enn í grunnskóla þegar að þetta allt var. En það var rembst við að vera fullorðinn, jafnvel reynt að mæta snemma á föstudagskvöldum í von um að manni yrði gleymt og maður gæti setið fram að miðnætti eða jafnvel lengur, það virkaði bara fyrir suma, en ég held nú reyndar að sú manneskja hafi átt vingott við starfsmann einn. Þjónustufólkið sem eflaust hefur ekki þolað okkur urðu í mínum huga icon...María var eins og mamman, Bjarni eins og pirrandi stóribróðir o.s.fr. Meiri vitleysan. Eitt sem ég get tengt við öll tímabilin eftir 14 ára. Á hverju og einastsa þeirra fannst mér ég vera orðin fullorðin en um leið og ég labba út úr því hef ég áttað mig á því hvað ég var mikið barn....ætli það haldi áfram?

2 hljóðfræðipróf í dag, sem hlýtur að teljast ótrúlega spennandi en jafnframt síðasti skóladagurinn. Svo er afmæli í kvöld, Gaelle verður 23 ára... :) Veit ekki hvað ég geri þegar allir frakkarnir mínir fara heim, ég á eftir að sakna þeirra mikið...Denis kemur reyndar aftur í haust og vonandi Letitia líka....!

Comments:
Já, það er eiginlega ótrúlegt að maður hafi fengið að hangsa svona mikið þarna yfirleitt...
 
já ji minn góður....ekkert smá súrt...ég var eiginlega búin að gleyma þessu tímabili Herborg
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?