Wednesday, April 20, 2005

Og1

Mætt í hlöðuna. Vildi að ég gæti sagt að ég væri rosa fersk en það væri hrein lygi!

Hinsvegar hvet ég alla til að skoða nýju þjónustuna hjá OgVodafone, Og1. Ég og Arnar vorum að skipta yfir í þetta og spörum strax 2000 kall á mánuði, að undanskildnum öllum frímínútunum sem við eigum...sbr 500 mínútúr í heimasíma og úr heimasíma og svo tvö númer í útlöndum sem við hringjum ókeypis í og Arnar valdi pabba sinn í Bandaríkjunum og ég valdi Philippe í Frakklandi. Í tilefni af því hringdi ég í hann í gær og talaði við hann í hálftíma í símann sem var alveg frábært því það er svo langt síðan ég talaði við hann svona í eigin persónu. Komst að því afhverju skólinn er seldur og ástæðan er ósætti milli eigandanna sem leiddi til meiriháttar vesens o.s.fr. En eigi skal örvænta því þeir eru að hugsa um að gera þetta uppá nýtt, nema ekki í Cannes.

Jæja, Duras greyið bíður, ætla að drífa í að klára hana svo ég geti skellt mér í Sartre....Proust og Sarraute á morgun og svo hitti ég stelpurnar í svona umræðutíma á föstudaginn. Vonandi gefur það mikið af sér.

Annars eru allir velkomnir að kíkja í kaffi í kvöld og um helgina, við verðum bara heima með bróður hans Arnars!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?