Tuesday, December 28, 2004
Að kunna að vera í fríi...
...er mikil list sem ég á enn eftir að læra. Þó hef ég verið nokkuð góð um hátíðarnar, við höfum lagt okkur mikið en þess á milli fyllist ég stundum eirðarleysis, finnst eins og ég eigi að vera að gera eitthvað, að ég þurfi að vera á ferð og flugi. Hef svolítið tekið eftir þessu hjá Arnari líka, kemur af því að vera of mikið heima hjá sér.
En annars hafa þetta bara verið frábær jól eins og alltaf undanfarið og við bara hress með þetta. Skrapp í Kringluna í gær og var bara ánægð að sjá að það var nánast allt lokað. Þýðir að verslunarmenn fái örlítið tækifæri til að hvílast.
Hef ég sagt ykkur að mér leiðast flugeldar fyrir áramót? Mér finnst að það ættu að vera strangar reglur um að fólk sé ekki að sprengja upp flugelda dagana fyrir og eftir áramót heldur einungis á gamlárskvöld. Þetta er ótrúleg hljóðmengun og fyrir kettina mína er þetta hreinasta kvalræði! Sjálf hef ég aldrei keypt mér flugelda og ekki sýnt þeim neinn áhuga síðan ég var yngri. Ég og Arnar nutum þó sýningarinnar frá Kleppsveginum á síðasta gamlárskvöld. Stóðum þá tvö úti á svölum og horfðum á þessa sýningu og það var ansi rómantískt! Hvergi betra að sjá þetta en héðan frá okkur, svo frábært útsýni.
En sumsé, ítreka það bara: Fyrir vini og vandamenn... hér verður partý eftir miðnætti á Gamlárs...öllum sem okkur þykir vænt um er velkomið að koma til okkar. Ég er svona að gæla við hugmyndina um að líta í partýbúðina og sjá hvort þar sé eitthvað sniðugt! Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að halda partý...gestgjafinn í mér blómstrar alveg!
En annars hafa þetta bara verið frábær jól eins og alltaf undanfarið og við bara hress með þetta. Skrapp í Kringluna í gær og var bara ánægð að sjá að það var nánast allt lokað. Þýðir að verslunarmenn fái örlítið tækifæri til að hvílast.
Hef ég sagt ykkur að mér leiðast flugeldar fyrir áramót? Mér finnst að það ættu að vera strangar reglur um að fólk sé ekki að sprengja upp flugelda dagana fyrir og eftir áramót heldur einungis á gamlárskvöld. Þetta er ótrúleg hljóðmengun og fyrir kettina mína er þetta hreinasta kvalræði! Sjálf hef ég aldrei keypt mér flugelda og ekki sýnt þeim neinn áhuga síðan ég var yngri. Ég og Arnar nutum þó sýningarinnar frá Kleppsveginum á síðasta gamlárskvöld. Stóðum þá tvö úti á svölum og horfðum á þessa sýningu og það var ansi rómantískt! Hvergi betra að sjá þetta en héðan frá okkur, svo frábært útsýni.
En sumsé, ítreka það bara: Fyrir vini og vandamenn... hér verður partý eftir miðnætti á Gamlárs...öllum sem okkur þykir vænt um er velkomið að koma til okkar. Ég er svona að gæla við hugmyndina um að líta í partýbúðina og sjá hvort þar sé eitthvað sniðugt! Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að halda partý...gestgjafinn í mér blómstrar alveg!
Comments:
<< Home
ég, drífa og perla rós, ásamt ófæddu, biðujum bara að heilsa héðan úr víkini og vonum að þið skemmtið ykkur stórkostlega í partýinu ;)
Post a Comment
<< Home
Click Here