Sunday, December 26, 2004
Flóðbylgjur og jarðskjálftar
Úff...vaknaði í morgun og leit á mbl.is til þess að sjá þessar fréttir. Þegar að ég sá að tvær flóðbylgjur höfðu skollið á ferðamannastöðum á Tælandi varð ég nett áhyggjufull því að Gaelle vinkona mín og Fabrice kærastinn hennar eru á Tælandi einmitt á einhverri eyju í fríi. Þegar ég er rétt að klára að lesa um þetta skráir hún sig inn á MSNið og ég byrjaði strax að tala við hana. Hún var á eyjunni þar sem þessar bylgjur skullu á og sagðist vera heppin að vera á lífi, að það væru látið fólk úti um allt og þetta væri vægast satt hræðilegt. Það var búið að flytja þau upp á meginlandið og hún var bara að reyna að skrifa tölvupóst til mömmu sinnar til að láta vita að þau væru óhult því hún komst ekki í síma sem virkaði. Þetta er ótrúlega sorglegt, nýjustu tölur herma upp á 6000 manns sem eru látnir og enn er þúsunda saknað. Ferðamenn sem voru á þessum slóðum telja að tala ferðamanna sem látnir eru eigi eftir að hækka töluvert því fjöldinn allur af bátum með ferðamönnum innanborðs eru víst týndir. Ég veit svo að Charlotte, ólétt frönsk vinkona mín, á heima í Tælandi, einhversstaðar á ferðamannastað, en ég gæti ekki sagt nákvæmlega til um það hvar. Bíð því enn frétta af henni og vona hið besta.
Comments:
<< Home
Já úff, þetta er hrikalegt. Maria vinkona mín er líka stödd á Tælandi, en hana hafði til allrar hamingju ekki sakað...Við verðum bara að vona það besta með vinkonur þínar...
Allavegana, ætlaði bara að láta þig vita af Kaffi París á morgun (þriðjudag) kl.20, afmælið mitt...
Anna
Post a Comment
Allavegana, ætlaði bara að láta þig vita af Kaffi París á morgun (þriðjudag) kl.20, afmælið mitt...
Anna
<< Home
Click Here