Saturday, December 04, 2004
Kristján Jóhannsson ásamt fleiru!
Jæja, komin í bókhlöðuna að læra franska bókmenntasögu sem er alls ekki svo slæm og efnið skýrt upp sett. Taldi mér til að þetta eru sumsé alltíallt 40 bls af efni sem er til prófs á mánudaginn, nb 40 bls með stóru letri og miklu línubili þannig að kannski 20 bls af venjulegu efni. Þessi kúrs var nefninlega helst til illa skipulagður og alltof lítill tími áætlaður í seinni hlutann sem ég er einmitt að fara í próf úr þannig að þetta urðu samtals 5 tímar.
Ég veit að ég er svolítið sein, en í gærkvöldi tókum við okkur Arnar til og horfðum á netinu (elska netið) á upptökurnar af tveimur viðtölum við Kristján Jóhannsson um þessi peningamál sem voru í umræðunni í síðustu viku. Ég verð að segja að maðurinn fór algjörlega á kostum. Ég hef sjaldan séð mann tapa sér eins mikið í beinni útsendingu eins og þennan. Þetta var ótrúlegt! Hér eru nokkrir hlutir sem hann nefndi: "Brjóstin á henni eru orðin rauð af æsingi" (talandi um þáttastjórnanda Kastljóssins) "hann er algjör satan" (talandi um Reyni Traustason blaðamann) "Þú ert sætur strákur og átt ekki að tala um svona vitleysu" (talandi um þáttastjórnanda Íslands í bítið). Hvað kom fyrir þennan mann? Þegar ég var lítil gáfu amma mín og afi út plötuna hans hjá Iðunni. Ömmu fannst hann alveg frábær og dásamaði hann svo að ég kallaði hann alltaf "kærastann hennar ömmu". Hann toppaði þetta svo alveg með því að slá þáttastjórnandann í Ísland í bítið utan undir þrisvar sinnum! (ætlaði að klappa honum en var greinilega aðeins of pirraður því maður heyrði háværa smelli).
Í kastljósinu gargaði hann eins og óður maður og talaði stanslaust þó aðrir væru að tala og veifaði á meðan eintaki af geisladiskinum sínum eins og þetta væri rétta andartakið til að minna á að hann væri með geisladisk! Já, það er óhætt að segja að fólk velur mismunandi leiðir til markaðssetningar.
En sumsé, er hér að blogga fremur en að byrja á 17.öldinni sem markast af einráðastefnu Louis 14. Best að reyna að vera fyrirmyndarnemandi!
Ég veit að ég er svolítið sein, en í gærkvöldi tókum við okkur Arnar til og horfðum á netinu (elska netið) á upptökurnar af tveimur viðtölum við Kristján Jóhannsson um þessi peningamál sem voru í umræðunni í síðustu viku. Ég verð að segja að maðurinn fór algjörlega á kostum. Ég hef sjaldan séð mann tapa sér eins mikið í beinni útsendingu eins og þennan. Þetta var ótrúlegt! Hér eru nokkrir hlutir sem hann nefndi: "Brjóstin á henni eru orðin rauð af æsingi" (talandi um þáttastjórnanda Kastljóssins) "hann er algjör satan" (talandi um Reyni Traustason blaðamann) "Þú ert sætur strákur og átt ekki að tala um svona vitleysu" (talandi um þáttastjórnanda Íslands í bítið). Hvað kom fyrir þennan mann? Þegar ég var lítil gáfu amma mín og afi út plötuna hans hjá Iðunni. Ömmu fannst hann alveg frábær og dásamaði hann svo að ég kallaði hann alltaf "kærastann hennar ömmu". Hann toppaði þetta svo alveg með því að slá þáttastjórnandann í Ísland í bítið utan undir þrisvar sinnum! (ætlaði að klappa honum en var greinilega aðeins of pirraður því maður heyrði háværa smelli).
Í kastljósinu gargaði hann eins og óður maður og talaði stanslaust þó aðrir væru að tala og veifaði á meðan eintaki af geisladiskinum sínum eins og þetta væri rétta andartakið til að minna á að hann væri með geisladisk! Já, það er óhætt að segja að fólk velur mismunandi leiðir til markaðssetningar.
En sumsé, er hér að blogga fremur en að byrja á 17.öldinni sem markast af einráðastefnu Louis 14. Best að reyna að vera fyrirmyndarnemandi!
Click Here