Friday, December 10, 2004
Hækkun skólagjalda
Jamm og já, það var samþykkt að hækka innritunargjöld okkar háskólanemanna, þrátt fyrir að skráningin fari mikið til fram á netinu og tilstandið í kringum það því stórlega minnkað. Og hvað eru þá þessi gjöld annað en dulbúin skólagjöld því það er engan veginn hægt að réttlæta þetta öðruvísi. En já, ríkisstjórn vor getur auðvitað ekki sagt það við okkur er það? Aldrei hægt að koma bara hreint fram. Hlakka til að sjá hvernig þetta skilar sér í bættri menntun og betri aðstöðu okkar háskólanema.
Ég sendi póst á alla alþingismenn og hvatti þá til að kjósa gegn frumvarpinu og mér til mikillar ánægju var sá póstur greinilega lesinn (allavegana af stjórnarandstöðunni) því mér bárust allnokkur svör frá þingmönnum sem lýstu yfir stuðningi við okkur námsmenn og sögðu "heyr heyr". Ég var glöð að fá svona svarbréf þar sem það sýnir að maður sendir þetta ekki til einskis og að einhver heyrir það sem maður segir!
Legg til að háskólanemar gleymi ekki hverjir það voru sem hækkuðu gjöldin okkar þegar að næstu ríkisstjórnarkosningum kemur og kjósi rétt!
Ég sendi póst á alla alþingismenn og hvatti þá til að kjósa gegn frumvarpinu og mér til mikillar ánægju var sá póstur greinilega lesinn (allavegana af stjórnarandstöðunni) því mér bárust allnokkur svör frá þingmönnum sem lýstu yfir stuðningi við okkur námsmenn og sögðu "heyr heyr". Ég var glöð að fá svona svarbréf þar sem það sýnir að maður sendir þetta ekki til einskis og að einhver heyrir það sem maður segir!
Legg til að háskólanemar gleymi ekki hverjir það voru sem hækkuðu gjöldin okkar þegar að næstu ríkisstjórnarkosningum kemur og kjósi rétt!
Click Here