Friday, December 03, 2004

Morgunstund gefur gull í mund

Jæja, þá er ég vöknuð! Það var nú samt ekki alveg á planinu hjá mér en í svefnrofunum datt mér í hug sérstaklega óvægin prófspurning sem ég er enn að reyna að svara í hausnum á mér. Hún fjallar um bókmenntasögu Frakklands.

Ég veit ekki alveg hvernig ég verð orðin í hausnum 21.desember en það verður án efa mjög áhugavert!

Er svo í dílemmu með það hvort ég eigi að vera að læra niðri á bókhlöðu eða ekki. Mér finnst andrúmsloftið þar alltaf svo rafmagnað og er aldrei viss um hvar ég læri betur, heima eða á bókhlöðunni. Einhverntímann var ég mjög einsett að læra þar með henni Herborgu minni en það endaði bara þannig að ég var komin með númeruð spjöld frá 1-10 og var í óðaönn að gefa myndarlegum háskóladrengjum einkannir þegar þeir löbbuðu framhjá. Mitt vandamál var aðallega það að ég var bara of meðvirk til að geta gefið lága einkunn ef mér fannst strákurinn ekki sætur!

Frönskudeildin er annars að hugleiða það að fara til Parísar eftir áramót saman.....líst ekkert illa á það! Þó að ég og Arnar séum reyndar komin með skiptisamning fyrir næsta sumar, förum fyrst á Hróaskeldu og svo til Frakklands í sumarhús! Ekki slæmt það :) Ekki það, fyrst þarf að safna peningum, það reynist frekar erfitt þegar að maður er ekki á fullum launum og ekki á námslánum.

Jæja, best að fara að gera eitthvað af viti.




Comments:
hlaðan er málið!
það er aldrei eins fínt heima hjá mér og þegar ég þykist vera þar að læra, það verður allt í einu rosalega nauðsynlegt að endurraða gamalt skóladót, taka baðherbergið í gegn og endurskipuleggja bókhaldið.
Koddu bara á bókhlöðuna þar er friður og ró og ekki hægt að gera neitt annað en að læra... ja, og blogga og vera á msn og endurskipuleggja itunes og .... koddu bara ;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?