Friday, December 17, 2004

Jóla hvað

Prófið gekk vel, auðvitað! Svo er annað á morgun. Það verður eflaust alltílagi með það líka. Er að vonast til að kæruleysið haldist fram til morgundagsins. Og það sér loks fyrir endann á þessu öllu saman!

Í ár verður einungis farið í eitt jólaboð! JÍHA!! Þegar ég og Arnar byrjuðum saman, þá voru þau þrjú! Það er nefninlega ákveðinn hefð í minni fjölskyldu, við fílum ekki jólaboð, allavegana ekki ég og pabbi! Tengist auðvitað vinnuálaginu sem liggur á famílíunni fram á aðfangadag. Spennufallið er síðan svo rosalegt að maður þarf bara að hafa sig allan við! Jólaboð hafa því snúist um það hversu fljótt maður getur farið heim, hvað maður þarf að sitja lengi til að maður teljist ekki ókurteis. En í fjölskyldunni hans Arnars, það er allt annað þema. Þá snýst þetta um að fá sér aðeins í glas, syngja og tralla og sá vinnur sem fer síðastur heim held ég bara. Get þó með sanni sagt að við höfum verið fyrst til að fara öll árin sem ég hef farið. En sumsé, í ár verður ekki neitt boð mín megin og hjá Arnari þetta jólaboð sem þó hefur verið fært yfir á annan í jólum!!!! Sem þýðir að kósýheitin verða sko í algleymingi á Jóladag. Ætla að fara í Yndisauka á Þorlák og kaupa allskyns gúmmulaði og svo verðum við með okkar eigið hlaðborð bara. Stefni svo á að horfa á eitthvað nýtt DVD, efast ekki um að við fáum eitthvað svoleiðis í jólagjöf og lesa svo eina góða bók, sennilega Barn að eilífu eftir Sigmund Erni sem ég hef verið að spara mér til að eiga til aflestrar einmitt á jólunum.
Aðal brandarinn á aðfangadag hjá okkur pabba var að gera grín að bróður mínum sem hefur þurft að mæta í jólaboð á hádegi á jóladag hjá fjölskyldu konu sinnar. Í kvikindisskap okkar gerðum við grín að þessu á aðfangadagskvöld þar sem hann sat ofurþreyttur eftir jólatörn og mátti sko alls ekki til þess hugsa að hann þyrfti að mæta í þetta boð...heppinn hann, boðin eru víst hætt!!!
En eitt er þó ljóst, ég er sannkallað jólabarn þó að jólaboðin séu kannski ekki metin! Mér finnst yndislegt að borða með nánustu ættingjum á aðfangadag og opna gjafir með þeim. Sérstaklega finnst mér gaman ef mér hefur tekist að velja góðar gjafir og fólk er ánægt. Mér finnst svo enn betra að fara í ný náttföt í nýumbúið rúm með nýja bók (rífa af henni plastið uppí rúmi og finna nýju bóka lyktina sem er alltaf), lesa eins lengi og augun haldast opin og falla svo í sannkallað jóladá!´

Jamms, þá vitið þið hvað ég verð að gera um jólin :)

Svo vonast ég nú til að sjá alla vini mína fyrr eða síðar yfir hátíðarnar til að styrkja vanrækt vinabönd!



Comments:
ummm, ég fer bara í jólafíling að lesa lýsinguna þína á góðum jólum - er mjög sammála, þetta snýst um að eyða tíma með sínum nánustu. og til að styrkja vanrækt vinasambönd þá legg ég til að við hittumst og spilum friendsspilið, jíha :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?