Friday, December 24, 2004
Amazon rúlar!!!
Gleðileg jól öll sömul!!!
Þetta var algjör snilld. Byrjuðum hjá foreldrum mínum í algjörum notalegheitum og snilldarmat. Það var grafin gæs og grafið lamb í forrétt sem var alveg ótrúlega gott! Svo fengum við kalkún með öllum herlegheitunum og það var alveg ótrúleg máltíð. Mín eina eftirsjá, er að hafa ekki getað borða meira því þetta var svo ótrúlegt. Nú svo var byrjað á pökkunum og þar leyndist ýmislegt ótrúlega fallegt. Við fengum margt fallegt og erum bara ótrúlega þakklát.
En svo var það bónusinn. Ég keypti handa Arnari IPOD í Ameríkunni, á amazon.com, lét senda það til frænda sem býr í Boston og hann kom með það heim til landsins í dag. Nema hvað, fyrir einhver ótrúleg mistök hafa þeir sent tvö stykki 20 GB ipod í stað eins, bara rukkað fyrir einn og allar nótur fyrir einu stykki. Nú þannig að núna eru tvö stykki Ipod til á heimilinu í stað ekki neins :) Haldið að það sé ríkidæmi!
En nú erum við bara komin heim, Arnar farinn að leika sér með ipodinn og ég er bara eitthvað að dúlla mér...er að hugsa um að poppa örbylgjupopp í nýja örbylgjuofninum sem við fengum í jólagjöf!!!
Jólaknús!
Þetta var algjör snilld. Byrjuðum hjá foreldrum mínum í algjörum notalegheitum og snilldarmat. Það var grafin gæs og grafið lamb í forrétt sem var alveg ótrúlega gott! Svo fengum við kalkún með öllum herlegheitunum og það var alveg ótrúleg máltíð. Mín eina eftirsjá, er að hafa ekki getað borða meira því þetta var svo ótrúlegt. Nú svo var byrjað á pökkunum og þar leyndist ýmislegt ótrúlega fallegt. Við fengum margt fallegt og erum bara ótrúlega þakklát.
En svo var það bónusinn. Ég keypti handa Arnari IPOD í Ameríkunni, á amazon.com, lét senda það til frænda sem býr í Boston og hann kom með það heim til landsins í dag. Nema hvað, fyrir einhver ótrúleg mistök hafa þeir sent tvö stykki 20 GB ipod í stað eins, bara rukkað fyrir einn og allar nótur fyrir einu stykki. Nú þannig að núna eru tvö stykki Ipod til á heimilinu í stað ekki neins :) Haldið að það sé ríkidæmi!
En nú erum við bara komin heim, Arnar farinn að leika sér með ipodinn og ég er bara eitthvað að dúlla mér...er að hugsa um að poppa örbylgjupopp í nýja örbylgjuofninum sem við fengum í jólagjöf!!!
Jólaknús!
Comments:
<< Home
sumir er heppnari en aðrir segi ég nú bara :)
mátt alveg selja mér annan spilarann á góðu verði ef þú finnur þig knúin til þess ;) hehe
Post a Comment
mátt alveg selja mér annan spilarann á góðu verði ef þú finnur þig knúin til þess ;) hehe
<< Home
Click Here
