Friday, November 26, 2004

Senegal

Ég var í tíma í dag, í Land og menningu hjá hinum umtalaða Gerard Lemarquis sem er kannski ekki til frásögu færandi nema að hann ákvað að sýna okkur myndband sem sonur hans Tommi Lemarquis (Nói Albínói) tók upp í þessu ferðalagi fjölskyldunnar í Senegal. Í þessari mynd sáust alveg hellingur af senegölskum börnum umkringd strákofum og konum í alþýðlegum afrískum litríkum kjólum en börnin, þau voru klædd að vestrænum sið, enda öll komin í föt frá hjálparstofnunum. Það er óhætt að segja að það stakk ansi í stúf innan um strákofana að sjá lítinn svartan strák hlaupandi um í skærgulum íþróttabol merktum nr 8 og annan sem var nú reyndar töluvert eldri og í Levis gallabuxum, manneskja sem hafði aldrei ferðast neitt um ævina og eina búðarformið þarna voru götusalar sem röðuðu sér meðfram strákofunum. En auðvitað gott að sjá að hjálparstarfið er að skila sér og að vestræn menning stingi sér alls staðar niður ;)

Annars sé ég bara fram á fremur óspennandi helgi þannig séð, er að fara að undirbúa munnlegt próf í frönsku á mánudaginn og svo próf í bókmenntasögu Frakklands.

Góða helgi.


Comments:
Til lukku með bloggið :) Linkurinn kominn inn á síðunni minni. Gangi þér vel í prófunum.

Lína - wiredpixie.typepad.com
 
Hæ skvís

takk fyrir það, fékk Arnar til að setja inn tengla hjá mér og auðvitað ert þú þar ;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?